Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 11

Morgunn - 01.12.1992, Page 11
morgunn Ég trúði ekki á þetta í fyrstu raun strax þannig á þetta tilboð að það sé afar nálægt því sem ég var að leita að. Eg segi manninum þó að það sé óskaplegur fjöldi búinn að hringja og ég sé ekki búinn að fara neitt yfir þau tilboð en kvaðst mundu hringja í hann ef mér lítist á starfið. Hann gaf mér upp símanúmerið á vinnustað sínum því hann hafði ekki síma á heimilinu. En fyrir handvömm hjá mér þá týni ég þessum upplýsingum. Mér hafði ekki unnist tími til þess að skrá þaer niður áður en síminn hringir aftur og mér er boðið eitt starfið enn. bað voru að sjálfsögðu mörg áhugaverð tilboð sem mér bárust þarna og meðal annars tvö úr fjölskyldu embætt- ismannsins sem ég hafði unnið hjá en þar sem þar var um stórt heimili að ræða þá lagði ég ekki í það. Svo þegar ég er að fara yfir tilboðin um kvöldið, með húsmóður minni, þá áttum við okkur á því að ég hafði gloprað niður tilboðinu sem var frá minnstu fjölskyld- þnni. Hún spyr mig, „ja, hvernig ætlarðu nú að fara að? Eg segist hreinlega ekki vita það. „Geturðu ekki sett þig í samband við föður þinn," spyr hún þá. „Jú, jú," svara ég, /,það get ég að sjálfsögðu gert." Og það geri ég um kvöld- ið. Ég fer, eins og ég var vön, með mínar bænir, og ég beini því til guðs hvort hann muni nú ekki leyfa föður 1-nínum að segja mér hver þessi maður hafi verið, sé það ^ýtlunin að ég fari til hans í vinnu. Og svo fer ég að sofa. Eg er ekki fyrr sofnuð en mig dreymir föður minn og hann segir: „Magga, maðurinn sem þú átt að fara til hann mun hringja í þig í fyrramálið, í kaffitímanum." Annað man ég ekki að hann segði. Morguninn eftir er svo húsmóðirin komin á fætur um leið og ég og hún spyr mig strax hvort ég hafi fengið ein- hverjar upplýsingar. Ég kveð það vera og segi henni frá því hvað mig hafi dreymt. Svo bíðum við náttúrlega afar spenntar, klukkan verður níu og ekkert skeður. Svo fer 9

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.