Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 31
Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku Valla mín. Þín Guðrún Erna. Um hagann græna skýja skuggar liðu, skein á foss og bugður kristalsiðu, hátt var upp til hjalla, heyrði’ ég svani gjalla innst á vatni djúpt und fótum fjalla. Ég leit hvar skúrir létt í gróðri þýðum læddust undir sól með björtum hlíðum. (Steingrímur Thorsteinsson.) Okkur systrum verður alltaf hlýtt fyrir brjóstinu þegar við hugsum um Völlu, þessa trygglyndu og góðu konu sem sáði gleði og gæsku hvar sem hún fór á lífsins vegi. Hún var vinkona hennar móður okkar, Jó- hönnu B. Þórarinsdóttur ljósmóður, sem er látin. Eftir að foreldrar okkar fluttu búferlum til Hafnarfjarðar frá Patreksfirði fór mamma að starfa á Sólvangi. Eldhúsið þar varð hennar vinnustaður og þar vann líka Valla. Vináttan var þeim báðum mikilvæg þessum heilsteyptu konum sem lögðu ást og alúð í öll sín störf og um- hverfi. Valla kom oft í heimsókn í Álfaskeiðið og mikið var spjallað, enda báðar úr Barðastrandarsýslu. Þegar eitthvað var um að vera í fjölskyldunni var alltaf leitað til Völlu með baksturinn á flatkökum, enda þær bestu sem fyrirfundust. Stórir staflar sem fóru í skírnar-, fermingar- og giftingarveislur hjá okkur systrum. Eftir að mamma varð sjúklingur, fékk heilablóðfall aðeins 69 ára göm- ul, reyndist Valla henni einstaklega trygg og góð. Það er ákveðin stað- reynd að við áföll í lífinu, þegar fólki er kippt umsvifalaust út úr hring- iðunni, er misjafnt hverjir reynast vinir í raun. Þegar veikindin standa síðan svo árum skiptir reynir enn meir á tryggðina. Valla var einstök, hún kom alltaf reglulega til mömmu, sat hjá henni þegar pabbi var jarð- aður fyrir vestan og mamma komst ekki með, færði henni gjafir og gladdi á alla lund. Værum við syst- urnar ekki í bænum var haft sam- band við Völlu og hún leit til mömmu. Milli þeirra var mikið kær- leiksband. Fyrir alla þessa um- hyggju og tryggð viljum við systur þakka Völlu okkar að leiðarlokum. Megi algóður guð styrkja og blessa alla ástvini hennar. Blessuð veri minning einstakrar konu, Valborgar Jóhannsdóttur. Dætur Jóhönnu B. Þórarinsdóttur. Þuríður G. Ingimundardóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Hallfríður Ingimundardóttir, Björg R. Ingimundardóttir. Hún Valla mín er farin að hitta systkini sín. Hún var yngst af systk- inunum frá Kirkjubóli við Kvígind- isfjörð. Ég kynntist Völlu árið 1990 þegar ég tók við mötuneyti Sólvangs. Þar starfaði Valla í mörg ár. Hún var mjög góður og traustur starfsmaður, gekk í öll verk, var samviskusöm og skapgóð. Það var fastur punktur hjá okkur hjónunum að fara í Hvamminn (Brekkuhvamm 1) á laugardags- morgnum þar sem konan mín, Erna, systurdóttir Völlu, setti rúllur í þær systur Völlu og Mundu og ávallt var veisluborð hjá Völlu. Við fórum með Völlu í nokkrar ferðir í Kvígindisfjörð og gistum á Kirkjubóli. Valla naut þess vel að koma á sínar æskuslóðir, hún hrein- lega yngdist um mörg ár. Ég minnist sérstaklega ferðar með Völlu og Gauju, systur hennar, þær hreinlega skokkuðu um túnin fram undan bæn- um, Gauja þá 92 ára og Valla 79 ára. Þá voru farnar berjaferðir og var Valla leiðsögumaður enda vissi hún um alla bestu berjastaðina. Þessar ferðir eru mér ógleymanlegar. Ég vil þakka Völlu samfylgdina og tryggðina gengin ár. Nú taka systk- inin á móti Völlu og horfa yfir Kirkjubólsjörðina. Guð geymi þig, Valla mín. Björn Bjarnar Guðmundsson. Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Sturlaugur Jó-hannesson var fæddur í Hvamms- dalskoti 15. mars 1938. Hann lést á heimili sínu 16. jan- úar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Jak- obsdóttur frá Hvols- seli í Svínadal, f. 12. maí 1897, 12. maí 1982 og Jóhannesar Sturlaugssonar frá Fjósum í Laxárdal, f. 7. apríl 1898, d. 11. júní 1976. Systkini Sturlaugs eru Jakob, f. 18. desember 1932, d. 18. janúar 1936 og Halldóra, f. 7. ágúst 1934, d. 8. september 2000. Börn Sturlaugs eru: 1) Íris Ein- hildur, f. 7. febrúar 1960. Synir hennar og Magnúsar Jónassonar, f. 3. sept. 1953, eru Jónas Breki, f. 16. júní 1980 og Sturla Snær, f. 4. ágúst 1987. 2) Jóhannes, f. 22.3. 1964, í sambúð með Eygerði Guðbrands- dóttur, f. 29. apríl 1965. Börn þeirra eru Guðbrandur, f. 7. okt. 1986, Sól- rún, f. 11. nóv. 1989 og Snæfríður, f. 20. júlí 1993. 3) Jón Bergmann, f. 10. mars 1967, d. 31. mars 1991. 4) Jak- ob Ingi, f. 10. mars 1967, kvæntur Ólöfu Guðlaugs- dóttur, f. 2. feb. 1963. Börn þeirra eru Ragnhildur Tinna, f. 14. júlí 1990, Júlía Helga, f. 16. júní 1994 og Jón Bergmann, f. 22. janúar 1996. Sturlaugur óx úr grasi í Hvammsdal í Saurbæ í Dalasýslu. Að loknum barna- skóla stundaði Stur- laugur nám í Héraðs- skólanum í Skógum og Alþýðuskólanum á Eiðum. Sturlaugur hóf síðan nám við Búnaðarskólann á Hvanneyri og útskrifast þaðan sem búfræð- ingur. Starfsævi Sturlaugs spann- aði allt frá sumarvinnu á unglings- árum á Keflavíkurflugvelli, til starfa á búgörðum og í verk- smiðjum í Svíþjóð og til vinnu í námum í Ástralíu. Hér heima vann Sturlaugur lengst af í álveri og við virkjanaframkvæmdir, en einnig fáein ár við eigin búrekstur í Hvammsdal. Síðustu starfsárin starfaði hann sem næturvörður. Útför Sturlaugs fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hvammsdalskot eða Kot eins og það var kallað, kúrði í framanverð- um Hvammsdal, í Saurbæ í Dala- sýslu. Í þessu koti í þessum harð- býla en sumarfagra heiðardal fæddist Sturlaugur Jóhannesson faðir okkar, sem kallaður var Laugi. Þar bjó hann hátt í þriðjung ævi sinnar. Fyrst rétt fram yfir ung- lingsárin í Koti og síðan bjó hann um 4 ára skeið sem bóndi innar í dalnum, á bænum Hvammsdal. Í litla kotinu bjó Sturlaugur ásamt systur sinni Halldóru hjá foreldrum sínum, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Jóhannesi Sturlaugssyni. Heima í Koti bundust systkinin sterkum böndum og alla tíð síðan naut hann einstakrar umhyggju móður sinnar og systur. Á uppvaxtarárum sínum heima í Koti kom strax fram verksvit og vandvirkni Sturlaugs sem endur- speglaðist í fögrum smíðisgripum og umbótum heima fyrir. Þessir eigin- leikar nýttust honum í störfum sín- um ævina á enda. Þó að Sturlaugur ynni víða og í mörgum löndum var það eigin búrekstur á bænum Hvammsdal 1964 til 1968 sem var honum efst í huga af störfum sínum. Þar byrjaði hann búskap 26 ára með kýr og kindur og fór strax í að