Morgunn


Morgunn - 01.12.1992, Page 65

Morgunn - 01.12.1992, Page 65
morgunn Úr nýjum bókum Við gerðum eins og Þórunn sagði og líðan Jóhönnu breyttist strax til hins betra. Hún eygði einnig nýja von um betra líf og aftur var kominn lífsvilji í hana. Akveðið var að Sigrún kona mín færi með hana til Reykjavíkur, því ekki áttum við bæði heimangengt. Því sem gerðist þar lýsir Sigrún á eftirfarandi hátt: Þegar Þórunn Maggý hitti Jóhönnu faðmaði hún hana að sér eins og hún hefði þekkt hana lengi. Þetta var mjög sérstakt, þar sem þær höfðu aldrei sést áður. Síðan fórum við í herbergi sem var sérstaklega útbúið fyrir þessa stund. Þórunn Maggý las bænir svo úr varð mikil helgi- stund. Síðan hófst hún handa um að skoða Jóhönnu og ætlaði að taka um höfuð hennar þegar Jóhanna kipptist við. Hún var svo opin að það virkaði sem högg á höfuðið. Það var mikil reynsla að vera við þessa athöfn, sagði Sigrún. Um kvöldiö er Jóhanna og móðir hennar voru komnar í herbergi sitt, talaði Jóhanna um hversu gott fólk eigi sem ekki hafi dulræna hæfileilca, því það þurfi ekki að reyna það sama og hún. Þórunn Maggý hitti Jóhönnu í nokkur skipti, enda hafði hún sagt að það tæki tíma að loka henni, ekki væri unnt að gera allt í einu. Þegar ég fór svo suður næstu helgi á eftir, varð mér ljóst að mikil breyting hafði orðið á Jóhönnu. Þar þekkti ég aftur dóttur mína eins og hún hafði verið, og aftur var kominn glampi af hfsgleði í augu hennar. Nú hófst nýtt tímabil í lífi okkar allra. Jóhanna var ekki að fullu laus við lröfuðkvalir sínar, og nú í ágúst 1992, er hún ekki komin yfir þær þó hún sé oröin nær nítján ára gömul. Hún hefur þurft á aðstoð Þórunnar Maggýjar að húlda nokkrum sinnum, og hefur fengið mjög alvarleg köst, en það hefur einkum gerst þegar hún hefur ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem hún hefur fengið. Þetta gerist helst þegar hún lrefur eytt of miklu af orku 63

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.