Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1992, Blaðsíða 22
Ég trúði ekki á þetta í fyrstu MORCUNN afskaplega gamalt. Tengdaforeldrar dóttur minnar voru þarna komin í húsið á undan okkur, en þau ætluðu að dvelja með okkur þarna. Og allir eru afskaplega hrifnir af húsinu, nema ég. Mér fannst svo dimmt inni í því og eitthvað þunglamalegt andrúmsloft. Ég verð strax vör við það þegar ég kem inn í húsið að þarna eru fleiri staddir en sjáanlegir eru í fyrstu. Ég sé að dóttir mín hefur fundið eitthvað á sér líka og verð vör við að hún fylgir mér nokkuð fast eftir um húsið. En ég ákveð að nefna þetta ekki við hana svo ég fari nú ekki að eyðileggja hugsan- lega fyrir henni ánægjuna af því að dvelja í húsinu. Og mikið varð ég ánægð þegar ég sá að tengdaforeldrar dótt- ur minnar voru búin að leggja á borð úti. Það þýddi að ég þurfti minna að vera inni í húsinu. Svona gladdist ég yfir hverju hálmstrái sem bjargaði mér frá því að þurfa að vera inni í húsinu meira en nauðsynlegt var. En svo kemur náttúrlega að því að fólk fer að ganga til náða. Það kemur í hlut okkar Eiríks, að sofa í herbergi sem var uppi á lofti. Þar var hjónarúm og lítið barnarúm við hliðina á því. Tengdaforeldrar dóttur minnar sváfu í herberginu við hliðina, í herbergi sem var nýuppgert en það hafði áður verið notað sem eldhús. Gegnt rúminu sem við Eiríkur sváfum í var mynd á vegg af gömlum hjónum. Einhvern veginn fannst mér vera miklu svartara myrkur þarna á þessum stað en t.d. í Osló þar sem við komum frá og það þrátt fyrir að þetta væri í miðjum júlímánuði. Svo göngum við til náða hjónin og ég er varla búin að koma mér fyrir í rúminu þegar ég skynja það að herbergið bók- staflega fyllist af fólki. Og ég gat hreinlega talið aldirnar sem það tlheyrði, allt eftir þeim búningum sem það klæddist. Eitt fannst mér þó skrýtiö. Eiríkur, maðurinn minn, svaf þeim megin í rúminu sem nær var glugganum á herberginu, og þetta fólk fór aldrei inn fyrir rúmgaflinn 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.