Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 20

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 20
14 S JÓMAÐURINN Á sjónum í 47 ár. í mörg ár á amerískum lúðuveið- urum, sem gengu írá DýrafirðL ■f^ÓRÐUR SIGURÐSSON, BergstaSastræti 50 hér í bænum, verður 77 ára gamall í maí- mánuði næstkomandi. Hann er enn ólrúlega unglegur og það er einkennilegt live litinn svip hann ber af æfistarfi sínu, sjómennskunni. Hann er liðlegur á velli, næstum fingerður og enginn skyldi ætla, að liann liafi eytt meirihluta æfi sinnar á sjónum og við hin erfiðustu störf. Við fyrslu sýn lítur hann út eins og uppgjafalæknir utan af landi, eða gamall kaupmaður. En máliö segir til sín. Um leið og liann mælir fyrstu setn- inguna verður maður ekki lengur i vafa um, livaða æfistarf þessi maður hefur liaft. Hann talar ómengað sjómannamál. Þórður Sigurðsson stundaði sjómennsku i 47 ár, þar af var liann í 27 ár stýrimaður, og hann hefur rétt til að sigla millilandaskipum, þó að liann hafi aldrei tekið neitt próf eða gengið á sjómannaskóla. Þetta leyfi féklc liann fyrir mörgum árum hjá stjórnarráðinu. Það er þó engin hætta á, að hann fari að keppa við hina sprenglærðu sjó- menn; liann er sezlur í lielgan stein. Nú lieyrir hann aðeins byljina berja súðina sína og sér hvitfyssandi öldurnar, þegar hann horfir út á liafið. Þórður Sigurðsson hefur reynl margt á sinni löngu sjómannsæfi. Hann hefur siglt ó allskon- ar skipum, bæði liér og erlendis, hann hefur ró- ið á smábátum og stýrt stórum skipum. Hann hefur meðal annars verið á amerískum lúðu- veiðurum, sem gengu frá Dýrafirði. Vitanlega hefur Þórður Sigurðsson komist ofl í hann krappann á sjóferðum sínum og saga hans er fróðleg. Það er líka gott að fylgjast með þegar hann segir frá, því að það gerir liann mjög skipu- lega. Hann er bersýnilega prýðilega gefinn mað- ur, enda er æltin góð. Hann og Stephan G. Ste- phansson skáhl voru systrasynir. Á amerískum lúðuveiðurum. Sjómaðurinn spurði Þórð fyrsl um starf hans á hinum amerísku lúðuveiðurum. Um það seg- ir hann þetta: Það mun hafa verið um 1886, að Ameríku- Samtal við Þórð Sigurðsson. Pórður Sigurðsson fyrv. stýrimaður. menn hyrjuðu að gera m skip Iiéðan a túöu- veiðar og var útgerðin rekin frá Dýrafirði. Ekki er mér fyllilega kunnugt bve mörg skipin voru, en þau 12 ár, sem þessi útgerð var rekin hér við land, munu þau hafa verið flest 18 að tölu. Skipin voru öll frá Glouehester, en það er hafn- arborg við Boston. Stærð skipanna var 100—150 smálestir nettó og voru þau öll með liinu ainer- íska skonnortulagi og þóttu falleg. Segl voru stór og mikil og geta menn ráðið það af því, að afturhóman var um 36 álnir á lengd og stóð venjulega % hluti hennar aftur af skipinu. Skip- in voru ákaflega vel á sig komin og báru þau al' öllum erlendum skipum, sem stunduðu veið- ar hér við land. Fyrstu skipin komu hingað venjulega um miðj- an marz, en þau voru misjafnlega lengi á leið- inni. Það þótti í frásögur færandi, að eitt skip- ið var einu sinni ekki nema lOVo sólarliring á leiðinni frá Gloucliester til Þingeyrar. Strax og skipin komu hingað létu þau í land til geymslu ýmiskonar varning, sem vitanlega var birgðir þeirra, svo sem kol, salt, veiðarfæri og matvæli. Þá komu skipin allt af með mikið af sjóverjum og gúmmístígvélum og hef ég heyrt, að fyrstu gúmmistígvélin hafi komið hing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.