Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 2
2 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMFYLKINGIN lagði fram tíu liða að- gerðaáætlun fyrir Sjálfstæðisflokkinn um helgina. Áætlunin átti að móta störf rík- isstjórnarinnar fram að kosningum í lok maí. Heimildir Morgunblaðsins herma að sama áætlun verði lögð fyrir vinstri græna í stjórnarmyndunarviðræðum. Texti plaggs- ins fer hér á eftir: 1. Fylgt verði efnahagsáætlun ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og framkvæmd hennar styrkt með fram- kvæmdanefnd undir forystu formanna stjórnarflokkanna. Jafnframt verði komið á fót upplýsingamiðstöð sem tryggi greiðari miðlun upplýsinga til almennings um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta afleiðingum bankahrunsins. 2. Gerðar verði breytingar á stjórnarskrá hvað varðar fullveldi og auðlindir þjóðar. Jafnframt verði lögð fram tillaga um stjórnlagaþing, sem verði kosið til sam- hliða þingkosningum. 3. Skipt verði um yfirstjórn Seðlabanka Ís- lands. Lögum um Seðlabanka Íslands verði breytt með þeim hætti, að yfir bankanum sé einn bankastjóri, skipaður út frá alþjóðlegum hæfniskröfum, og að komið verði á fót peningastefnuráði sem fari með ákvarðanir um beitingu allra stjórntækja bankans, þ.e. stýrivaxta, bindiskyldu og lausafjárreglna. Nefnd verði skipuð um endurskoðun peninga- málastefnu Seðlabanka. 4. Skipt verði um yfirstjórn Fjármálaeftir- litsins. 5. Sett verði lög sem tryggi niðurfærslu veðskulda að greiðslugetu óháð veðstöðu láns, bæti réttarstöðu skuldara við upp- haf og lok gjaldþrotaskipta, m.a. með af- skrift þeirra skulda sem ekki fást greiddar. Búsetuöryggi þeirra fjöl- skyldna sem missa íbúðarhúsnæði við gjaldþrot og nauðungarsölu tryggi lág- marksröskun á stöðu og velferð fjöl- skyldunnar. 6. Stofnaður verði Bjargráðasjóður heim- ilanna til að standa straum af björgunar- aðgerðum í þágu heimila í landinu, sem m.a. feli í sér aðgerðir til að lækka greiðslubyrði almennings. Leitað verði leiða um fjármögnun sjóðsins sem feli í sér aðkomu auðmanna, sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins og tímabundið viðlagagjald sem leggist á þá sem hafa háar tekjur. 7. Ákveðnar verði aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja í nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Áhersla verði lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, fjölgun starfa, endurmenntun, úrbætur á námslána- kerfinu o.s.frv. Jafnframt komi fulltrúar ríkis og sveitarfélaga með viðræðuum- boð að vinnu með öðrum aðilum vinnu- markaðarins um stöðu og horfur í efna- hags- og kjaramálum, opinberum fjármálum, velferðar- og skattamálum. 8. Gripið verði til markvissra aðgerða í bankakerfinu til að tryggja þjónustu við skuldsett fyrirtæki. 9. Breytingar verði gerðar á skipan ráð- herra og ráðuneyta. 10. Kosningar til Alþingis verði haldnar 30. maí 2009. Samhliða þingkosningum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um aðild að Evrópusamband- inu. Samfylkingin setti tíu skilyrði  Samfylkingin lagði fram tíu liða áætlun fyrir Sjálfstæðisflokk um helgina  Sett sem skilyrði fyrir áframhaldandi samstarfi  Sama áætlun verður lögð fyrir vinstri græna í væntanlegum viðræðum „VIÐ erum ger- samlega tilbúin í alvöruviðræður þegar þær fara í gang,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, for- maður vinstri grænna, að lokn- um fundi með flokksstjórn sinni seint í gærkvöldi. „Við erum sam- mála um það sem við ætlum að leggja á borðið, höfum farið yfir málefnaáherslur og okkar nálgun.“ Inntur eftir því hvort meiri líkur séu á þjóðstjórn eða minni- hlutastjórn vinstriflokka segir hann ásakanir milli Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar ekki benda til þess að aftur gangi saman með þeim flokkum auk fleiri í þjóðstjórn. „Við værum tilbú- in til að skoða báða möguleikana en við tökum líka mið af því hvernig málin eru að þróast. Fyrst og fremst viljum við að það sé farið í það sem raunhæfast er og skilar fljótt ár- angri.“ Hann segir engar viðræður hafa verið milli sín og formanns Samfylk- ingarinnar í gær og ekki hafi verið samið um neitt. „En kvöldið er ekki liðið og það getur verið að menn tali saman í síma. Það yrði þó aldrei ann- að en eitthvert óformlegt spjall.“ Steingrímur segist eiga von á því að hratt gangi saman með mönnum þegar formlegar viðræður hefjast. „Auðvitað er þetta ekki klukku- tímaspursmál og menn mega ekki kasta til höndum. En það er almenn skoðun að þessari óvissu verði að linna sem allra fyrst.“ Katrín Jakobsdóttir, varafor- maður VG, sagði fyrir flokksstjórn- arfundinn í gærkvöldi meiri líkur á að mynduð yrði minnihlutastjórn með Samfylkingu með stuðningi Framsóknarflokks. „Manni finnst líkurnar á þjóðstjórn hafa minnkað eftir meldingarnar milli formanna fyrrverandi stjórnarflokka.“ ben@mbl.is Tilbúin í alvöru- viðræður Vinstristjórn lík- legri en þjóðstjórn að sögn forystu VG Steingrímur J. Sigfússon Katrín Jakobsdóttir Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ALLS voru 33 einstaklingar hand- teknir í mótmælunum sem hófust sl. þriðjudag, með setningu þings eftir jólafrí, og lauk í gær með falli ríkis- stjórnarinnar. Flestar voru handtök- urnar á fyrsta degi mótmælanna, en þá voru 28 teknir höndum. Fimm til viðbótar voru svo handsamaðir að- faranótt mánudags vegna skemmd- arverka sem unnin voru við Seðla- bankann í kjölfar mótmælanna þar á sunnudagskvöldið. Rannsókn enn í gangi Friðrik Smári Björgvinsson, yfir- maður rannsóknardeildar lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir einhver málanna hafa verið afgreidd með sektargerð strax eftir handtöku, en flest verði afgreidd með öðrum hætti. „Það fólk hafnaði sátt og málið fer þá sína leið í gegnum kerfið,“ seg- ir Friðrik Smári. Rannsókn stendur þá enn yfir vegna árásarinnar á lögreglumennina tvo sem grýttir voru með gangstétt- arhellum, sem og íkveikjutilrauna í Alþingishúsi og Stjórnarráði. „Það er verið að fara yfir myndbönd, en eng- inn hefur enn verið handtekinn eða kallaður í yfirheyrslu,“ segir Friðrik Smári. „Það má þó búast við að fólk verði kallað til yfirheyrslu og það svo kært, eða eftir atvikum fari málin til ríkissaksóknara til ákvörðunar.“ Eggjum, hveiti og mjólkurvöru var á fyrstu dögum mótmælanna grýtt í byggingar og lögreglu af miklum móð þó að slíkt brjóti í bága við lögreglu- samþykkt. Er skemmst að minnast átaks lögreglunnar í miðborginni um helgar þar sem fólk var sektað fyrir að kasta af sér vatni eða henda bjór- dósum. Friðrik Smári segir lögin vissulega gilda líka við þessar að- stæður, en forgangsröðunin verði önnur. Hildigunnur Ólafsdóttir afbrota- fræðingur segir matvælakastið þá fá aðra merkingu í því andrúmslofti sem ríkt hefur. „Sá sem hefur verið að henda eggjum í Alþingishúsið undan- farið lítur þannig á málið að hann sé þátttakandi í pólitískri hreyfingu,“ segir Hildigunnur. „Fyrir ári hefðu slíkar aðgerðir verið einstaklings- bundnar.“ Samfélagið virðist deila þessari sýn mótmælandans. „Sam- kvæmt þeim takmörkuðu upplýs- ingum sem við höfum úr skoð- anakönnunum styður stór hluti fólks aðgerðir af þessu tagi.“ Mörkin liggi þó við að ráðist sé á fólk og bendir Hildigunnur á nýleg mótmæli í Grikklandi máli sínu til stuðnings. En þar færðist harka í leikinn eftir að lögregla virtist eiga þátt í dauða unglingspilts. „Mér virð- ist vera svipaður háttur á hér.“ Orðið hugarfarsbreyting Að sögn Friðriks Smára hafa þeir sem andvígir eru ofbeldi líka verið einkar áberandi í mótmælunum frá því að upp úr sauð aðfaranótt fimmtu- dags. „Ég held að það hafi orðið tals- verð hugarfarsbreyting almennt frá því að til þessara átaka kom þá um nóttina,“ segir hann. „Það er eins og fólk hafi áttað sig á alvöru málsins.“ Hildigunnur segir hávaðamótmæl- in líka hafa reynst henta íslenskum almenningi. „Það skaðar engan þegar fólk kem- ur saman og lemur í potta og pönnur. Eignaspjöll af því eru líka engin, en hávaðinn og sýnileikinn er aftur á móti slíkur að hann á ekki að fara framhjá þeim sem maður er að mót- mæla. Þetta eru því mótmæli sem mjög margir virðast geta fellt sig við.“ Morgunblaðið/Júlíus Á vaktinni Það reyndi efalítið verulega á þolrif lögreglumannanna sem staðið hafa vörð um Alþingishúsið og aðrar byggingar í mótmælunum sl. daga. Sátt um hávaðamótmæli?  Mótmæli sem byggjast á hávaða og sýnileika sögð henta íslenskum almenningi vel  33 handteknir í mótmælunum  Árásin á lögreglumennina enn í rannsókn Hvaða forsendur voru gefnar fyrir handtökunum? Í flestum tilfellum var fólkið hand- tekið vegna brota á 3. grein lögreglu- samþykktar Reykjavíkurborgar. En þar segir að uppþot, áflog og óspekt- ir eða önnur háttsemi sem raski alls- herjarreglu megi ekki eiga sér stað á almannafæri. Hvaða afgreiðslu fá mál þeirra sem voru handteknir? Einhver málanna voru afgreidd með sektargerð strax eftir handtöku en flest málanna verða þó afgreidd með öðrum hætti. Skýrsla var þó tekin af öllum áður en fólki var sleppt og því ættu málin að ganga frekar hratt í gegnum kerfið. S&S INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.