Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 35

Morgunn - 01.12.1992, Side 35
morgunn Á andlegu ferðalagi orkustöðvunum. Orkustöð er ekki einhver smápunktur á vandlega afmörkuðum stað heldur er hún stjórnandi þess svæðis er hún nær yfir. Orkustöð er hvirfill sem snýst markvisst um sitt svæði og hefur sinn ákveðna lit, sem að einhverju leiti blandast litum annarra orkustöðva. bar sem orkustöðvar geta staðið opnar geta aðrir sótt í þær orku, en geta það síður séu þær lokaðar og það er einmitt þetta sem við þurfum að læra, að loka. Við stjórn- om þessu huglægt með því að hugsa okkur einhvern búnað á hverri orkustöð, sem við getum lokað og læst henni með. Margir munu nota blóm, t.d. lótusblómið, og loka blómum þess í huga sér á hverri orkustöð. Það er ekki atriði með hverju við lokum heldur er það öryggi læsingarinnar sem máli skiptir. Ég nota t.d vængjahurðir og lás, og mér hefur reynst það vel. Er við lokum byrjum við ofan frá nr. 7, 6, 5, 4, 3, 2,1. Hvenær og hvernig er orkustöðvunum lokað? Hvort til er einhlítt svar viö þessu efast é£ um, ég hygg að einstakl- 'ngurinn finni sitt form sjálfur. Eg ætla svona til skýringar að segja frá því hvað ég geri sjálfur og mér finnst hafa gefið mér góða raun. Ég loka orkustöðvunum fyrir svefn, strax að morgni, aður en ég fer inn þar sem margir sjúkir eru og eða sorgmæddir, t.d. við jaröarfarir og eftir að hafa komið á slysstað. Ég held að mér sé óhætt að segja það, þó ég segi sjálfur frá, að ég loka ekki í þessum tilfellum vegna þess að ég vilji. ekki láta af hendi orku til þeirra sem hennar þarfnast. Ég geri þetta einfaldlega vegna þess að orka nún, eins og annarra, er of takmörkuð til þess að hún nægi stórum hópi fólks á skammri stund. Ég geri mér grein fyrir því að slíkt yröi mér ofviða og því engum til góðs. Við lokun orkustöðva minna reyni ég að finna mér Eyrrlátan stað, þar sem vel getur farið um niig, sitjandi, 33

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.