Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir fjölmennmótmæli áAusturvelli í síðustu viku til að krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar mættu furðufáir á torgið í gær til að fagna falli hennar. Kannski er það vegna þess að það hefur runnið upp fyrir mörgum að það sem kemur í staðinn verður ekki endilega betra en það sem var. Fráfarandi ríkisstjórn gerði augljóslega grundvallarmistök í því að framkvæma ekki strax fyr- ir jól það sem nú er upplýst að samkomulag var um milli flokk- anna; að stokka upp í stjórninni og gera breytingar á yfirstjórn Seðlabankans og Fjármálaeft- irlitsins. Geir H. Haarde, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu í dag að ákveðið hafi verið að bíða með þetta að beiðni Samfylkingarinnar. En af hverju féllst Sjálfstæðis- flokkurinn á að bíða? Krafa um þessar breytingar var þá þegar orðin sterk innan raða sjálfstæð- ismanna sjálfra. Í síðustu viku fór Samfylkingin svo á taugum í stjórnarsamstarf- inu. Þar kom þrennt til; fjarvera flokksformannsins, mótmælin á Austurvelli og skoðanakönnun, sem sýndi fylgishrun flokksins. Krafa Samfylkingarinnar, sem stjórnin féll á að lokum – því að ekki var ágreiningur um annað – að forysta stjórnarinnar færðist yfir til hennar, var augljóslega aðeins sett fram til að sprengja stjórnina og breiða yfir innri óeiningu flokksins. Ólíklegt verður að teljast úr þessu að hugmyndir um þjóð- stjórn geti gengið eftir. Líklegasti kosturinn á stjórnarsamstarfi fram til kosninga virðist vera vinstri- stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Fram- sóknarflokksins. Hvernig ætli samheldnin og vinnufriðurinn verði í þeirri stjórn? Mun VG skipta um skoð- un og fallast á að vinna eftir efna- hagsáætlun Íslands og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins? Mun VG skipta um skoðun og hætta við að hlaupast frá skuldbindingum Ís- lands í Icesave-málinu? Munu VG og Samfylkingin ná samstöðu í Evrópumálum? Mun slík ríkisstjórn hafa ein- hvern dug til að taka erfiðar ákvarðanir? Mun hún halda áfram óumflýjanlegri vinnu við niðurskurð ríkisútgjalda? Og er það ekki blátt áfram hjákátlegt ef Jóhanna Sigurðardóttir, sem neitaði að skera niður í sínu ráðu- neyti við fjárlagagerðina fyrir jól og hótar yfirleitt að segja af sér ef hún þarf að spara fé skatt- greiðenda, verður „verkstjóri“ í þeim erfiða slag sem er fram- undan í ríkisfjármálunum? Minnihlutastjórn verður sett saman úr tveimur flokkum, sem eru mjög ósammála um mörg mál. Þeir munu þurfa að ná sam- komulagi við þriðja flokkinn til að koma málum í gegnum þingið. Allir flokkar eru nú þegar komnir í kosningabaráttu. Það er alls- endis óvíst að þetta verði skil- virkari stjórn á þeim miklu erf- iðleikatímum, sem nú eru, en sú sem baðst lausnar í gær. Mun ný stjórn hafa dug til að taka erf- iðar ákvarðanir?} Tekur betra við? Ólafur RagnarGrímsson for- seti skrifaði í gær nýjan kafla í sögu embættis síns þegar hann sagðist mundu leggja verkefnalista í fjórum lið- um fyrir formenn stjórnmála- flokkanna. Auk þess lýsti Ólafur Ragnar yfir, rétt eftir að hann hafði beð- ið Geir H. Haarde að gegna áfram embætti forsætisráðherra þar til ný stjórn hefði verið mynduð, að enginn starfandi for- sætisráðherra væri í landinu sem gæti gert tillögu um þing- rof. Því væri þingrofsvald hjá forseta Íslands. Verið getur að ákvæði um þingrofsréttinn séu ekki skýr, en er það í raun svo að enginn starf- andi forsætisráðherra sé í land- inu? Það hlýtur að teljast óvenju- legt, svo ekki sé meira sagt, að forseti skuli ætla að leggja næstu ríkisstjórn línurnar og nánast skrifa fyrir hana stjórn- arsáttmála. Sumt af því sem þar kom fram eru sjálfsagðir hlutir og má búast við að ný ríkisstjórn komist ekki hjá því að taka á öðru, en það er ekki í verkahring forsetans að tryggja að svo verði. Hefði Ólafur Ragnar sætt sig við slíkt hefði hann set- ið hinum megin við borðið? Einnig sagði Ólafur Ragnar ekki koma til greina að veita stjórnarmynd- unarumboð