Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 EFTIR hörmungar helfararinnar sáu Sam- einuðu þjóðirnar aumur á Guðs útvöldu þjóð og bjuggu henni skjól í Palestínu. Þeir sem fyr- ir voru máttu víkja fyr- ir voninni um að nú yrði heimurinn friðsamlegri. Vonin varð ekki að veruleika og hefur Ísraelsríki átt í illdeilum við heilan menningarheim allt frá stofnun rík- isins árið 1948. Þegar stofnendur rík- isins fengu sig á dögunum fullsadda og kröfðust vopnahlés skelltu Ísraelar við skollaeyrum og létu sprengjum rigna yfir Palestínu sem aldrei fyrr. Meðal vopna voru svokallaðar DIME-sprengjur, „Dense Inert Me- tal Explosives“. „Dense“ vísar til hárrar eðlisþyngdar og „Inert“ vísar til þess að málmurinn hvarfast ekki við sprenginguna eins og t.d. gerist í álduftssprengjum, þ.e. „thermobarric bombs“, þar sem afl sprengingarinnar á rætur að rekja til orkulosandi efna- hvarfs þar sem ál oxast yfir í áloxíð, sem er öfugt ferli við það sem gerist við frumframleiðslu á áli. Þó að málm- urinn í DIME-sprengjum hvarfist ekki veldur hann banvænum efna- hvörfum í líkama þeirra sem fyrir honum verða þar sem hann skemmir frumur svo úr verður krabbamein. Til þess að lágmarka viðbjóð stríðs- reksturs hafa Sameinuðu þjóðirnar m.a. komið sér saman um reglur sem settar eru fram í Genfarsáttmálanum. Eitt af því sem þar kemur fram er að óheimilt er að nota sprengjur sem særa með ögnum eða efnum sem ekki greinast með röntgenmyndatöku. Þetta er meðal þeirra ákvæða sem brotið var á í ólöglegu innrásarstríði Ísraels. Það er með ólíkindum að ríki sem á tilveru sína Sameinuðu þjóð- unum að þakka skuli komast upp með að hafa að engu samþykktir og fyr- irmæli stofnenda sinna. Ísrael hefur í gegnum tíðina skákað í skjóli Banda- ríkjanna sem hafa ítrekað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna beitt sér til þess að verja hagsmuni og gjörðir Ísraela gagnvart nágrannaþjóðum sínum. DIME-sprengjur eru sprengjur sem þróaðar voru af Bandaríkjaher, að sögn með það fyrir augum að sprengja voldug mannvirki og ramm- gerð hernaðartól. DIME-sprengjum var ætlað að vera arftakar úraníum- sprengna, „Depleated Uranium bombs“. Eftir því sem ég best veit eru Ísraelar einir um að hafa notað DIME-sprengjur í hernaði og tíma- setningin bendir til þess að sú notkun hafi verið hluti af þróun vopnsins, e.t.v. einhvers konar verktaka fyrir þá sem að þróun þeirra standa. DIME-sprengjur voru fyrst not- aðar í árásunum á Gaza sumarið 2006 en þá voru þær enn á þróunarstigi og gerði Bandaríkjaher á þeim tíma ráð fyrir að þær yrðu tilbúnar til notkunar árið 2008. Þrátt fyrir að hörmuleg- ar afleiðingar þessara vopna hafi strax komið í ljós í þessum árásum var þeim enn á ný látið rigna yfir þéttbýlasta land- svæði heims. Norski læknirinn Mads Gilbert, sem staðið hefur í ströngu á Gaza-svæðinu, segist hafa fyrir því sannanir. DIME-sprengjur gefa af sér gríð- arlegt högg sem dofnar tiltölulega fljótt, bara á fáeinum metrum. Þó að höggið dofni fljótt fer innihaldið lengra. DIME-sprengjur innihalda öragnir, svo smáar að það kann að vera réttara að tala um ryk eða duft. Duftið er blanda sem samanstendur af þungum málmun, mestmegnis wol- fram (tungstein) en auk þess nikkel og kóbalt. Vitað er að wolframduft er krabbameinsvaldandi. Er því eins víst að þeir sem lifa af sjálfa spreng- inguna, en verða fyrir innihaldinu, hljóti á síðari stigum hægan dauð- daga. Sár þeirra sem verða fyrir DIME-sprengjum gróa illa og þó sýnileg sár á skinni kunni að vera smá getur málmurinn valdið banvænum skaða á innri líffærum. Þá er rétt að hafa hugfast að krabbameinsvaldandi málmduftið sem dreifist yfir svæðið er komið til að vera enda ekki hvarf- gjarnir málmar, sbr. orðið „Inert“ í nafni sprengnanna. Mikilvægt er að fram fari rann- sóknir á framferði Ísraela á Gaza- svæðinu og að hvers kyns brot á Genf- arsáttmálanum verði til lykta leidd. Það er algjörlega óþolandi hvernig herveldi á borð við Ísrael kemst upp með að fara sínu fram og hundsa til- mæli og sáttmála stofnenda sinna. Ábyrgð Sameinuðu þjóðanna er mikil og hana ber að axla. Helstu heimildir: Viðtal við dr. Mads Gilbert http:// www.youtube.com/watch?v=ZVAVsvyrECs The DIME Bomb: Yet another genotoxic weapon – James Brooks, Al-Jazeerah, des- ember 2006. http://usa.mediamonitors.net/ content/view/full/38389 Dime bombs leave Israel’s victims with mys- tery wounds, http://www.belfasttelegr- aph.co.uk/news/world-news/dime-bombs- leave-israels-victims-with-mystery- wounds-14145665.html Efnahernaður og vopnaþróun á Gaza? Bergur Sigurðsson skrifar um DIME- sprengjur sem sagt er að Ísraelar noti á Gaza Bergur Sigurðsson » Sameinuðu þjóð- unum ber að axla ábyrgð sína og rannsaka vopnanotkun Ísraela á Gaza-svæðinu svo brot á Genfarsáttmálanum megi verða til lykta leidd. Höfundur er umhverfisefnafræðingur og stuðningsmaður frjálsrar Palestínu. FERÐAÞJÓN- USTA fatlaðra er þekkt félagslegt úr- ræði sem kom fram í dagsljósið þegar fatlað fólk fór að skríða út af stofnunum landsins, hægt og bítandi. Í dag er þessi „þjónusta“ hugsuð sem eins konar stræt- isvagnar fyrir fatlað fólk. Munur er auðvitað mikill og það er ekki á nokkurn hátt hægt að líta á stræt- isvagnakerfið og ferðaþjónustu fatl- aðra sem einhverjar hliðstæður. Þegar farþegi ætlar að nýta sér ferðaþjónustuna þarf hann auðvitað fyrst af öllu að senda inn formlega umsókn (að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári) til síns sveitarfélags til þess að fá leyfi til að nýta sér þessa þjónustu. Að því leyfi fengnu á hann að panta ferðina með minnst dags fyrirvara, sem er svo sem ekkert stórmál. Það sem er hins vegar stór- mál í þessu samhengi og veruleiki nánast allra þeirra sem þurfa að nota þessa þjónustu er að ekki er hægt að treysta því að ferðapönt- unin standist. Hér á ég ekki við fimm til tíu mínútur til eða frá, stöku sinnum. Ég á við hálftíma til fimmtíu mínútna seinkun, ekki stöku sinnum, heldur oft, jafnvel oft í viku. Svo kemur það auðvitað fyrir að bíllinn kemur bara alls ekki og þá eru góð ráð dýr. Ég veit ekki hversu mörg- um klukkutímum ég eyði í hverjum mánuði, starandi út um gluggann í þeirri von að hvítur bíll með blátt merki renni í hlaðið. Nú finnst eflaust sumum ég vera að velta mér upp úr einhverju „yf- irstéttarvandamáli“ í stað þess að vera þakklát fyrir það sem ég þó hef. Auðvitað hef ég það mjög gott, bú- andi á Íslandi, og ég er afar þakklát fyrir það. Ég tel þó að mitt hlutverk sé ekki bara að þegja og brosa. Fyrir mér er þessi þjónusta sem í boði er fyrir fatl- aða raunverulegt vandamál sem fáir virðast átta sig á. Ég upplifi og heyri nánast daglega eitthvað nei- kvætt um þessa „þjón- ustu“. Í fötlunarfræðum er fötlun skoðuð út frá fé- lagslegu sjónarhorni og þá er gjarnan talað um að samfélagið „fatli“ einstaklinginn. Það er, að skert geta einstaklingsins kemur fyrst og fremst til vegna þess úrræðaleysis sem ríkir í samfélag- inu. Ég hef verið mátulega hlynnt þessari nálgun hingað til. Ég hika þó ekki við að fullyrða að ferðaþjónusta fyrir fatlaða, í þeirri mynd sem hún er í dag, fatlar fólkið sem hana not- ar. Ég efast