Morgunn - 01.12.1992, Side 22
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu
MORCUNN
afskaplega gamalt. Tengdaforeldrar dóttur minnar voru
þarna komin
í húsið á undan okkur, en þau ætluðu að dvelja með
okkur þarna. Og allir eru afskaplega hrifnir af húsinu,
nema ég. Mér fannst svo dimmt inni í því og eitthvað
þunglamalegt andrúmsloft. Ég verð strax vör við það
þegar ég kem inn í húsið að þarna eru fleiri staddir en
sjáanlegir eru í fyrstu. Ég sé að dóttir mín hefur fundið
eitthvað á sér líka og verð vör við að hún fylgir mér
nokkuð fast eftir um húsið. En ég ákveð að nefna þetta
ekki við hana svo ég fari nú ekki að eyðileggja hugsan-
lega fyrir henni ánægjuna af því að dvelja í húsinu. Og
mikið varð ég ánægð þegar ég sá að tengdaforeldrar dótt-
ur minnar voru búin að leggja á borð úti. Það þýddi að ég
þurfti minna að vera inni í húsinu. Svona gladdist ég yfir
hverju hálmstrái sem bjargaði mér frá því að þurfa að
vera inni í húsinu meira en nauðsynlegt var. En svo
kemur náttúrlega að því að fólk fer að ganga til náða. Það
kemur í hlut okkar Eiríks, að sofa í herbergi sem var uppi
á lofti. Þar var hjónarúm og lítið barnarúm við hliðina á
því. Tengdaforeldrar dóttur minnar sváfu í herberginu
við hliðina, í herbergi sem var nýuppgert en það hafði
áður verið notað sem eldhús. Gegnt rúminu sem við
Eiríkur sváfum í var mynd á vegg af gömlum hjónum.
Einhvern veginn fannst mér vera miklu svartara myrkur
þarna á þessum stað en t.d. í Osló þar sem við komum frá
og það þrátt fyrir að þetta væri í miðjum júlímánuði. Svo
göngum við til náða hjónin og ég er varla búin að koma
mér fyrir í rúminu þegar ég skynja það að herbergið bók-
staflega fyllist af fólki. Og ég gat hreinlega talið aldirnar
sem það tlheyrði, allt eftir þeim búningum sem það
klæddist. Eitt fannst mér þó skrýtiö. Eiríkur, maðurinn
minn, svaf þeim megin í rúminu sem nær var glugganum
á herberginu, og þetta fólk fór aldrei inn fyrir rúmgaflinn
20