Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 15

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 15
SJÓMAÐURINN 9 að loka þeim aftur. Enga aukaborgun fengum við fyrir þetta, því eftirvinna var ekki greidd í amerískum skipum, um þessar mundir. Var'ð af þessu mikil óánægja meðal skipverja og lá við uppreisn. En skipstjóra tókst að afstýra því iueð skynsamlegri og einljeittri framkomu. Heimtaði hann fullkominn aga og hlýðni ogfékk það. En eftir á slakaði hann til á þann hátt, að hann lét úthluta brennivíni í hvert sinn, er skip- verjar opnuðu eða lokuðu lestum, utan venju- legs vinnutíma. Undu þá allir glaðir við sitt. Síðasla liöfnin i Svíþjóð, sem við komum til, var Stokkhólmur. Á leiðinni út þaðan, rann skip- ið upp á grynningu, en losnaði þó af eigin rammleik og án þess að losa þyrfti upp úr þvi vörur. En nokkuð mikill leki komst þó að því. Var þó haldið áfram lil Kaupmanuahafnai’, með það fyrir augum, að fá þar kafara, til þess að skoða jjað og ákveða siðan, hvort hægt væri að halda áfram. f Kaupmannahöfn fór síðan fram skoðun á skipinu, framkvæmd af kafara. Leiddi sú skoðun i ljós, að hægt var að gera á þvi bráða- birgðaviðgerð á floti. Tók jjað um 2 daga, að gera við mesta lekann, með jjví að troða fleyg- am i rifurnar og klessa siðan tólg yfir. Að |jví húnu var gefið út bráðabirgða haffærisskírteini, ttieð ströngum fyrirmælum um, að farin yrði syðri leiðin, svokallaða. Liggur liún um Ermar- sund og suður við Azoreyjar. Mátti jíá gera ráð fyrir, að við slyppum að mestu við vond veð- Ur, jiar eð þá er farið miklu sunnar, yfir Atlants- hafið, heldur en jjegar farin er nyrðri leiðin, ]j. e- fyrir norðan Skotland og frland, og síðan heint vestur yfir Atlantshaf. Á jjessari leið má °ft vænta hinna verstu veðra á veturna; en jjar sem hún er miklu styttri en svðri leiðin, jiá er hún miklu fjölfarn ari. Orskurði skoðunarmanna i Kaupmannahöfn, 11 m að ekki jjyrfti að losa skipið og taka jiað a land til viðgerðar, fyr en vestur til Ameríku kæmi, var ekki alment fagnað um borð. Fengu skoðunarmennimir margt ójrvegið orðið á bak- Voru jjeir kallaðir ístrubelgir, fjandmenn sjó- 'nanna, mútujiegar og fleira jjaðan af verra. bak við jjetta mun hafa leynst almenn löng- 1111 skipverja um að fá dveljast i Kaupmanna- höfn i nokkrar vikur. Hftir að farið var frá Kaupmannahöfn, var hyrjað að gera upp rpikningana við skipverja, bf>nnig, að allir jieir, sem eitthvað höfðu brotið af sér, ó einn eða annan hátt, voru kallaðir fyrir skipstjóra. Voru afbrotin, ásamt refsingu, sem skipstj. hafði ákveðið, lesin upp úr leiðarbók- inni. Var um tvent að velja í þannig tilfellum, fallast á úrskurð skipstjóra og viðurkenna jjað með undirskrift sinni, eða jjá að láta málið ganga til yfirvalda siglingamálanna í Bandarikj- unum, til úrskurðar. Er sá kostur sjaldnar tek- inn, því að búast má j)á við hinum verstu mála- lokum, eða, að eins langt verði gengið og lög frekast leyfa. Harðast úti í jtessu tilliti, varð einn hásetinn, nefnilega sá, sem kom veikur um borð i Kaupmannahöfn, og áður er um get- ið. Ilafði hann verið fjarverandi án leyfis sam- tals í heilan mánuð í Evrópuliöfnum. Var liann úrskurðaður i tveggja mánaða kaupmissi, en mátti vinna af sér jiað, sem hann vildi og tím- inn leyfði yfir hafið. Er jjað venja, að gefa mönn- um kost á jjessu, og er j>að vel séð af yfirmönn- um, ef menn reynast duglegir og kappsamir á leiðinni heim, enda er tíminn j)á ekki reiknað- ur mjög nákvæmlega. Þessi maður brást vel og drengilega við jjessu og vann eins og berserk- ur á frívöktum. Þegar við vorum rúmlega hálfn- aðir yfir hafið, var honum tilkynt, að nú jjvrfti hann ekki að vinna meira af sér, og var það, sem eftir stóð, strikað út. Hann hafði þannig sýnt mikinn manndóm, jirátt fyrir alt. Þegar búið er að jafna allan ágreining, sem upp hefir komið i erlendum höfnum, er jjað venjulega ekki nefnt meira. Byrjar nú annrík- asti hluti ferðarinnar, nefnilega að hreinsa skip- ið og mála, áður en heim er komið. Þykir skamm- arlegt, að koma heim úr langri ferð með illa hirt og skitugt skip. Eru jjví allir oftast sam- taka um að vinna vel á heimleiðinni, jiótt á ýmsu hafi gengið, meðan skipið lá í höfnum. Grímur Þorkelsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.