Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Qupperneq 48

Morgunn - 01.12.1992, Qupperneq 48
Þjónusta englanna MORGUNN gera, er svo viðbjóðslegt, að ekki er hægt að lýsa því. Það var hér um bil þremur mánuðum eftir að ég kom á spítal- ann að ég rak mig fyrst á þessa ógeðslegu hlið á hjúkrunarstarfinu. Þegar við mér blöstu þær hryllilegu skemmdir eftir sjúkdóm, er orsakast hafði af spillingu og löstum, þá fylltist ég andstyggð og mér fannst ég ætla að selja upp. Eg sneri mér frá sjúklingnum með óbeit. „Ég vii ekki, ég get ekki, saurgað sjálfa mig með því að snerta þennan mann," sagði ég í huganum. Þá kom yfir mig flóð af ljósi. Ég leit upp og sá mynd frelsarans lúta yfir sjúklingnum. Hann vék viö höfðinu, leit niður til mín, rétti út hendurnar yfir syndarann, afskræmdan af sjúkdómnum, og sagði: „Það sem þér geriö þessum mönnum það gerið þér mér. Sjá þú mig í hverri mannskepnu, sem þér er trúað fyrir að annast, og þá verður verkið auðvelt." Sýnin hvarf, ef þetta var sýn. Ég sneri mér aftur að sjúk- lingnum. Öll sú óbeit og andsyggð, sem ég hafði fundiö til fáeinum augnablikum áður, var nú horfin. Ýmsir álíka aumkunarverðir sjúklingar komust undir mína umsjón, meðan ég var á spítalanum. Og ævinlega, þegar það var mitt hlutskipti að hjúkra þessum fórnardýrum synda þeirra sjálfra, þá komu mér í hug orðin: „Það sem þér gerið þessum mönnum það gerið þér mér," og verkið varð auðvelt. Skyldur hjúkrunarkonunnar eru oft örðugar og harðar viðfangs, en á öllum þeim árum, sem ég vann fyrir mér sem hjúkrunarkona, var það nálega undantekningarlaust, að hvenær sem ég var yfirbuguð af þreytu, hryggð eða líkamlegum veikleika, þá tókst mér að fá endurnýjaðan styrk, hugrekki og von með því að minnast þess, er ég sá frelsarann og heyrði orðin, er komu af vörum hans. Framhald í næsta blaði. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.