Morgunn - 01.12.1992, Síða 54
Skýrsla forseta
MORGUNN
Auður Hafsteinsdóttir, Grétar Pálsson, Hafsteinn Guð-
björnsson, Hilmar J. Magnús, Jón Yngvi Björnsson,
Sigurgeir Ingimundarson og Þórhildur Árnadóttir.
Einn huglækningamiðill mun vera í þjálfun núna,
Hrefna Birgitta Bjarnadóttir.
„Opin hús" voru yfirleitt einu sinni í mánuði, en þau
hafa tekið við af félagsfundum. Þar var fjallað um ýmis-
legt fróðlegt, m.a. stjörnuspekispjall sem Auöur
Hafsteinsdóttir sá um. Úlfur Ragnarsson fjallaði um sál-
farir o.fl. Ævar Jóhannesson hélt erindi um ofvirkni barna
og mataræði því tengdu. Bergur Björnsson reikimeistari
hélt erindi um reiki, einnig var spjall um drauma, o.fl.
Tveir bænahringir, undir stjórn þeirra Þórhildar
Árnadóttur og Margrétar Benónísdóttur voru settir af
stað í vetur og eru þá fimm bænahringir í gangi á vegum
félagsins.
Stjórnarfundir voru yfirleitt einu sinni í mánuði.
Ráðist var í endurbætur á skrifstofu í fyrra sumar. Þar
eiga þeir Hilmar J. Magnús, Ingvar Björnsson og
Hafsteinn Ágústsson þakkir skildar fyrir sína vinnu.
Skrifstofan var opin fimm daga vikunnar, frá kl. 1-5, en
þar störfuðu þær Auður Hafsteinsdóttir allan daginn en
Kristín Sigbjörnsdóttir frá kl. 1-5.
Stofnaður var sérstakur sjóður til minningar um Unni
Guðjónsdóttur, sem starfaði um árabil við heilun hjá
félaginu, en hún lést í febrúar 1990.
Félaginu var færð að gjöf stór sjálfvirk kaffikanna og
hefur hún komið sér vel.
Á síðasta stjórnarfundi bárust okkur bréf frá starfs-
stúlkum skrifstofu þar sem þær segja störfum sínum
lausum frá 1. júní 1992.
Ég vil að lokum þakka samstarfið í gegnum árin en það
hefur verið mér góður skóli. Ég óska Sálarrannsókna-
félaginu alls hins besta og bið því guðs blessunar.
52