Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 55

Morgunn - 01.12.1992, Page 55
AÐ HAFA HUND SEM GÆLUDÝR MINNKAR STREITU Að hafa hund hjá sér kann að vera eitthvert besta ráð sem til er gegn streitu. Rannsóknir varðandi félagsskap af dýrum hafa sýnt fram á að fólk sem á gæludýr nær sér betur af hjartauppskurðum. Að hafa gæludýr hjá sér lækkar blóðþrýstinginn. Að tala, jafnvel bara það að lesa upphátt, hækkar blóðþrýstinginn, sérstaklega þegar annað fólk er viðstatt, en það að tala við gæludýr lækkar blóðþrýstinginn hinsvegar. Nýleg könnun bendir til að það sé í rauninni alveg rétt að hundurinn sé besti vinur mannsins og að hann sé jafnvel betri sem slíkur en mann- leg vera. Tilraunin varð til upp úr athugun sem gerð var til þess að reyna að afla skilnings á því hvernig staðið er að félagslegri aðstoð eöa hvernig nálægð annarra hefur áhrif é viðbrögð okkar gegn streitu. Streituverkefnið fólst í því að telja upphátt. Það sem olli streitunni var sú kvöð að verða aö telja afturábak frá 3, síðan 7, 13 og síðast 17, en þetta krafðist verulegrar ein- beitingar. A meðan viðkomandi var að telja þá voru skekkjurnar, sem hann gerði, skráðar niður og tímalengd talningarinn- ar mæld. Lífeðlisfræðileg tæki tengd líkama viðkomandi aöila mældu hjartslátt, blóöþrýsting og svita, sem er streitu- rnerki. 53

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.