í gærkvöldi. Hvaðan kemur forsetanum þetta vald? Ef fyrir liggur að til- teknir flokkar geti myndað stjórn og hafi meirihluta á þingi getur forsetinn hvorki neitað þeim um stjórnarmyndunar- umboð fyrr en að ákveðnum tíma liðnum, né afhent þeim verk- efnalista eða uppkast að stjórn- arsáttmála. Eins og stundum áður stenst forsetinn ekki freistinguna að stökkva á tækifæri til að útvíkka vald sitt og gera embættið póli- tískara. Hann reynir nú að þröngva sér inn í það sem hann telur vera pólitískt tómarúm eft- ir fall stjórnar Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar. Formenn stjórnmálaflokk- anna gerðu best í því að leiða verkefnalista forseta Íslands hjá sér. Það er þeirra að gera stjórn- arsáttmála, ekki bóndans á Bessastöðum. Verkefnalisti frá Bessastöðum í fjórum liðum } Forseti fellur í freistni S amkvæmt Íslenskri orðabók frá árinu 1996 þýðir orðið lýðskrum: „skjall, skrum fyrir almenningi eins og hann vill heyra“. Lýðskrumari er „stjórnmálamaður sem talar eins og fólk vill heyra; pólitískur æsingamaður“. Orðið lýðskrum[ari] hefur tæpast nokkurn tíma haft jákvæða merkingu; öðru nær. Það er því undarlegt að í merkingunni felst engu að síður sú hugmynd að „skrumarinn“ sé vel læs á vilja og langanir almennings – að öðrum kosti væri hann varla fær um að „tala eins og fólk vill heyra“. Spyrja má hvort í þessari skilgrein- ingu felist hroki gagnvart dómgreind almenn- ings, eða bara raunsætt mat á því hvers má vænta þegar ætíð er verið að tala til þver- summu meðalmennskunnar. Samkvæmt orðs- ins hljóðan virðist í það minnsta ekki gert ráð fyrir því að einstaklingarnir, sem mynda „almenning“, geri miklar kröfur til málflutnings á pólitískum vettvangi. Framvindan í fréttaflutningi í gær var hröð þegar loks tók að draga til tíðinda. Svo hröð að ríkisstjórnarsam- starfinu var nánast slitið í beinni útsendingu. Ef til vill var það hraðinn sem afhjúpaði það sem margir höfðu orð á er halla tók af degi; hversu orðfæri stjórnmálamannanna sem rætt var við breyttist eftir tíðindin af stjórnarslit- unum, miðað við það sem var örfáum augnablikum fyrir þau. Samt voru stjórnmálamennirnir að ávarpa sama fólkið; umbjóðendur sína – almenning í landinu. Kosn- ingabaráttan var hafin með öllu því innihaldslausa orða- gjálfri sem henni fylgir. Sú staðreynd varð enn ljósari á Alþingi strax í kjölfarið. Þrefið um það hverjum væri um hvað að kenna hélt áfram í þingsalnum og síðan í öllum fréttatímum kvöldsins. Í þessu öllu felst þó undarleg þversögn. Á þeim óvenjulegu tímum sem við erum nú að upplifa á Íslandi gæti nefnilega fæst af því sem flaug á milli stjórnmálamanna eftir stjórnarslitin með góðu móti flokkast sem lýð- skrum samkvæmt orðabókarskýringunni – stjórnmálamennirnir töluðu nefnilega hreint ekki „eins og fólk vill heyra“ um þessar mund- ir. Þolinmæði almennings á Íslandi gagnvart útjöskuðum pólitískum frösum hefur líklega aldrei verið minni. Ónæmi fyrir hefðbundnu lýðskrumi hefur vaxið hratt. Þörfin fyrir mál- efnalega orðræðu, ærleg skoðanaskipti og skýra valkosti er að sama skapi mikil. Þeir kjósendur sem nú eru ánægðir með „sinn“ stjórn- málaflokk eru ótrúlega fáir. Stór hópur fólks gerir ekki einu sinni ráð fyrir að umræða um brýnustu hagsmuni hans rúmist innan hefðbundins flokkakerfis. Fólk vill tryggingu fyrir því að þau boð sem felast í atkvæði þess komist til skila. Það vill ekki sætta sig við þá óvissu sem felst í því að leggja lið tilteknum flokki sem síðan gengur til stjórnarsamstarfs við aðra um eitthvað allt annað en lagt var upp með í kosningabaráttunni. Í raun er verið að gera kröfu um að framkvæmd lýð- ræðisins verði endurskoðuð frá grunni. Það er m.