Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 30

Morgunn - 01.12.1992, Side 30
Dagskrá vetrarins MORGUNN Huglækningamiðlar Huglækningamiðlar félagsins, þeir Hafsteinn Guðbjörnsson og Grétar Pálsson, starfa á mánudögum og miðvikudögum. Bókanir í tíma hjá þeim fara fram á skrif- stofu félagsins, sömuleiðis beiðnir um fyrirbænir. Fréttabréf Sérstakt fréttabréf er ekki sent út til félagsmanna þetta starfsár en öll starfsemi er auglýst í smáauglýsingadálki Morgunblaðsins. Er þetta gert í tilraunaskyni þetta starfs- árið, þar sem fréttabréf virðist ekki alltaf hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnvel er talið að spara megi nokkuð fé með þessum hætti. Erlendir miðlar Erlendir miðlar verða hjá félaginu í hverjum mánuði fram til vors, þ.e.a.s. í janúar, febrúar, mars, apríl og maí. Væntanlegir miðlar eru m.a. Ma Stjernlieden (sænsk), og Zena Davies (Wales). Um aðra miðla verður auglýst síðar. Allir miðlar sem starfa á vegum félagsins verða með einn eða tvo fjöldafundi með skyggnilýsingum og eru þeir fundir öllum opnir, jafnt félagsfólki sem utanfélags- fólki. Hægt er að bóka fundarsetur símleiðis en þá þarf að sækja miða fyrir ákveðinn tíma. Námskeið Þrjú til fjögur námskeið verða haldin seinni hluta starfs- ársins ef næg þátttaka fæst. Verða þau auglýst sérstak- lega. Zena Davies verður með sín byrjenda- og fram- haldsnámskeið í maí. Einnig er fyrirhugað að hafa lita- og hugleiðslunámskeið í umsjá Helgu Sigurðardóttur, myndlistarkonu frá Egilsstöðum og verður tímasetning þess auglýst nánar síðar. 28

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.