Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 5

Morgunn - 01.12.1992, Page 5
RITSTJÓRASPJALL Ágætu lesendur! Síðara hefti Morguns 1992 er hér með í ykkar höndum, fjallandi um ýmislegt sem tengist boðskap spíritismans. Við birtum m.a. síðari hluta viðtalsins við Margréti Finnbogadóttur, þar sem hún rekur markverða upplifun sína á dulrænu sviöunum, fleiri ljóð eftir Hafstein Björnsson fyrrv. fulltrúa, auk þess sem við gluggum í rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum nálægðar gæludýra á eigendur sína. bá vil ég einnig vekja athygli á grein Ingvars Björnssonar þar sem hann fjallar um ýmsar spurningar sem hljóta að vakna hjá þeim sem eru að feta sín fyrstu spor á vegum svo kallaðrar dulrænnar reynslu. Við höfum stundum, hér á síðum Morguns, fjallað um //Lögmálið," með stórum staf, ef svo má segja, lögmáhð sem allt fylgir og enginn fær í rauninni nokkru um breytt, eöa það teljum við a.m.k. Ymsir eru þeirrar skoðunar að allt sé fyrirfram ákveðið, það sé í raun ekkert að gera annað en taka því sem að höndum ber. Satt er það, margt rekur á fjörur okkar, bæði gott og slæmt, sem virðast kann að vera sem fyrirfram akvörðuð örlög. En hefur þessi möguleiki þó ekki fleiri hliðar? Ef það væri staöreynd að allt væri fyrirfram ákveðið og við gætum engin áhrif haft á framvindu mála, v*ri þá ekki einfaldast fyrir mann að lifa í algeru ^ðgerðarleysi, meö „tærnar upp í loft," eins og stundum 3

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.