Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 isflokksins ekki kannast við að nafn Jóhönnu hafi verið nefnt á sunnudag. Það hafi fyrst komið upp á lokafundi Ingibjargar Sólrúnar og Geirs í gær. Þolinmæðin var á þrotum Forystan í ríkisstjórn og seta Dav- íðs Oddssonar í stóli seðlabankastjóra virðist vera helsta ágreiningsefnið og ástæða þess að upp úr slitnaði. Ekki var að heyra á þeim þingmönnum beggja stjórnarflokka, sem rætt var við í gær, að mikill ágreiningur hefði verið um önnur mál. Varðandi Davíð greindi flokkana helst á um tímasetn- ingu breytinga, þ.e. hvort Davíð hætti strax eða þá 1. mars eins og forstjóri FME. Þannig var staðan þegar gærdag- urinn rann upp. Óformlegar þreif- ingar og samtöl héldu áfram fram eft- ir morgni. Óvissan um samstarfið var algjör en af samtölum við þingmenn má ráða að veikar vonir voru uppi um að ríkisstjórnin myndi lifa daginn af. Uppsöfnuð óánægja og pirringur beggja vegna stjórnarborðsins voru orðin yfirsterkari þeim vilja að halda sambúðinni áfram. „Skilyrðin urðu alltaf fleiri og fleiri,“ segir einn þing- manna Sjálfstæðisflokksins. „Við vor- um orðin leið á þessu japli, jamli og fuðri,“ segir Samfylkingarþingmað- ur. Þolinmæðin var augljóslega á þrotum á stjórnarheimilinu. Það voru því þungbúnir og orðvarir þingmenn sem komu til fundanna í húsakynnum Alþingis um tíuleytið í gærmorgun. Um svipað leyti fór sú fregn um netmiðlana, fyrst á Vísi.is, að stjórnin væri fallin og í burð- arliðnum væri minnihlutastjórn Sam- fylkingar og Vinstri grænna, undir forystu Ingibjargar Sólrúnar og með stuðningi Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins. Taka átti „lokasnúning“ Inni á þingflokksfundunum gerðu forystumenn flokkanna grein fyrir stöðu mála og kynntu sér jafnframt afstöðu þingmanna. Á fundi Samfylk- ingarinnar lögðu Ingibjörg Sólrún og Össur fram þau tíu atriði sem áhersla hefði verið lögð á í viðræðunum við Geir og Þorgerði Katrínu daginn áð- ur. Hið sama gerðu formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fyrir sitt leyti. Fékk Ingibjörg Sólrún þar skilaboð þingmanna Samfylk- ingar um að taka „lokasnúning“ á þessum atriðum í viðræðunum við Geir að loknum þingflokksfundum. Auk kröfunnar um forsætisráðu- neytið voru það málefni Seðlabank- ans, aðgerðir til aðstoðar fyr- irtækjum, stofnun bjargráðasjóðs heimilanna, Evrópumálin, frumvarp dómsmálaráðherra um greiðsluaðlög- un, niðurfærsla veðskulda, stjórn- lagaþing, og síðast ekki síst; að fylgja eftir áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins með stofnun sérstakrar fram- kvæmdanefndar. Viðmælendum blaðsins ber saman um að samkomulag hefði náðst um langflest þessi atriði. Upp úr stendur ágreiningur um forystuna eða „verk- stjórnarvaldið“, eins og það er orðað af hálfu Samfylkingarinnar. Fá skilaboð munu hafa gengið á milli þingflokkanna og fyrsta klukku- tímann gerðist fátt markvert fyrir ut- an fundarstaðina. Fyrsta hreyfingin var um ellefuleytið þegar Össur Skarphéðinsson kom fram, með bros á vör, en ferðinni var hins vegar heit- ið á salernið. Kannski táknrænt um að allt væri komið í vaskinn! Úrslitatilraunin Fundum þingflokkanna lauk svo upp úr klukkan tólf og næst tók við fundur Geirs og Ingibjargar Sól- rúnar. Þar var gerð úrslitatilraun til að halda lífi í ríkisstjórninni. Krafa Samfylkingarinnar um forsætisráð- herrastólinn var ítrekuð og nafn Jó- hönnu nefnt. Því hafnaði Geir alfarið. Eins glaðleg og þau Ingibjörg komu út af fundi í sama húsi í maí árið 2007, þegar ríkisstjórnin var mynduð, þá var mun þyngra yfir Geir er hann kom fram um eittleytið í gær og kynnti fjölmiðlum og alþjóð að þetta væri búið. Ríkisstjórnarsamstarfinu hafði verið slitið. Við tók áframhaldandi óvissa í ís- lenskum stjórnmálum, sem seint í gærkvöldi var ekki komin niðurstaða í. Valdataflið heldur áfram. Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarslit Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnir fjölmiðlum niðurstöðu fundar þeirra Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þar sem ákveðið var að slíta ríkisstjórnarsamstarfi til 20 mánaða. Forsætið sprengdi upp ríkisstjórnina  „Kóngi og drottningu“ var ekki fórnað  Síðustu andartökin í lífi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is GRÍÐARLEG óvissa og ólga ein- kenndi síðustu klukkustundirnar í ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar, al- veg frá því að formennirnir, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, áttu formlega fundi á heimili þess fyrrnefnda á sunnudag. Við tóku óformleg fundahöld og símtöl flokka á milli fram á aðfaranótt mánudags, en síðla kvölds voru þingflokkarnir boðaðir til fundar í þinghúsinu að morgni mánudags. Úrslitastundin var runnin upp. Samfylkingin leit svo á að búið væri að fórna biskupi, hrók og riddara á taflborði stjórnarsamstarfsins, og vís- aði þar til afsagnar viðskiptaráð- herra, forstjóra FME og stjórnarfor- manns FME, og komið væri að kóngi og drottningu, þ.e. bankastjóra Seðlabankans og breytingu á forystu ríkisstjórnarinnar. Fyrir þingflokksfundina var þó ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði ekki að gefa forsætisráðuneytið eftir, líkt og Samfylkingin hafði gert kröfu um á sunnudeginum. Í fyrstu gekk sú krafa út á að Ingi- björg Sólrún yrði forsætisráðherra, og einnig velt upp þeim möguleika að Össur færi í þann stól. