Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 54

Sjómaðurinn - 01.12.1939, Blaðsíða 54
48 SJÓMAÐURINN meti nýtt, svo sem ýsa, ýsuhausar, lifur, hrogn og kútmagar, sem einu nafni nefndist slóg, nema ýsan, enda var hún seld með sérstöku verði, og þó þarna væri vitanlega um misjafna stærð ýsunnar að ræða, var hún þó ávallt sama óviðjafnanlega „Bakkaýsan“ og var seld „holt og bolt“ eða til uppjafnaðar á 10 — tíu — aura hver ýsa, eða 20 aura spyrðubandið, liversu stór sem hún var, enda var hún nijög jöfn að stærð, og sást naumast smá-ýsa eða nein minni en kurl- ýsa. Meðalvigt ýsunnar var um 7—8 pund, og margar eða jafnvel flestar meira, allt að 12 pundum. Venjulegt var, að 9 ýsur liertar færu i fjórðunginn, og var hann seldur á hálfaaðra krónu. Blaut Bakkaýsa var oftust borguð i peningum, smjöri, tólg og skinnum. Slógið aftur á móti með ýmsum þeim vörum, er ég áður nefndi, og þóttu viðskipti hessi háðum aðiljum hagkvæm og ánægjuleg. Ysuhausar og dúfur voru látnar í uppbót á viðskiptin og ómælt eftir þörfum, enda mikið gefið af því og jafnvel enn meira sent vinum ogkunningjum i sveitinni, sem nokk- urskonar endurgjald, fyrir góðar viðtökur, svo og vinagjafir. Þá hef ég tekið flest það fram, sem „matar- seðlinum“ við kemur, en hafi ég gleymt ein- hverju, má vera að ég viki að þvi siðar, til um- hóta eða leiðréttingar. Þá er næst að geta um annan úthúnað til vers- ins, og er þá fyrst að minnast á skinnklæðin. Sérhver sá, er sjó stundaði á vertiðinni, þurfti að hafa: 2 leðurbrækur, skinnstakk, sjóskó, sjó- hatt, tátyllur, tvenn pör af leðurskóm og venju- lega bryddaða skó „til spari". Skal ég nú lýsa tilbúningi hvers þessa fyrir sig. Skinnbrækurnár. Til þeirra voru venjulega valin væn og stór kálfsskinn, hrosshúðir (þó ekki lirygglengjan) eða þá sauðskinn, svo væn og stór sem kostur var á, með kálfsskinni i set- skauta. Öll voru þessi skinn vel lituð úr eirlegi eða blásteinsvatni, ýmist rökuð eða rotuð, með lituðum helmingum i leistana og góðu mið- seymi, og voru hrækurnar saumaðar með góðu taalhári, svo vel, að öruggt væri, að þær lækju ekki. Hemingarnir í leistana eða sólana voru margbarðir á steini, með grjótsleggju eða hamri, svo þeir yrðu lungamjúkir og voðfelldir, og því hægara að mvnda þá eftir fótlagi þess, er Jiota átti. Stundum var ein slik hrók látin nægja og sauðskinnabrók til uppbótar eða vara, en það þótti ekki heppilegt að brókin væri ein, nema hirðusamir menn ætti hlut að máli, þvi skinn- klæðin þurftu góða hirðingu og var það mjög misjafnt, hve menn létu sér annt um hana. Miðseymið, sem notað var i öll skinnldæði, var voðfellt sauðskinn, eða jafnvel lambsbjór- ar; það var sniðið í lengjur og hrett saman með einu broti hver lengja, í hvert miðseymi voru hafðar 2 eða 3 lengjur, og hrókin svo saumuð úthverf. Þegar henni var svo snúið um og lok- ið var við að sauma hana, komu brotin á lengj- unum i ljós á rétthverfunni. Nálin, sem saumað var með, var lík skónál í laginu, en miklu lengri, með ílöngu auga, og þess gætt, að saumþráður- inn (úr taglhári) fyllti vel út í augað (auga- fvlli) og var livert saumfar vel hert, en fyrir þvi var stungið með saumsýl eða al. Þess var gætt, að hafa brækurnar hæfilega viðar og há- ar; væri þær vel hirtar, stóð ekki á þeim vatn, og vel saumaðar brækur láku ekki. Við hrókar- saumið var erfiðasl að ganga vel frá liælsaum- unum og setskautatotunum á hvorri skálm, og voru því oft valdir til þess góðir „skinnklæða- menn“ að sauma hrækur. Það j)ótti vel unnið og sæmilegt afrek, að sauma einci skinnbrók á dag, og gerðu ])að eigi aðrir en góðir ,„skinnklæðamenn“. „Gosi gamli", faðir Sigurðar foringja j)eirra Kambránsmanna, saumaði Jir jár brælmr á einum degi, herti hann svo inn úr hinni fyrstu, að hilin flest hrustu und- an saumþræðinum, og varð j)ví hrókin ónotliæf; önnur brókin revndist hæfilega hert og nýttist vel, en við síðustu og þriðju brókina var „Gosi“ þrotinn svo að kröftum, sökum viðureignar sinn- ar við hinar brækurnar, að hún var óhert með öllu og hriplek. Skinnstakkar. í boðanga og bak voru valin góð sauðskinn, en i ermar þunn ærskinn eða góð lambskinn, og voru þau öll eir- eða hlá- steinslituð. Til voru tvenns lconar skinnstakkar: hempustakkar og laskaskinnstakkar; laskinn var framhald af erminni og náði i breiðri totu upp að hálsmálinu. Stundum voru lamhshelgir ein- ir og heilir hafðir i ermar. Um hálsmálið voru höfð voðfelld skinn, sem fóru vel að hálsinum. Fremst á ermunum voru hrosshárslindar, erm- in hrett saman að framan og henni vafið — oft hlautri og helkaldri (þ. e. þegar í róðrum stóð) um beran handlegginn eða úlfliðinn og lindan- um siðan vafið vandlega um og enda hans hrugð- ið undir umvafið, en aldrei hnýtt. Var jætta gert — að vefja um beran úlfliðinn, en ekki pevsuerm- ina — til þess að síður væri hætt við afrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.12.1939)
https://timarit.is/issue/332115

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.12.1939)

Aðgerðir: