Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Síða 21

Morgunn - 01.12.1992, Síða 21
MORGUNN Ég trúði ekki á þetta í fyrstu óttanum við að vera búin að missa af honum út í myrkrið. Hefurðu einhvern tíma komið á staði þar sem þér finnst neikvæðum áhrifum stafa frá? Svo sannarlega. Ég hef lent í svoleiðis jafnt í vöku sem draumi. Eitt sinn var ég stödd erlendis ásamt manni mínum og elstu dóttur. Við tókum á leigu sumarhús sem stóö nánast alveg niður við sjó. Þetta sumar gekk mikil hitabylgja yfir Norðurlöndin, en þetta var í Noregi. Það var svo heitt í veðri að það voru mörg dæmi um að eldra fólk hreinlega dæi úr hita. Þetta sumarhús var á gamalli herragarðsjörð. Þegar við vorum að nálgast staðinn fór mér að líða eitthvað svo skrambi illa. Mér varö hrollkalt. Það var glampandi sólskin og heiður himinn. Samt fannst mér alltaf dimma í lofti eftir því sem við nálguðumst staðinn meira. Tengdasonur minn sem ók, var ekki alveg viss um hvar sumarhúsið var nákvæmlega og stansaði því hjá fólki sem þarna var á ferð til þess að spyrjast til vegar. Ég hafði rétt áður komiö auga á afleggjara þarna skammt frá og hugsaöi nú meö mér, „guð minn góður ég *tla að vona að þau segi ekki að við eigum að fara eftir þessum afleggjara." Jú, takk, konan sem sagði okkur til vegar, bendir einmitt á þennan vegarspotta, sem mér hafði fundist dimmast yfir. Við ökum síðan inn á þennan afleggjara og alltaf finnst mér myrkrið aukast þrátt fyrir aö að sólin skíni glatt og allir væru að sálast úr hita. Nema ég reyndar, ég skalf úr kulda eins og versti aum- ^ngi. Brátt kem ég auga á tvo sumarbústaði þarna niður við víkina. Annar þeirra er minni, og virtist afar yndisleg- ur og var mjög bjart yfir honum. Og ég fer strax að vona að það sé þessi bústaður sem við eigurn að dvelja í en ekki sá stærri. En það fór nú ekki svo vel. Það var stærra húsið sem við áttum að vera í. Þetta var timburhús, 19

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.