Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 44

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Side 44
38 SJÓMAÐURINN En ég þekki ströndina hérna eins og minn eig- in vasa og við getum að minnsta kosti ekki drukknað nema einu sinni.“ Gamli meistarinn skipti skrotuggunni enn einu sinni uppi í sér og horfði svo um stund þegjandi á soninn. „Alh’ight, drengur minn, gerðu eins og þú vilt.“ Það var alveg eins og veðrið og sjórinn vildu rétta Hans lijálpandi liönd. Storminn lægði rétt sem snöggvast og á þessari stuttu stund tókst þessum þremur mönnum með hröðum og hár- vissum handtökum að koma hinum vatnshelda pakka fyrir borð með sterkri taug, svo að hann kom að sömu notum og venjulegt drifakkeri Síðan komu þeir upp svolitlum seglhleðli og með lijálp forsjónarinnar tókst þeim að snúa bátnum. En undir eins og þeir voru l)únir að þessu versnaði veðrið aftur og virtist nú að allt ætlaði um koll að keyra. Báturinn þeyttist yfir bylgjurnar með ofsahraða og seglsnepillinn þandist, en hvæsið í vélinni heyrðist aðeins eins og létt hvískur. Hans hafði ekki farið með nein geypiyrði við gamla manninn. „Nú þjótum við yfir Lappahrygginn,“ gamli minni, „finnurðu breytinguna?“ En Jensen gamli gat enga breytingu fundið. Honum fannst bara sjógangur vera sjógangur. „Og nú förum við yfir Svíagrunn — hezta rauðspettugrunnið við alla ströndina." En Jensen gamli gat enn enga breytingu fund- ið. Strákurinn hafði alveg slegið hann út. „Og nú kemur það allra versta“, öskraði Hans móti veðrinu, „nú erum við neyddir til að taka sjóinn á okkur þvera til að komast fyrir Katta- nesið.“ „Kattanesið,“ sagði Jensen gamli, ætlarðu að hleypa inn á Agerhyliöfn með svona löguðu drif- akkeri, drengur?“ Það varð hræðilegur hamagangur áður en þeim tókst að komast fyrir Kattanesið. En þá voru þeir lika komnir i hlé, á svo að segja kyrr- an sjó. Nú læddust þeir hljóðlega i áttina lil lítils ljóss, sem sýndi Agerbyshöfn. Kyrrðin var svo mikil eftir hin miklu læti, að þeir heyrðu tístið í úrunum sínum. Þegar þeir höfðu bundið hátinn fastan inni á höfninni byrjuðu þeir allir að hisa við að draga pakkann úr sjónum. Ef einhver hefði ver- ið nálægt þeim, hefði sá hinn sami heyrt þessa þrjá gentlimenn bölva í hljóði og fundið sterka lykt af fyrsta flokks koníaki. Veðurofsinn hafði verið of mikill fyrir hina 18 litra og koníak drepur í gegnum segldúk, þó að þéttur sé. Þetta var hræðilegt! 18 lítrar af fyrsta flokks frönsku koníaki! Og eins og til að undirstrika óhamingju þeirra og sorg heyrðist vel þekkt rödd kalla til þeirra uppi af liafnarbakkanum: „Halló, drengir mínir. Gleðileg jól! Ilvað á þetta ferðalag að þýða? Það er ekki venja að fara út til að bjarga netum sínum á sjálft jóla- kvöldið.“ Kalt vatn rann þeim á milli skinns og hör- unds. Þetta var Jarner tollþjónn. Starfssvæði lians var einmitt Agerbyhöfn. —- Þessi l)ölvaði pakki. Scm belur fór var enn myrkt af nóttu. En það var svo sem ekki gott að segja, hvort .Tarner myndi leggja trúnað á saklausar siglinga- ferðir í svona veðri á sjálfa jólanóttina. „Nei, .Tai-ner,“ svaraði .Tensen gamli, „við höf- um ekki stundað netaveiðar síðustu vikuna. Við fórum út að nesi síðdegis í gær, meðan Trína sauð jólagrautinn, og við komumst í hreinustu vandræði með að halda okkur ofansjávar. Ég vildi halda út á hið opna haf, en Hans var reyndari en faðir hans. Eins og þér sjáið, hef- ur hann skilað okkur heilum á liúfi í land — og ég hafði þó sannarlega húizt við þvi, að ég myndi ekki framar eiga þess kost að stíga fæti mínum á jörðina. En þetta fór alll hetur en á Iiorfðist. Gleðileg jól! Jarner.“ Meðan .Tensen gamli flutti þessa ræðu hafði Hans og Pétri tekizt að láta hinn hættulega pakka siga hljóðalaust niður i sjóinn aflur. Þar lá hann nú sterklega bundinn við stýriskrókinn með tveimur böndum. Feðgarnir skriðu nú upp á bakkann og það létti yfir þeim, þegar .Tarner, að því er virtist, án ]>ess að gruna þá um græsku, sagði mjög þýð- lega: „Það er vist áreiðanlegt, að þið hafið komizt í hann krappann i nótt. Nú verðið þið að koma lieim með mér og taka úr ylckur hrollinn. Það er hlýtt og bjart í stofunni heima.“ En þeir mótmæltu allir þrír. Þeir sögðust vilja fara heim. Þeir voru ekki alveg ósmeykir. Þarna stóðu þeir, illa á sig komnir og soltnir —■ og þó var það verst af öllu, að þeir fundu, að þeir höfðu brotið af sér við lögin og yfirvöldin —- og nú var þeim l)oðið heim í stofu þess yfir- valds, sem þeir óttuðust mest. Auk þessa var svo

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.