um að fólk átti sig al- mennilega á því hversu heftandi þessi þjónusta er í raun. Vegna þess hve ótraust og ónákvæm ferðaþjón- ustan er verður það hið mesta mál fyrir mig að geta stundað þá vinnu sem ég stefni á að gera. Ég stunda nám í framhaldsskóla þar sem mik- ilvægt er að vera stundvís. Því miður hef ég margoft verið of sein vegna tafa ferðaþjónustunnar. Þar að auki hef ég nú þegar starfað við stunda- kennslu við háskóla hér á landi og þegar ég sinni þeirri vinnu get ég ekki með nokkru móti nýtt mér þjónustuna. Ég get ekki verið hálf- tíma of sein í kennslustund þar sem ég sjálf er kennarinn. Vanvirðing við minn tíma er algjör. Ég þarf þá al- farið að treysta á góða vini og hug- ulsama ættingja sem jafnvel skreppa frá á miðjum vinnudegi til þess að ég komist í mína vinnu. Það er deginum ljósara að það fyr- irkomulag sem nú ríkir hentar flest- um mjög illa. Úrræðaleysið er mikið og engin lausn virðist sjáanleg. Ég er þó þeirrar skoðunar að stærsta og erfiðasta vandamálið (í þessu máli) sé það viðhorf sem virðist enn ríkja í samfélaginu. Hugsunin virðist vera sú að fatlaðir eru ekki mikilvægir, þeim liggur ekkert á, þeir þurfa ekk- ert endilega að mæta á réttum tíma því þeir eru hvort sem er ekki að sinna neinu mikilvægu hlutverki. Það gefur augaleið að lítil þörf þykir á breytingum ef þetta viðhorf ræður ríkjum. Staðreyndin er sem sagt sú að ég get menntað mig mikið í því ágæta menntakerfi sem við höfum á Ís- landi. Ég get tekið margar há- skólagráður og jafnvel sérmenntað mig á ákveðnu sviði. Ég sæki um vinnu sem ég hef mikinn áhuga á og er tengd minni sérþekkingu. Hreyfi- hömlun mín sem slík hamlar mér ekkert í þessari vinnu. Þetta er ábyrgðarfullt starf og í því felst mik- ið innanbæjarflakk þar sem ég þarf að sitja fjölda funda og mæta á ýms- ar uppákomur. Ég þarf að hafna þessu starfi vegna þess að það er ekki nokkur leið fyrir mig að sinna því sökum ferðaþjónustunnar sem í boði er fyrir mig. Viðhorfið að fatl- aðir séu byrði á samfélaginu lifir greinilega enn góðu lífi. Það virðist gleymt og grafið að notendur þess- arar þjónustu eru fullgildir þegnar samfélagsins og hafa margt fram að færa til þessa samfélags ef þeir að- eins fá tækifæri til þess. Samfélagið hefur fatlað mig og gert mínar þarfir og þekkingu óþarf- ar og lítils virði. Gætir þú sinnt þeirri vinnu sem þú sinnir og gert allt hitt sem gera þarf á hverjum degi ef sú ferðaþjón- usta sem ég þarf að nota væri eina úrræðið sem í boði væri? Ferða„þjónusta“ fatlaðra Embla Ágústsdóttir segir að það viðhorf að fatlaðir séu byrði á samfélaginu lifi enn góðu lífi »Ég veit ekki hversu mörgum klukkutím- um ég eyði í hverjum mánuði, starandi út um gluggann í þeirri von að hvítur bíll með blátt merki renni í hlaðið. Embla Ágústsdóttir Höfundur er framhaldsskólanemi og stundakennari. UNDANFARIÐ hafa raddir lýst eftir viðbrögðum hinna and- legu leiðtoga þjóð- arinnar mitt í þeim að- stæðum sem þjóð okkar er stödd í. Ég hef verið spurð: „Af hverju segið þið ekkert, hvar eru ykkar raddir?“ Ég fagna breyttu við- horfi því stutt er síðan mörg okkar börðust hart gegn röddum sem kvörtuðu undan hinum andlegu leið- togum, við vorum of hávær og kirkjan allt of áberandi innan stofnana sam- félagsins. Í takt við ríkjandi frjáls- hyggju fengu þessar raddir ýmsu áorkað. Þrátt fyrir það höfum við ekkert farið, við erum þar sem við höfum alltaf verið. Strax í október á síðasta ári sendi biskup Íslands tilmæli til allra presta og sóknarnefnda um að auka bæna- og kyrrðarstundir, vera sýnilegri, og var því mætt um leið. Sums staðar kom í ljós að þörfin var ekki fyrir hendi utan þess sem hefð- bundið var en annars staðar eru þess- ar stundir vel nýttar. Víða í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu eru guðsþjón- ustur og bænastundir á ýmsum tím- um sólarhringsins flesta daga vik- unnar. Á landsbyggðinni er þjónusta kirkjunnar í takt við samfélagið sem hún þjónar. Innan kirkjunnar fer fram fjölbreytt starf. Á www.kirkj- an.is, heimasíðu kirkjunnar, má finna greinargóðar upplýsingar um þá þjónustu sem kirkjan veitir. Þar birt- ast daglega nýir pistlar og prédikanir sem tala inn í aðstæður okkar í dag. Þar má finna gagn- rýni á okkur sjálf og þjóðfélagið en þar má einnig finna huggun og hinn kristna boðskap vonarinnar í erfiðum aðstæðum. Það væri ekki hlut- verk kirkjunnar eða hinna andlegu leiðtoga að úthrópa ákveðna ein- staklinga og heimta eitt frekar en annað. Mótmælin sem í dag eru hávær eru ekki einsleit, þar er að finna margar raddir og ekki endilega eina lausn. Þau sem innan kirkjunnar starfa sinna þessum ólíku röddum. Við mætum því fólki sem glímir við vonleysi og efnahagsþrengingar og hughreystum í krafti trúarinnar, í bæn og með áþreifanlegri innan- landsaðstoð Hjálparstarfs kirkj- unnar. Við heyrum í lögreglumönn- um og fjölskyldum þeirra sem óttast aukið ofbeldi í mótmælum. Við hlust- um á reiðina, sýnum henni skilning en hvetjum til þess að beina henni í rétt- an farveg. Við mætum alþing- ismönnum og þeirra fjölskyldum sem einnig óttast um hag sinn, hag þjóð- arinnar, aukið álag. Við sinnum börn- unum okkar allra og stöndum með þeim, hlustum á þau og reynum að lesa í orð, áhyggjur eða gleði. Barnastarf kirkjunnar er með sama sniði og undanfarin ár, þar er gegnumgangandi þema. Efni vetr- arins var unnið og skipulagt fyrir um ári og byggist á þeim gildum sem hin kristna trú hefur staðið fyrir alla tíð. Fyrsta ritningarversið sem börnin áttu að læra er ríflega 2000 ára gam- alt: „Hvar sem fjársjóður þinn er þar mun og hjarta þitt vera.“ Í vetur höf- um við notað fjársjóðskistu og þegar börnin sáu kistuna fyrst héldu þau að hún væri full af gulli. En svo var rætt um fjársjóði í víðara samhengi og auðvitað komust börnin að þeirri nið- urstöðu að fjársjóðir þyrftu ekki að vera gull, heldur voru þau sjálf fjár- sjóður, fjölskyldan, vinirnir, umhverfi okkar, trúin, vonin og bænin. Dag- lega mætum við börnunum, þjóðinni, eins og við höfum gert í mörg ár. Við erum einmitt til staðar í trausti þess að við höfum verið hér áður og áfram boðum við hinn kristna boðskap, þann hinn sama og áður. Boðskap sem þjóðin okkar hefur áður stutt sig við og treyst á þegar meiriháttar áföll hafa dunið yfir. Boðskap sem miðlað er á stundum gleði og tímamótum fólks í kirkjunni við skírnir, ferm- ingar, hjónavígslur. Boðskap sem við höllum okkur að í sorginni við veik- indi eða dauða sem skeytir engu um ástandið í þjóðfélaginu. Í þeim að- stæðum sem og aðstæðum þjóð- félagsins talar hin kristna trú og hinir andlegu leiðtogar hennar og hún er til staðar fyrir öll þau sem til hennar leita og hún leitar einnig þeirra sem hana vilja finna eins og alltaf áður. Rödd þjóðkirkjunnar Guðbjörg Arn- ardóttir fjallar um þjóðkirkjuna og ástandið í þjóð- félaginu »Daglega mætum við börnunum, þjóðinni, eins og við höfum gert um aldir og í trausti þess boðum við áfram hinn sama kristna boðskap. Guðbjörg Arnardóttir Höfundur er sóknarprestur í Odda á Rangárvöllum. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla út- gáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.