Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 18

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 18
12 SJÓMAÐURINN spurði um jíað frá hverjum hún væri, allir vissu það, — hún var frá honuin. í þrjá vetur hafði hann setið með vasalmífinn sinn og skorið út hvalstennur, smíðað jierlu eftir perlu, samtals hundrað perlur, þær iiafði hann þægt aftur og aftur með sandpappír, lagt þær í sólarhitann í glugganum, svo að þær yrðu hvítar, — og svo loksins smiðað krossinn, litla listaverkið, sem prýddi hrjóst liennar. Skyndilega reis presturinn á fætur. Með svefn- litlum nótum liafði heyrn hans orðið skarpari og næmari. Ilann gengur til ungu stúlkunnar og segir á grænlenzku í hálfum hljóðum: „Kraja, krajapalupok — Ég held að ég heyri í kajak“. Ellen var næstum húin að missa bakkann, en frúin tekur við honum og Ellen gengur Iiljóð- lega út úr stofunni. Læknirinn stendur upp og segir eins og við sjálfan sig: „Jæja, þá fer ég heim með vorinu.“ En úti við ströndina, þar sem áin rennur úl i sjóinn, á vzta nesinu, stendur Ellen og lilust- ar. Það er hann, það er áreiðanlegt, liún þekk- ir áralagið hans, eins og það væri hjartaslög hennar sjálfrar. Það er Uvdloriak — Stjarnan — og á klettinum, á yzta nesinu, stendur „Litla hvíta blómið“. Hugurinn hverfur aftur til þoss tíma, þegar hún var á leiðinni til Grænlands fyrir þremur árum. Hann var með á skipinu, ungi Grænlend- ingurinn, i fjögur löng ár hafði liann lesið verzl- unarfræði í Danmörku og á hverjum degi hafði sál hans leitað til landsins, þar sem snjórinn glitraði og kyrrðin rikti. Nú var náminu lokið. í vasanum geymdi hann skipunarbréfið um að hann skvldi taka við stjórn litlu nýlendunnar í Nanortalik. Með barkskipinu „ThorvaIdsen“ fór hann heim og með sama skipinu fór Ellen. Ó, hvað hún man vel eftir því öllu saman, aðdáun hans, augum hans, sem lýstu eins og ísinn á firðinum i glampa tunglskinsins, virðingu hans, umhyggju lians, þegar hún varð sjóveik, hug- rekki lians, þegar þau voru að því koniin að reka á land, ])egar hann grcip stýrið og stýrði öruggur inn fjörðinn, lians eigin fjörð. Henni fannst það ótrúlegt, að hún ætti eftir að hinda sig hinu hrjóstruga og kalda landi, með is or* snjó, mvrkri og kulda — og þó gat hún ekki slitið sig lausa. Ni'i hafði hann sent henni jóla- gjöfina og skrifað henni, að húsið heima í Nan- ortalik væri tilbúið, og ef hún vildi fara með honum, þá átti hún að vera með feslina um hálsinn á aðfangadagskvöldið — annað þ}rrfti ekki. Iiún hafði háð mikla baráltu við sjálfa sig — og nú stóð hún þarna og horfði móti stjörnubjörtum himninum. „Uvdloriak“, sagði hún hægt, svo skreið kajakinn upp í sandinn og djúp, hljómfögur rödd sagði: „Nasunguara", — elsku litla hlómið mitt. Svo steig hann upp til hennar, lagði aðra höndina varlega á öxl henni, benti upp á móti himninum og sjá: norðurljósin skiptust, þeytt- ust logandi og titrandi yfir himinhvolfið. „Þetta þýðir hamingja“, hvíslaði liann. Svo tekur hann hana í faðm sér og gengur með hana í fanginu upp á móti hinu upplýsta húsi. Þarna inni situr hver og einn með sínar eigin hugsanir. Dyrnar opnast og þau tvö lcoma i ljós: Grænlendingurinn og danska ungfrúin. Kona ný- lendustjórans rís á fætur og faðmar Ellen, þær eru háðar næstum kjökrandi, en nýlendustjór- inn segir: „Nú verðum við að dansa kringum jólatréð; mainma, taktu í höndina á mér og hinni i liönd læknisins, læknirinn lekur í hönd prestsins og Ellen og Uvdloriak, en sle])pið ckki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.