Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Sudoku Frumstig 4 2 8 1 9 4 2 8 6 1 9 5 9 2 5 1 6 2 3 6 7 4 7 9 8 3 4 5 9 3 2 8 4 9 5 2 4 1 3 4 8 1 3 7 4 2 8 3 9 5 4 8 6 1 4 2 5 4 3 1 9 8 7 3 7 9 2 1 7 6 6 3 2 3 1 6 9 8 4 6 5 4 3 1 7 1 2 5 1 9 2 6 5 2 1 5 3 9 7 8 7 5 2 8 6 3 9 7 4 1 5 4 5 3 1 2 8 9 6 7 7 1 9 6 5 4 2 8 3 6 2 5 4 1 3 7 9 8 1 3 8 9 7 2 5 4 6 9 7 4 8 6 5 3 2 1 5 6 7 2 4 1 8 3 9 3 9 2 7 8 6 1 5 4 8 4 1 5 3 9 6 7 2 7 6 9 4 2 5 1 8 3 4 8 1 3 9 6 2 7 5 3 2 5 1 8 7 4 6 9 2 1 7 5 6 9 3 4 8 9 4 8 2 1 3 6 5 7 6 5 3 7 4 8 9 2 1 5 9 2 6 7 1 8 3 4 8 7 6 9 3 4 5 1 2 1 3 4 8 5 2 7 9 6 1 5 7 9 8 3 4 2 6 9 3 2 6 1 4 8 7 5 6 8 4 7 2 5 3 9 1 5 7 1 3 6 2 9 4 8 2 9 6 4 7 8 1 5 3 8 4 3 1 5 9 7 6 2 4 2 5 8 3 7 6 1 9 3 1 9 2 4 6 5 8 7 7 6 8 5 9 1 2 3 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 27. janúar, 27. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Ég er Drottinn, Guð yð- ar, lifið eftir boðorðum mínum og haldið lög mín og breytið eftir þeim. (Esk. 20, 20.) Víkverji hefur sjaldnast verið mik-ill aðdáandi þeirrar tónlistar sem trúbadorar eins og Hörður Torfason hafa samið. Í fyrstu þegar Hörður hafði sig í frammi sem mót- mælandi fékk Víkverji það á tilfinn- inguna að þarna væri trúbadorinn að minna á sig, auk þess sem bók var í jólabókaflóðinu um ævi og störf Harðar. Eftir því sem leið á fór Vík- verji hins vegar að dást meira og meira að þrautseigju þessa manns; að nenna að halda úti baráttunni linnulaust, jafnvel þótt á tímabili væri farið að fækka allverulega á fundunum á Austurvelli. Þjóðin vaknaði aftur eftir jólahá- tíðina og mótmælin náðu hámarki í síðustu viku. En það var einmitt þá sem Víkverji missti allt álit á Herði Torfasyni. Viðbrögð hans við veik- indum forsætisráðherra voru einhver þau ósmekklegustu og lágkúruleg- ustu sem birst hafa á prenti lengi og voru Herði til ævarandi skammar. Það breytir í raun litlu þótt hann hafi beðist afsökunar sólarhring síðar. Skaðinn var skeður. Til að halda ein- hverjum trúverðugleika og reisn hefði Hörður átt að stíga til hliðar sem forsprakki mótmælenda. Hann er ekki lengur rödd fólksins. x x x Að allt öðru. Víkverji hefur síðustulaugardagskvöld fylgst með undankeppni Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Skemmtilegur samhljómur virðist vera milli lagasmíðanna og ástands- ins í þjóðfélaginu. Í báðum tilvikum ríkir kreppa. Lögin hafa verið þunn- ur þrettándinn og ólíklegt að Ísland geri stóra hluti í Moskvu í vor. Reyndar er ein umferð eftir í und- ankeppninni en mikið þarf að gerast þá til að lyfta þessu upp á hærra plan. Sennilega best að gera grín að öllu saman og slá þessu upp í kæru- leysi, líkt og þær Ragnhildur Stein- unn og Eva María gera í hlutverki stjórnenda þáttanna. Eftirminnilegt er þegar Ragnhildur Steinunn spurði elsta lagahöfundinn, konu um sjö- tugt, hvort hún hefði samið lagið á fótstigið orgel! Í öllu gríninu má þó ekki gleyma að bera virðingu fyrir náunganum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fuglsmaga, 4 mannvera, 7 furðu, 8 dansar, 9 hrós, 11 kom- ist, 13 siðavant, 14 stæl- ir, 15 sárabindi, 17 dragi, 20 iðka, 22 fær af sér, 23 dræsu, 24 ójafn- an, 25 snjólausan. Lóðrétt | 1 frétt, 2 talaði um, 3 þekking, 4 útlit, 5 ráðvönd, 6 ákveð, 10 leyfi, 12 skolla, 13 upp- lag, 15 snuð, 16 örbirgð, 18 írafár, 19 ásynja, 20 kindin, 21 duft. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1saltpækil, 8 látin, 9 linar, 10 níu, 11 kjaga, 13 næðir, 15 hrátt, 18 gatan, 21 aft, 22 skarf, 23 aurar, 24 sakamaður. Lóðrétt: 2 aftra, 3 tunna, 4 æxlun, 5 iðnað, 6 flak, 7 frúr, 12 get, 14 æsa, 15 hest, 16 ábata, 17 tafla, 18 glaða, 19 tertu, 20 norn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e5 2. f4 exf4 3. Rf3 d6 4. d4 g5 5. h4 g4 6. Rg1 Bh6 7. Rc3 Rc6 8. Dd3 Bd7 9. a3 f5 10. Rge2 fxe4 11. Dxe4+ De7 12. Dxe7+ Rgxe7 13. d5 Re5 14. Bxf4 Bxf4 15. Rxf4 0-0 16. g3 Rf5 17. Kf2 Rg6 18. Rce2 Hae8 19. Bg2 Staðan kom upp í A-flokki Reggio Emilia-mótsins sem lauk fyrir skömmu í Ítalíu. Ungverski stór- meistarinn Zoltan Almasi (2.663) hafði svart gegn ítalska alþjóðlega Luca Shytaj (2.472). 19. … Rfxh4! 20. gxh4 Bb5 21. Kg3 He3+ 22. Kxg4 Bxe2+ 23. Rxe2 Hxe2 24. Kg3 He3+ og hvítur gafst upp enda fátt um fína drætti í stöðu hans. Það er lærdóms- ríkt að renna yfir þessa skák, sér- staklega fyrir þá sem vilja tefla kóngsbragð með hvítu eða þurfa að verjast þeirri byrjun með svörtu. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Á villigötum. Norður ♠764 ♥G32 ♦G1087 ♣Á76 Vestur Austur ♠K52 ♠G1098 ♥954 ♥10 ♦73 ♦9542 ♣KD1053 ♣G984 Suður ♠ÁD3 ♥ÁKD876 ♦ÁKD ♣2 Suður spilar 6♥. „Hvað áttirðu marga tígla?“ Suður hafði spilað með líkum, að eigin mati, en vildi vita hvort hinn dyntótti leguguð hefði látið tígulinn brotna 3-3, þvert á allar bækur. Útspilið var ♣K. Sagnhafi drap og tók ♥Á-K. Falli trompið er einfalt að nota innkomuna á ♥G til að ná í fjórða tígulslaginn. En með eitt tromp úti er of áhættusamt að taka þrjá efstu í tígli, enda aðeins þriðjungslíkur á 3-3 legu. „Þá er betra að taka 50% svíningu,“ hugsaði sagnhafi, fór inn í borð á ♥G og svínaði ♠D. Einn niður, en huggun harmi gegn að vestur átti bara tvo tígla. Satt að segja var sagnhafi á villigöt- um frá byrjun. Hann átti að dúkka fyrsta slaginn! Taka síðan tvo efstu í báðum rauðu litunum, spila blindum inn á ♥G og henda ♦D niður í ♣Á. Þá er leiðin greið fyrir ♦G10. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Nú er rétti tíminn til þess að segja þínum nánustu hvað þér býr í brjósti. Ef vinir þínir eru þér innblástur er líklegt að þú sért þeim það líka. (20. apríl - 20. maí)  Naut Fegurðin er alls staðar í kringum okkur og þú þarft bara að opna augun til þess að njóta hennar. Enginn þeirra er svo dýr að það setji lífið á annan endann- þótt hluturinn týnist. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Dagurinn er fullur af óvæntum smáatriðum sem hafa enga þýðingu fyrir þig – fyrr en eftir á. Mundu samt að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú átt í vandræðum með eitthvað sem þú fórst létt með hér áður fyrr og þarft að leita til fortíðarinnar til að bæta árangur þinn í vinnunni. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er fyrir öllu að þú haldir jafn- aðargeði og látir hvorki menn né atburði slá þig út af laginu. Haltu þig við það sem er fyrirliggjandi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Stundum verður að neita egóinu um það sem það vill. En þolinmæði þraut- ir vinnur allar og það mun sannast á þér í þessu tilviki. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Kraftur og greind gerir þig spenn- andi. Kröftug afstaða þín til lífsins og til- verunnar og hollusta við þína nánustu er til eftirbreytni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú tekur reglur ekki alvar- lega og vilt geta samið um allt. Margt gott kemur út úr þeim samskiptum. Lestu smáa letrið og vertu viss um hvað tilheyrir þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ástin er eins og reiptog, manni líður betur ef maður togar minna og leyfir elskunni að koma til sín af sjálfs- dáðum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Meiriháttar breytingar liggja í loftinu svo þú þarft að undirbúa þig vel. En þú skalt ekki hika við að sýna vinum þínum samstöðu og hjálpa þeim að leggja á ráðin. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú ert upp á þitt besta og get- ur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hugsaðu vandlega um þær skuld- bindingar sem þú tekst á hendur. Vertu fyrri til að rétta fram sáttarhönd því sjaldan veldur einn þá tveir deila. 27. janúar 1891 Verslunarmannafélag Reykja- víkur, VR, var stofnað til að efla samheldni innan stétt- arinnar og auka menntun hennar. 27. janúar 1907 Kvenréttindafélag Íslands var stofnað í Reykjavík, fyrir for- göngu Bríetar Bjarnhéðins- dóttur, í þeim tilgangi „að ís- lenskar konur fái fullt stjórnmálajafnrétti á við karl- menn“. 27. janúar 1957 Sýning á listaverkum og bók- um kvenna var opnuð í Boga- sal Þjóðminjasafnsins í tilefni af 50 ára afmæli Kvenrétt- indafélags Íslands. Þetta mun vera fyrsta samsýning kvenna. 27. janúar 1960 Varðskipið Óðinn kom til landsins. Því var beitt í þrem- ur þorskastríðum og það tók þátt í björgun um 370 skipa. Skipið er nú hluti af Víkinni, sjóminjasafninu í Reykjavík. 27. janúar 1960 Kardemommubærinn eftir Torbjörn Egner var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu. Í að- alhlutverkum voru Róbert Arnfinnsson, Emelía Jón- asdóttir, Ævar Kvaran, Bald- vin Halldórsson og Bessi Bjarnason. Leikritið naut mik- illa vinsælda. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Ólafur Sig- urðsson frá Syðri-Gegn- ishólum Gaulverjabæjar- hreppi er níræð- ur í dag, 27. jan- úar. Hann dvelur á Kumbaravogi á Stokkseyri. 90 ára „Þessi afmælisdagur leggst jafn vel í mig og allir aðrir afmælisdagar,“ sagði Geir Sveinsson hand- boltakappi sem er 45 ára í dag. Geir sagðist ætla gera sér dagamun í tilefni afmælisins en var ekki búinn að ákveða í gær hvernig það yrði gert. „Konan mín hefur verið að þrýsta á mig að gera eitthvað í tengslum við þetta afmæli, en ég hef hummað það fram af mér og talað um að gera frekar eitthvað þegar ég verið fimmtugur.“ Geir sagðist ekki hafa verið duglegur við að halda upp á afmælin sín til þessa. Hann bjó erlend- is þegar hann varð þrítugur og þegar hann varð fertugur stóð þannig á að hann hélt ekki upp á daginn. Oftar en ekki hefur afmælið borið upp á þátttöku Geirs í heimsmeistarakeppni í handbolta. „Afmælisdagarnir hafa verið ólíkir en í raun jafn skemmti- legir,“ sagði Geir. Spurður um heilræði sagðist Geir vera orðinn háður því að hugsa vel um líkamann og stunda hreyfingu. „Ég vil ráðleggja öllum að finna sína aðferð til að hreyfa sig og stunda hreyfingu reglulega. Ég held að það sé gulls ígildi að vera í góðu líkamlegu formi og að það hjálpi manni að takast á við áföll og hvaðeina annað.“ gudni@mbl.is Geir Sveinsson handboltakappi 45 ára Gott form er gulls ígildi Nýirborgarar Reykjavík Þórdís Ósk fæddist 8. september kl. 10.08. Hún vó 3.430 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Margrét Jóna Ísólfsdóttir og Þórður Freyr Sigurðsson. Akureyri Hlynur fæddist 20. nóvember kl. 12.56. Hann vó 3.360 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Erla Kristbjörns- dóttir og Stefán Stein- dórsson. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.