Árroði - 01.04.1935, Síða 48

Árroði - 01.04.1935, Síða 48
48 Á RROÐI Léttu af mér ölluin áhyggjuin og 8orgum pessa lífs, og losa pú hjarta mitt við heimselsku og eigingirninuar syndsamlogu fjötra, svo ég varpi allri minni áhyggju upp á þig og biðji pig helzt um hin andlegu og eilífu gæði. Styrktu mig til að tilbiðja pig með réttum anda í Jesú nafni. Amen. Skilað kveðju frá presti til sóknarbarna hans í stökum. Kveðju Guðs og sína sendir, sú er breytni lærdómsrík, háverðugur hernpu bendir, herrans pjónn í Grindavík. Heiti Brynjólfs höldar kenna, hann Magnúsar niður er. Stáls öflugum stýrir penna, stórvirkur í hendi »ér. Helgan boðskap bað mig bera börnum Drottins höfnum í, pau og biður varfær vera, vél pó bruggi Satans pý. Fyrir sér peirn bauð að biðja, á bylgjum sjávar, hafs við strönd, hann, sem burt kann hættum ryðja, og himin skapti, vötn og lönd. Heilir lifum, heilir aftur hittumst vér á fagnaðs stund. Guð sé rneð oss, göfgi kraftur, gleðji hann oss í vöku’ og blund. Lifi allra lýða ættir, ljóss af föður verndaðar. Ljóða ræða líka hættir, lamað mitt er dvergafar. Ásm. Jónsson. Dýpstu rökin. Jesús fæddist, Jesús dó, Jesús uppreis, Jesús lifir! Til himna sté með helgri ró, hafinn líf alt jarðneskt yfir. Huggara sendi helgan niður, lreimi fyrir jafnan biður. Ásm. Jónsson. Andvarp. Ó, pú helga ástarlind, endurnæring hreldra lýða. Tung mig beygir sekt og synd, send pú mér pinn anda blíða, angurpjáðri sál er svali, og sáttarorð af himnum tali. Velkist ég í hálum heim, harms og kvíða fjötrtnn seldur. Hjarta mitt frá himingeim helgur vermi kærleikseldur. Himnafaðir, hjálp mér veittu, hrygðarskúr í fögnuð breyttu. Prentsm. Viðey.

x

Árroði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.