breyta og bæta. Harðbýlið í heið- ardalnum kostaði eilíft strit og bú- setan rétt hafin þegar hafísárin lögðust að. Í frosthörkum þeirra vetra þegar vatnsból heima á bæ gaddfrusu. Þá fraus á endanum einnig draumur Sturlaugs um eigin búskap í dalnum heima. Í minning- unni hjá honum lifði þó alltaf lífið í dalnum góða og dýrin hans. Víst er að hann kunni ennþá nöfnin á kún- um sínum og þeir sem sungu með honum keðjusöng við mjaltirnar vita hve góð stemningin gat verið í Hvammsdal. Sturlaugur var greindur maður, víðlesinn, vel verki farinn og hag- yrtur. Sögur fortíðar og verk stór- skálda voru honum hugleikin. Þann- ig var Saga Rómarveldis honum jafnnærtæk og atburðir líðandi stundar og Hemingway, Knut Hamsun og Halldór Laxness voru á vissan hátt nánir vinir hans. Hin síð- ustu ár átti hann sínar bestu stundir í heimsóknum hjá frændfólki sínu austur í Stúfholti. Ekki síst þegar hann var með Höskuldi frænda úti í skemmu að gera upp gömlu mót- orhjólin sín. Konurnar í lífi Stur- laugs sem hann bjó með voru marg- ar og fjögur börn eignaðist hann með þeim. Sambúðarformið hentaði Sturlaugi hins vegar ekki og ein- hleypur var hann síðustu árin. Lífi Sturlaugs verður ekki lýst án þess að geta áfengisins. Þessi náni fylgi- fiskur hans alla ævi markaði allt hans líf. Líklega eru flestir sammála um það að án þess hefði hann fengið meira út úr lífi sínu. Vini átti Stur- laugur marga og góða. Sérlega gott og náið samband átti hann við syst- ur sína Dóru meðan hennar naut og hennar fjölskyldu alla tíð. Öllu öðru ofar í hans lífi var þó móðir hans Ingibjörg og því er við hæfi að hann fær nú að hvíla við hlið hennar. Jóhannes Sturlaugsson, Íris Einhildur Sturlaugsdóttir, Jakob Ingi Sturlaugsson. Í fjósinu í Hvammsdal ræður Sturlaugur ríkjum og þar er snyrti- mennskan í fyrirrúmi. Kýrnar eru 17 talsins, þarna eru Skrauta og Skjalda, Randalín og Branda sem mjólkaði 25 merkur í gær. Ég er lítil stelpa og uni mér hvergi betur en í fjósinu með Sturlaugi. Við syngjum Meistari Jakob í keðjusöng á meðan við færum okkur á milli básanna með mjólkurföturnar. Mér þykir gaman að mjólka og fæ mér oft volga mjólk, stundum beint úr spen- anum. Eftir mjaltir fæ ég mér heitt kakó með sykri en Sturlaugur treð- ur sér í pípu og spjallar um heima og geima, íbygginn á svip. Hann kallar mig ráðskonuna og litla brýnið. Svo förum við með mjólkina út á brúsa- pall og ég sit uppi á brettinu á drátt- arvélinni. Á næsta bæ við Hvamms- dal býr mamma Sturlaugs, hún Inga í Hvammsdalskoti. Stundum bý ég hjá henni, hún er yndisleg kona sem mér þykir undurvænt um. Hún gef- ur mér ískalt rabarbarasaft og pass- ar svo vel upp á stofublómin sín, hún á meira að segja Betlehemsstjörnu. Þetta eru minningar mínar um það sem gerðist fyrir meira en 40 ár- um. Nú er öðruvísi um að litast í Hvammsdal, bærinn er kominn í eyði og litla krútthúsið hennar Ingu í Koti er hrunið, búsáhöldin hennar liggja þar á víð og dreif, ryðguð og brotin. Og nú hefur hann kvatt, maðurinn sem mér þótti mjög vænt um. Takk fyrir allt, Sturlaugur. Þóra Sigurþórsdóttir. Kom, vornótt og syng þitt barn í blund! Hve blítt þitt vögguljóð og hlý þín mund, – ég þrái þig breið þú húmsins mjúku verndarvængi, væra nótt, yfir mig. Draumljúfa nótt, fær mér þinn frið, firr þú mig dagsins háreysti og klið, ó, kom þú fljótt! Elfur tímans áfram rennur, ennþá hjartasárið brennur, – skapanorn, ó, gef mér stundargrið! Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm, svæf mig við þinn barm, – svæf glaumsins klið og gef mér frið góða nótt. (Jón frá Ljárskógum.) Þetta Næturljóð eftir Jón frá Ljárskógum ómaði í eyrum mínum, þegar Sturlaugur hringdi í mig ein- hverju sinni er ég, Ásta Lilja, var að bera út póst í Þingholtunum. „Hlust- aðu á þetta,“ sagði Sturlaugur og gegnum farsímann fékk ég að heyra þetta fallega ljóð í flutningi MA kvartettsins. Við höfðum ekki oft samskipti, en þegar honum lá eitt- hvað sérstakt á hjarta símaði hann til mín og áttum við þá langt spjall. Við áttum ýmislegt sameiginlegt og þ.á m. aðdáun okkar á ljóðum Jóns frá Ljárskógum, ekki einungis vegna þess að við erum ættuð úr Dölunum heldur líka vegna þess vegna hversu góð og aðgengileg ljóð Jóns eru. Ég, Sigurður Jón, kynntist Stur- laugi fyrst er við unnum saman í ál- verinu í Straumsvík. Við áttum oft langt og áhugavert spjall um verka- lýðsmál enda báðir í róttækari armi verkalýðsins á þeim árum. Sturlaugi tókst einhverju sinni að fá birta eftir sig grein í Ísaltíðindum, málgagni vinnuveitenda í Straumsvík, þar sem hann gagnrýndi stjórnendur fyrirtækisins miskunnarlaust. Hann faldi sig ekki bak við dulnefni eins og margir hefðu gert. Hann kærði sig sízt um að leyna skoðunum sín- um, hvorki gagnvart samstarfs- mönnum sínum né yfirboðurum. Eftir birtingu þessarar greinar fengu verkamenn ekki að tjá sig frekar í þessu málgagni stjórnenda Ísal. Leiðir okkar þriggja lágu sama í Stúfholti þar sem systir Sturlaugs, Halldóra, bjó ásamt fjölskyldu sinni, en hún andaðist úr MND-sjúkdómn- um fyrir nokkrum árum. Það var jafnan fjarska ánægjulegt að spjalla við Sturlaug. Hann var víðlesinn, hafði margvísleg áhugamál og skoð- anir á flestum hlutum. Við ljúkum þessum orðum með ívitnun í lokaerindi ljóðsins Gefið oss frið! eftir Jón frá Ljárskógum, sem okkur finnst eiga ágætlega við einmitt í dag. Vér fylkjum liði, milljónir fallinna manna, og mætumst sem vinir og bræður á fornum slóðum. Heróp vort ómar hátt yfir orustugnýinn: Hættið að berjast! Gefið oss dánum frið! Ásta Lilja og Sigurður Jón. Sturlaugur Jóhannesson Afi minn hefur nú hlotið hvíldina góðu eftir langa ævi í þess- um heimi. Hann er far- inn til ömmu sem hann hefur saknað svo mikið síðan hún kvaddi fyrir um einu og hálfu ári. Ég á margar minningar um afa, sumar góðar en aðrar ekki eins góð- ar. Þegar ég lít aftur sé ég okkur dansa saman í stofunni og fara sam- an í bíó. Ég sé okkur borða frans- brauð og syngja lögin úr Mary Popp- ins. Við áttum margar góðar stundir þegar ég stundaði kirkjuna með hon- um og við ræddum saman um trúna. Ég mun reyna að leggja áherslu á þessar góðu minningar og vona að við hittumst aftur seinna. Kannski Frank Arthur Cassata ✝ Frank ArthurCassata fæddist í New York 3. nóv- ember 1911. Hann lést á Landakotsspít- ala 2. janúar síðastlið- inn og honum var sungin sálu- messa í Kristskirkju í Landakoti 9. janúar. dönsum við þá meira og ég fæ að standa á ristum hans. Hvíldu í friði, afi minn Áslaug Heiður Cassata. Okkur langar í fáum orðum að kveðja kær- an vin okkar Frank Cassata sem lést þann 2. janúar síðastliðinn, 97 ára að aldri. Hann var einarður maður, falleg og einbeitt sál og okkur fannst alltaf með ólíkindum hvað hann var orkumikill, kominn á tíræðisaldur- inn, en við vorum svo heppin að kynnast Frank á síðustu árum ævi hans. Við kynntumst einnig Áslaugu Kjartansdóttur konu hans og þeirra fallegu rótgrónu ást og vináttu. Eftir að Áslaug veiktist og fór af Sóleyj- argötunni á Sóltún vegna veikinda fór Frank á hverjum degi eftir fullan vinnudag að heimsækja konu sína á hjúkrunarheimilið og hlúði að henni. Við minnumst þess þegar við fórum með Cassata og Áslaugu í sumarbú- stað fjölskyldunnar í Grímsnesið og nutum gestrisni sonar hans og tengdadóttur, Sigfúsar og Guðlaug- ar. Það var fallegur vordagur. En þá um sumarið lést Áslaug. Cassata sagði okkur oft frá fjöl- skyldu sinni, sérlega yngri syni þeirra Sighvati og hinum knáa son- arsyni og alnafna Frank Cassata. Frank var lágvaxinn maður eins og margir forfeður hans frá Sikiley, grannur og léttur á fæti, ávallt smartlega klæddur, gjarnan í ljósum fötum með hatt. Hann var mjög fylginn sér í viðskiptunum sem áttu huga hans mestan part ævinnar. Tatíana þekkir engan íslenskan karlmann sem kunni á svo kurteisan hátt að umgangast konur: Að opna dyr, rétta kápu, aðstoða með smáat- riði og vita hvað er við hæfi að segja. Og hvernig taktur er skemmtilegur og mátulega ögrandi í samræðum svo flestum líði vel. Allt þetta var honum eðlilegt og gleymdist ekki með árunum, enda sankaði hann að sér glaðværu fólki hvar sem hann kom. Við þökkum fyrir góðar stundir á Sóleyjargötunni og í kaþólska kirkju- kaffinu sem var óborganlega frjótt og skemmtilegt kompaní með Cas- sata en hann sótti kaþólska messu nánast á hverjum sunnudegi og var þar umvafinn sínum bestu vinum. Cassata var lífsleikinn, lagði mikið upp úr smekk og gæðum og það kom fram í mörgum hlutum. Hann gaf okkur ófá skemmtileg ráð um ítalska matargerð, osta, vín og hunang enda var hann fagmaður sem innflytjandi matar og hafði öruggan smekk. Hann mundi gamla tíma þegar Ís- lendingar vissu t.d. ekkert um mun- inn á góðri og vondri appelsínu. Sagði stríðnislega að jafnvel enn í dag væri ríka þjóðin, Íslendingar, að borða vondar appelsínur. Og það án þess að vita af því! Og ekki má gleyma tónlistinni: Það var gaman að fara á óperu með Cas- sata. Eitt sinn sátum við á fremsta bekk og hlýddum á La Travíata. Það var í tuttugasta og fimmta skiptið sem hann sá stykkið á ævinni svo hann þekkti hverja hendingu, hvern tón og hvert orð. Fagnaðurinn var óskaplegur í lok sýningar og allir söngmenn og hljómsveit sáu þennan litla eldri mann hrífast með öllum lík- amanum, með tárum og með sannri gleði og bravóköllum. Það hafði áhrif á alla. Þetta atvik var dæmigert; hann lifði ríkulega í tilfinningu sinni alveg fram á síðustu stund. Einarður, hrif- næmur og snjall. Hann gafst aldrei upp og hélt út alveg til enda. Farðu vel heiðursmaður. Guð blessi þig um alla eilífð. Guðmundur Pálsson og Tatíana Novgorodska Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.