Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 35

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 35
SJÓMAÐURINN 29 heimsstyrjöldinni, og voru lil þess notaöir flug- bátar, sem komið var fyrir á þilfari skipsins, en settir á flot, þegar þeir áttu að liefja sig til flugs. Þar eð þessi aðferð þótti óhentug, var hún fljótlega endurbætt þannig, að flugvélunum var skotið eftir rennibraut (svonefndri ,,catapult“) út frá skipinu, svo að þær gátu hafið sig til flugs, án þess að snerta sjóinn. Þessi aðferð er enn notuð í öllum beitiskipum, sem liafa flugvélar meðferðis. En sá er hængur á við báðar þessar aðferð- ir, að flugvélarnar verða að seljast á sjóinn, til ]iess að hægl sé að laka þær um borð aftur. Þessi galli leiddi til þess, að menn reyndu aðra leið, nefnilega að byggja stóran pall á skipin, sem þá mátti nota sem eins konar flugvöll. Og með svona palli, sem tekur yfir þvert og endi- langt skipiðí er öll nýju flugvélaskipin byggð. En til þess að hafa pallinn sem stærstan og bezt- an, varð að flytja liæði siglutré, stjórnpall og reykháf skipsins alveg út í aðra hlið þess, svo að skipin verða mjög sérkennileg að útliti. Flugvélar þær, sem flugvélaskipin hafa um borð, eru því landflugvélar, og að mestu leyti útbúnar sem venjulegar flugvélar í landi, eða með sprengjum og vélbyssum. Sumar tegundir þeirra geta ])ó haft tundurskeyti meðferðis, sem nær nota þá á sama hátl og tundurspillar eða kafbátar. Vélbyssan, sem kom öllum að óvörum fyrir 25 árum. Auk þeirra vopna, sem notuð eru i sjóbern- nði, og talin eru hér að framan, er þó eilt, sem vert er að minnast á i þessu sambandi. Þella vopn er vélbyssan, sem ég býsl við að flestir hafi Iieyrt getið um. í eðli sinu er vélbyssan ekki annað en sjálf- vh'kt skotvopn, þ. e. a. s. byssa, sem getur lilað- ’ð sig sjálf og þvínæst ldeypt skotinu af, —- og haldið þannig áfram cins lengi og skotfærin endast, Kosturinn við þessar byssur er því sá, nð skyttan þarf ekki annað en að miða byss- l|nni, og svo getur skothraðinn orðið meiri en yið nokkra handlilaðna byssu. Auðvitað verður skotfærac}rðslan með þessum verkfærum mjög niikil, þvi margt skotið fer út i veður og vind. °n ])egar timinn er naumur, eins og t. d. þegar skotið er á flugvélar, þá er oflast eyðslan tal- ’n aukaatriði. Eiginlega má segja að vélbyssan, sem upp- finning, sé mjög gamalt vopn, því að á síðustu öldum hafa livað eftir annað komið fram snjall- ar tilraunir í þá átt, en það, sem þær allar strönduðu á, var tæknin. Á þeim tímum liöfðu menn Iivorki tól né aðra aðstöðu lil þess að smíða jafn vandasaman og hár-nákvæman grip, eins og vélbyssan er. Til dæmis má geta þess, að sé skotið aðeins örlítið of langt eða lítilshátt- ar beyglað eða skakkt — og það minna en aug- að fær séð —, þá stöðvast byssan undir eins. Þess vegna var það ekki fyrr en um síðustu aldamót, að mönnum tókst að búa til vélbyssu, sem hægt var að reiða sig nokkurn veginn á. í heimsstyrjöldinni sýndu þessar byssur hvers virði þær voru, og nú eru þær aftur í fullum gangi, — fullkomnari en nokkru sinni fyrr. Allir, sem hleypt hafa af byssu, vita, að hún „slær“ um leið og skotið ríður af. f vélbyssun- um er það einmitt þessi kraftur, sem notaður er til ]>ess að balda byssunni í gangi. Það skeð- ur þannig: Um leið og skotið ríður af, og blaup- ið, sem er laust, kippist spölkorn til baka, þá kastast tóma liylkið út. Síðan þrýstir stálfjöður hlaupinu fram aftur, en á leiðinni rennur nýtt skot inn í ])að, sem svo ríður af um leið og hlaupið er komið alveg fram, — og þá endur- tekur sagan sig aftur. Hlaupvidd minnstu vélbyssanna er 8 mm., en binna stærri allt að 10 mm. Um skothraðann er það að segja, að hann er mestur fyrir minnstu byssurnar, eða alll að 200 skot á mínútu. Á meðan vélbvssan er i gangi, bitnar hún mjög fljótt, og er því ofl útbúin með kælivatni eða loftkælingu, en þrátt fyrir það verður þó ofl að skipta um hlaup eftir mjög stutta skot- hríð. Skiftin taka þó ekki nema ca. % mínútu. Varnirnar segn drápstækjunum. Hingað til hefur aldrei neitt hernaðartæki verið fundið upp, án þess að ekki hafi undir eins verið farið að lmgsa um heppilegustu varn- irnar gegn því. En þó hefur það yfirleitt farið svo, að varnartæki síðai-i alda hafa verið lé- legri en hin, enda sýnir hin gamla hernaðar- regla: „offence is the best defenee“ (sóknin er bezta vörnin), það berlega. Gegn fallbyssukúlum finnst aðeins ein vörn, og það eru þykkir og sterkir veggir. Um borð í herskipum eru þvi hliðarnar, byssuskýlin, stjórnpallurinn og fleiri áríðandi staðir, oft mjög vandlega varðir með þykkum stálplötum, — svonefndu „panser“. En vegna þess að þessi þykka húð er bæði geypidýr og gerir skipin mjög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.