Árroði - 01.04.1935, Qupperneq 7
Á R R 0 Ð I
um guðs þeirra, og andaðist með
sæmd í iiárri elli, 110 ára.
Pjóðin hvíldist svo í friði um
nokkurt skeið hin síðust.u ár æfi
hans. En eftir fráfall hans fór að
koma sundrung þeirra á meðal
með afguðadýrkun, og svo ófrið-
ur við nærliggjandi þjóðir, frá
þeim útreknar, er þeir sífelt áttu
í höggi við, og urðu oft illa úti.
En ætíð, þegar þeir iðruðust af-
brota sinna og snerust fyrir al-
vöru til Guðs síns, uppvakti hann
ætíð einhvern öruggan fyrirliða
meðal þeirra þeim til frelsis.
Eftir alla baráttuna, mótstöðu
Gyðinga, þrautirnar á leið yfir
eyðimerkur, fjöll, vatn og firn-
indi, og eftir að hafa barist við
harðsnúnar, heiðnar þjóðir, er
fyrir voru í landi þeirra, og sem
þeir þurftu að ryðja úr vegi —
sigruðu þeir dásamlega fyrir að-
stoð Guðs þeirra og öruggleik
fyrirliðanna, hinna guðinnblásnu
spámanna.
Tímabil það, er nú byrjaði, er
nefnt Dómaratímabil. Einn af
þeim og hinn síðasti þeirra, var
mikilhæfur maður og réttlátur
að nafni Samúel. Móðir hans hét
Anna, og var mjög guðrækin
kona, og eignaðist hún Samúel
einan barna á sínum fullorðins-
árum.
Hún færði son sinn ungan í
musteri Drottins, eins og siður
var, og offraði í musterinu Guði
til lofs og vegsemdar fyrir gjöf-
ina, soninn unga. Henni fórust
orð á þessa leið:
Um þennan svein bað ég, og
Drottinn veitti mér mína bæn,
er ég bað hann um, og ég gef
Drotni inínum hann, Samúel, alla
hans Iífdaga. Og sveinninn dvaldi
löngum í musterinu og ólst þar
upp undir umsjón hinna æðstu
presta og fékk þar guðlegar opin-
beranir frá hinum alvalda Guði.
Og þegar hann komst upp, varð
hann, eins og áður er greint,
dómari lýðsins, og varð gamall
maður. Og þegar búist var við
að dauði hans færi að nálgast,
safnaðist lýðurinn saman til lians
og sögðu til hans: Settu oss nú
konung, er dæmi oss að sið allra
þjóða.
Pessi orð mislíkuðu Samúel.
Samt bar hann bón þeirra fram
fyrir Drottin, og Drottinn sagði
til hans: Gegn þú rödd fólksins
i öllu, sein þeir tala, því ekki
hafa þeir útskúfað þér, heldur
mér, að ég skuli ekki vera kon-
ungur yfir þeim, og hann lét
Samúel útvelja þeim konung,
ungan og fríðan rnann af Benja-
míns ættkvísl.
Hann var hár maður vexti,
höfði hærri en allir aðrir meðal
þjóðarinnar. Pennan mann smurði
Samúeltil konungs, og hann varð