Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Side 49

Morgunn - 01.12.1992, Side 49
Guðjón Baldvinsson: TREYSTUM GRUNNINN Þegar fólk ætlar að byggja sér hús þá byrjar það á grunninum. Og vel skal vanda það sem lengi á að standa. Mér eru minnisstæð orð eins ágæts húsasmiðs, sem lengi hafði fengist við það að smíða hús, og sem hann viðhafði eitt sinn þegar hann var að vinna í grunni steinsteypts húss sem verið var að hefja byggingu á. Hann var að vinna að einhverju smáatriði sem ekki skipti verulegu máli í frágangi grunnsins en hann sagði bæði í gríni og alvöru: „bað er eins gott að vanda þetta vel, það er svona skemmtilegra ef húsið skyldi einhvern tíma verða rifið og þetta kæmi í ljós aftur." bó að þessi orð hafi á sínum tíma ef til vill verið sögð meira í gamni en alvöru þá finnst mér þau eiga afskap- lega vel við í andlegum málum, séu þau heimfærð upp á gildi þeirra. Hin andlega „yfirbygging" hlýtur að fara afskaplega mikið eftir þeim grunni sem lagður hefur verið í upphafi. Og þar skipta smáatriðin ekki minnsta málinu. Þó að segja megi að þetta eigi yfirleitt við um alla þætti h'fsins þá er ég hér fyrst og fremst að hugsa um það skref þegar fólk hefur þjálfun andlegra hæfileika sinna og þá til hvers sem vera skal. bað þýöir ekki, eins og gjarnan er sagt, að reyna að hlaupa áður en maöur lærir að ganga. Andlegir fræðarar segja okkur aö enginn geti orðið 47

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.