ö.o. kominn tími til að stöðva „lýðskrumið“ og hefja pólitíska siðbót, fólkinu í landinu til hugarhægðar. fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Skilgreiningar á lýðskrumi Allt gert til þess að halda starfsfólki FRÉTTASKÝRING Eftir Ingibjörgu Báru Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is S tyttri vinnuvika vegna efnahagsvanda, eins og mögulega blasir nú við hjá starfsmönnum í tugum þúsunda breskra fram- leiðslufyrirtækja, er í raun þegar orð- in staðreynd hjá ýmsum fyrirtækjum á Íslandi þótt ekki sé rætt um þriggja daga vinnuviku eins og í Bretlandi. „Ég hef ekki heyrt talað um að stytta vinnuvikuna á þann hátt en sem betur fer er raunverulega allt í gangi hjá atvinnurekendum til þess að halda eins mörgum starfsmönnum og hægt er þangað til ástandið fer að lagast aftur,“ segir Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, varaforseti ASÍ. Starfshlutfall allra starfsmanna Ferðaskrifstofu Íslands, sem Úrval- Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir, heyra undir var til dæmis lækkað um 50 prósent í nóvember. „Lækkað starfshlutfall er mjög al- gengt hjá fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu og þess eru einnig dæmi í fleiri atvinnugreinum. Það er jafnframt töluverður samdráttur hjá því fólki sem var hæst launað og tók meðal annars mið af launum í bankageir- anum,“ segir Ingibjörg. Sífellt fleiri á hlutabætur Í lok desember voru 600 til 700 skráðir atvinnulausir að hluta á móti minnkuðu starfshlutfalli í samræmi við lög um hlutabætur frá því í haust. Nýjar tölur liggja ekki fyrir en þeim sem fá hlutabætur hefur fjölgað jafnt og þétt í janúar, að sögn Karls Sig- urðssonar, forstöðumanns vinnu- málasviðs hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ 8. til 18. desember höfðu 14 prósent lent í launalækkun frá bankahruninu í byrjun október. Starfshlutfall að- spurðra hafði verið lækkað hjá 7 pró- sentum. Karl segir að verið geti að menn skilji lækkað starfshlutfall með ýms- um hætti. ,,Mig grunar að menn líti svo á að starfshlutfall hafi verið lækk- að missi þeir yfirvinnu. En þá koma hlutabætur ekki til greina.“ Lögin um hlutabæturnar voru samþykkt í nóvember síðastliðnum og gildir ákvæðið um þær til 1. maí næstkomandi. ,,Ég treysti því að þetta verði það síðasta sem verði tekið. Það skiptir svo miklu máli að halda fyrirtækj- unum gangandi og fólki í starfi, eins og Bretarnir eru að skipuleggja núna. Það reyna allir að halda í starfsfólk með reynslu,“ tekur Ingi- björg fram. Áttu von á samdrætti Hún segir ASÍ hafa átt von á sam- drætti eftir þensluna og þess vegna hafi aðildarsamtökin lagt mikla áherslu á hækkun grunntaxta í und- anförnum kjarasamningum. „Aðild- arsamtökin hafa lagt áherslu á taxt- ana í síðustu samningum. Það reynir miklu meira á launataxtana við þess- ar aðstæður. Það gerist alltaf í sam- drætti.“ Finnbjörn Hermannsson, formað- ur Samiðnar, segir að um þessar mundir hafi menn mestar áhyggjur af komandi mánaðamótum því þá komi allar uppsagnirnar frá því í nóv- ember til framkvæmda. „Þá fara menn á bætur. Í mörgum tilfellum er ekki um verkefnaleysi að ræða hjá fyrirtækjunum, heldur fjármögn- unarvandræði. Stjórnvöld hafa enn ekki svarað kalli um að komið verði til móts við fyrirtækin.“ Morgunblaðið/Golli Samdráttur Í byggingariðnaðinum hefur verið gripið til uppsagna og starfshlutfall skert vegna skorts á fjármagni til framkvæmda. Tugþúsundir fyrirtækja í Bretlandi íhuga nú að skerða starfshlutfall starfsmanna vegna slæms efna- hagsástands, að því er breska blað- ið The Independent greindi frá um helgina. Stór fyrirtæki eins og JCB, sem framleiðir vinnuvélar, hafa þegar stytt vinnuvikuna um einn dag og íhuga nú að koma á þriggja daga vinnuviku með aðstoð yfir- valda versni kreppan. Framkvæmdastjóri JCB, Matt- hew Taylor, kveðst hafa ýtt á yf- irvöld um að koma til móts við starfsmenn vegna launataps þeirra verði dregið úr starfshlutfallinu. The Independent hefur það eftir embættismönnum að verið sé að íhuga þennan kost. Þetta komi þó ekki til framkvæmda alveg í bráð. Bent er á að þetta fyrirkomulag gæti kostað milljónir punda. Kostn- aðurinn yrði þó minni en vegna aukinna atvinnuleysisbóta. ÞRIGGJA DAGA VINNUVIKA ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.