Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 17

Árroði - 01.04.1935, Blaðsíða 17
ÁRROÐI sif því, hversu sárpurfandi hann sr fyrir Guðs orð, ef hann á að geta gripið pá æðri opinberun, sem það inniheldur. Ef sá lærði er upphrokaður af sínum eigin vísdómi, þá raun það verða hulið fyrir honum, sem er opinbert einfeldningnum. En sé þar á móti auðmýkt sameinuð lærdóminum, þá er hann að vísu þénanlegur til að upplýsa það, sem í Bibiíunni er þungskilið og ekki getur öðruvísi verið, fyrir þá orsök, að hún er svo gömul bók. En hennar eiginlega innihald getur þó hver guðlega sinnaður leikmaður skiiið, alt eins vel og sá lærði, þvi þetta er oss ekki opinberað af mannlegum vís- dómi, heldur af Guðs Anda. Sá lærði getur sagt oss ýmis- legs um sólarinnar ásigkomulag, hvað langt hún er frá jöiðurini o. s. frv., en sá einfaldi getur, eins vel og hann, haft leiðarvísir af sólarinnar birtu og endurnærst af hennar hita. Bannig geta þeir lærðu einnig sagt oss mikið uui það tungu- mál, uin þá tíma og staði, á hverjum þær heilögu bækur Ritn- ingarinnar eru skrifaðar, sem þeir ólærðu ekki vita né skilja. En það orð hins eilífa lífsins, sem Ritningin inniheldur — þessi unaðarsól — getur alt eins vel 17 sent sína blessunarríku geisla fDn í sálu hins einfalda, sem hins lærða. Sá höfuð-eiginlegleiki, sem all- ir þeir, er lesa Bibliuna, lærðir sem ólærðir, þurfa að hafa tji að bera, ef Guðs orð á að verða þeim til uppbyggingar, er þegs vegna auðmýktin. — Hana heimtaði Jesús af öllum sínutn tilheyrendum, (t. d. hjá Matth- 11, 25). Og hana heimtar Biblíln enn nú af öllum þeim, sem haua lesa. Og hvert sem vér spyrjum: Hver hefir gefið oss Biblíuna — eður: til hvers er hún oss geíim, þá sjáum vér strax, að auðmýkt- in er sá fyrsti og nauðsynlegasti eiginlegleiki hjá þeim, sem lesja hana; því hún er sá skilmáli, :Ti> hvers vér ekki getum haft ' A sonarlegu trú á Guði og hans orðum. Sá lærdómur, sem Biblían inni- heldur, er ekki af mönnum upp- fundinn, heldur er hann oss opin- beraður af Guði. Hann er það, sem hér talar til vor og kunn- gjörir oss sín föðurlegu ráð til vorrar sáluhjálpar. Uui þetta höfum vér Guðs eig- in vitnisburð, þegar hann opin- beraði sig oss í Jesú Kristó, því að Guð var í honum, talaði og verkaði með honum þannig, að hans orð voru Guðs orð og hans

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.