Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 37

Morgunn - 01.12.1992, Side 37
morgunn Á andlegu ferðalagi þjálfaðir, fundið þar sjúkdóma sem ókomnir eru og geta því unnið forvarnarstörf með því að lækna þá áður en þeir komast lengra, eða gert viðkomandi viðvart um þá svo að þeir geti sjálfir hjálpað til við að losna undan þeim, t.d. með breyttu mataræði eða öðru líferni. Það sem hér að framan segir um áruna er auðvitað mikil einföldun á stóru efni, en ætti samt að nægja til þess dð hennar sé vel gætt og að hún sé vel vernduð. Ég held að við getum sem best nefnt áruna fjöregg okkar og við vitum að þeir sem brjóta fjöregg sín eru illa staddir. Hvernig verndum við svo þessa áru? Fyrst og fremst hugsum við okkur blátt ljós er við vefjum að okkur, silfurstjörnu er við setjum á höfuð okkar og bláan hjúp, eða blátt egg er við göngum inn í og læsum á eftir okkur. Þar sem vera má að þetta sé nokkuð flókið langar mig til að geta hér minnar aðferðar, mér finnst það einfalda málið. I beinu framhaldi af lokun orkustöðva minna, sem hér aö framan er lýst, segi ég: /,Eg geng inn í bláa litinn minn, vef honum um mig og að mér. Ég set silfurstjörnuna mína á höfuð mér svo að Þún megi senda sína silfruöu geisla yfir mig. Ég geng inn 1 bláa eggið mitt, loka á eftir mér og læsi og set síðan silfurstjörnuna mína yfir læsinguna." Þessi aðferð hefur reynst mér mikil vernd, en auðvitað má orða þetta öðruvísi, en ég hygg að það sé best að láta þetta halda sér svona, efnislega. Blár litur er mjög vernd- ar>di, sama er að segja um silfurstjörnu og silfurgeisla. Hvaða orö sem við notum þá megum við ekki gleyma því að öllum orðum okkar verður að fylgja einlægni og auðmýkt, annaö dugir ekki. Þar sem ég minnist hér á liti, vil ég geta þess að litir eru afar misjafnir að styrk og þeir geta haft bæði já- og 35

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.