Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 22

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 22
16 S JÓMAÐURINN Þegar lokið var við að beita, voru lóðirnar lagðar. Reru þá doriurnar út í'rá skipinu i allar áttir og voru sem næst 4 strik, eins og" sjómenn orða það, á milli þeirra. Sumar doríurnar byrj- uðu að leggja frá skipinu, en aðrar reru fyrst út og lögðu svo alveg að því. Annars fór það allt eftir því, hvernig straumar lágu i það og það skiftið. Doríuformaðurinn var alltaf i skutnum og lagði, en liásetinn reri út lóðina. Þurfti oft að taka vel i árarnar, þvi að það var illa séð, ef lagt var slakt. Lætur nærri að doríu- hásetarnir hafi orðið að róa um fjórðung mílu í hvert sinn, sem lagt var. Framan af sumri var lóðin ekki látin liggja nema i 4 stundir, þvi að þá var talið að fiskurinn væri á göngu, en sið- ar, þegar hann var lagslur, lágu þær i 6 stund- ir. Meðan lóðirnar voru í sjó, lágu flest skipin við fast. Eitt þeirra var þó jafnan á flögti á milli þeirra. Hét það Michael McKenzie og fisk- aði það oftast skipa mest. En væri vont veður voru skonnorturnar oftast á ferðinni, til þess að athuga hvernig lóðunum liði. Meðan lóðirnar lágu, héldu doriukarlarnir sig um borð í skonn- ortunni og fengust við aðgerð, eða einhvern ann- an starfa. En að 4—6 stundum liðnum héldu þeir út á ný og byrjuðu þá að draga. Hverri doríu fylgdu tvennir vetlingar og ull- arliólkar. Voru vetlingarnir notaðir við beiting- una, en ullarhólkarnir þegar dregið var. Lóðar- drættinum var hagað þannig, að annar maður- inn stóð fram í barka í doríunni og tiró línuna á rúllu, en lét liana þó jafnóðum falla niður með, kinnungnum, svo að afturi-maðurinn gæti dregið liana inn, hrist af henni beituna og hring- að liana niður i skutinn. Afturí-maðurinn inn- byrti allt, sem á lóðinni var. Væru mikil þyngsli á lóðinni, var hún dregin með lítilli handvindu. Þegar stafnbúinn varð þess áskynja, að flyðra væri að nálgast borðið, gerði hann skutmann- inum aðvart, og hagræddi liann þá ífærunni og trékeflinu, sem voru í skutnum hjá honum, svo að hann gæti skjótlega gripið til þess. Undir eins og hægt var að ná til flyðrunnar var hún dauðarotuð með trékeflinu og siðan vaðborin og innbyrt. Þannig var liver linan dregin á fætur annarri og allt hirt, sem á hana kom, en þó fyrst og fremst flyðran. Ilákarlinum var ekki einu sinni sleppt fyrr en búið var að ná úr hon- um lifrinni._ Hún var aukahlulur hásetanna. Hverjir doriufélagar áttu tunnu undir hákarls- lifrina og lagði skipið hana til. Þegar lokið var drættinum héldu doríurnar heim með fenginn. Oft bar það við, að aflinn var svo mikill, að ekki var liægt að taka hann í einni ferð. Varð því að nema staðar við að draga, þegar kænan var orðin fullhlaðin og fara heim að losa, og byrja siðan að draga á ný, þar sem fyrr var frá liorl'ið. Stundum bar það við, að afli var svo mikill, að dorían var fult lilaðin þegar búið var að draga 18 öngla, eða eina linu. Sem dæmi um slikt má geta eftirfar- andi atriðis: John Diego, sem fyrr var frá sagt, að fyrstur hefði byrjað hér veiðar af Ameríkumönnum, þótti fiska mjög vel og var talinn öllum erlend- um mönnum kunnugri á miðunum fyrir Vest- fjörðum. Þóttust menn þess fullvissir, að liann liéldi sig á einliverjum þeim slóðum, sem ekki væru öðrum kunnar og mokaflaði þar. Eitt sumar var ég á „Micliael McKenzie“. Var þá mikið aflaleysi framan af sumri, og tók þá skipstjórinn, sem liél Andrew McKenzie, það til bragðs, að sigla i kringum allt landið. Honum varð ekki ábatasamt i þessu ferðalagi, en að þvi loknu fann liann svæði það, er Diego veiddi mest á, og var það jafnan eftir þetla nefnt „Diego-spot“. Er þessi slaður um 70 míl- ur i norðaustur út af Skálavík. Var þar oft ís, en þó ekki i þetta skipti. McKenzie var nú þarna við veiðar i samtals 75 stundir, og var aflinn svo mikill, að helmingurinn af skipverj- unum varð stöðugt að vera við aðgerð. Þessi aflahrota nægði lil þess að fylla skipið og hélt það þegar heimleiðis, en þá voru mánaðaniót júlí og ágúst. Eftir það fór ég á annan sprökuveiðara og var á honum til loka. Þegar slíkar aflalirotur báru að höndum, voru óslitnar vökur hjá doríukörlunum og feykilegt langræði, þvi að margar þurfti að fara ferðirn- ar, en segl voru á fæstum doríunum. Væru ein- liverjar þeirra með segluin, urðu hásetarnir að leggja þau til sjálfir. Skipstjórarnir liöfðu sterk- ar gætur á því, að doríunum væri ekki siglt ó- gætilega. Fyndist þeim einhverjir ekki gæta hófs í þeim efnum, voru seglin tekin af þeiin orðalaust. Voru það einkum Frakkar, sein urðu fyrir slíku. Þegar illt var í sjó, var erfitl að lenda við skipið. Þegar svo stóð á, þótti því bölvað a'ð koma fyrstur að, því að þá voru þar engir fyrir til aðstoðar, nema skipstjórinn og matsveinn- inn. Væri illviðri hjálpuðust allir að við að losa fiskinn úr doríunum, en annars urðu hverjir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.