Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Qupperneq 42

Morgunn - 01.12.1992, Qupperneq 42
Þjónusta englanna MORGUNN út úr herberginu, eins og þegar ég kom inn í það, svo sterk var sannfæring mín um það, að það mundi bráðlega gerast, sem fyrir mig hafði borið í sýninni. Ég fór ekki í rúmið þessa nótt, því að hinn megni ótti, sem hafði gagntekið mig, girti fyrir það að mér væri unnt að sofna; en ég heilsaði föður mínum brosandi við morgunverðarborðið, því að ég var staðráðin í því, að enginn skuggi af ótta mínum og örvæntingu skyldi falla á hann. Og hann var jafnglaður, ljúfur, ástúðlegur og viðkunnanlegur eins og hann hafði ávalt verið. Hann fór út úr húsinu klukkan tvö síðdegis þann dag, ætlaði að ganga eitthvað, og sagði mér, að hann mundi koma aftur klukkan fjögur og drekka te með mér. Áður en hann fór kyssti hann mig ástúðlega, eins og hann gerði ævinlega, þegar hann skildi við mig, þó að ekki væri nema um stutta stund að tefla, en ég fann það, að ég mundi aldrei framar fá koss frá þessum ástkæru vörum. Ég fór inn í herbergið mitt og beið þar eftir því reiðar- slagi, sem ég vissi að bráðlega var væntanlegt. Um klukkan 3:30 kom þjónn skyndilega inn og spurði mig hvort ég vissi hvar „húsbóndinn" væri. Litlu síðar lagði hinn þjónninn fyrir mig sömu spurninguna. Þá kom inn hesthúsvörður vinar okkar í herliðinu, hann var með áhyggjusvip og spurði mig hvort „húsbóndinn" væri kominn inn, og bætti því við, að kapteinninn vildi finna hann. Ég var sannfærð um, að það, sem fyrir mig hafði borið í sýninni, væri nú komið fram, að faðir minn væri dáinn og að þessir menn vissu það, en þyrðu ekki að segja mér það. „Faðir minn er ekki kominn aftur," svaraði ég, „en hvers vegna ert þú með þessum hræðslusvip, Andrés? Ertu með nokkrar vondar fréttir til mín?" „Nei," svaraði hann, leit niður fyrir sig og flýtti sér burt. 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.