Morgunn - 01.12.1992, Page 41
MORGUNN
Þjónusta englanna
mér ljósasta grein fyrir návist hins ósýnilega ráðgjafa.
Mér fannst þá sem einhver væri að reyna að búa mig
undir einhverja harða raun, sem ekki yrði undan komist.
En faðir minn virtist vera við sömu heilsu og áður og jafn
léttlyndur og hann átti að sér að vera. Ekkert var sjáan-
legt, sem réttlætti ótta minn um hann.
Eitthvað þremur eða fjórum vikum eftir að ég fékk fyrst
þetta hræöilega hugboð, sat ég eitt kvöld við opinn
gluggann á svefnherberginu mínu, andaöi að mér hinu
svala, hressandi lofti októbermánaðarins og naut hinnar
kyrrlátu hátignar kveldsins. Allt í einu heyrði ég rödd
föður míns kalla á mig með jafni og segja mér að koma til
sín. Þá missti ég alla meðvitund um umhverfi mitt og ég
sá sýn. Eg sá föður minn liggja í blómagaröinum, al-
klæddan, og mér sýndist hann vera sofandi. Nú virtist
vera albjart af degi. Eftir veginum komu tveir vinir okkar,
heimilislæknirinn okkar og broðir hans. Þeir voru vanir
að líta inn til okkar við og við.
Eg sá þá koma inn um garöshliðið. Þá virtust þeir koma
auga á föður minn og þeir hlupu til hans. Annar þeirra
lyfti upp höfðinu á honum og hinn, læknirinn, losaði um
kraga hans og hálsbindi og stakk hendinni inn á brjóstið á
honum.
„Hann er dáinn," heyrði ég að læknirinn sagði. „Hann
hlýtur að hafa dáið án þess að hafa haft þrautir nokkurt
augnablik. En hver vill segja dóttur hans þetta? Eg get
það ekki!"
Þá hvarf sýnin og ég varð þess vör að ég sat enn við
°pinn gluggann. Eg kveikti á lampa og fór að svefnher-
bergi föður míns, lauk huröinni upp hægt og hlustaöi. Eg
heyrði þennan djúpa, reglulega andardrátt, sem bendir á
ýæran svefn. Ég fór inn í herbergið og læddist að rúminu.
Eg kraup þar niður og bað þess innilega, að ég þyrfti ekki
að missa föður minn. En mér var jafnþungt, þegar ég fór
39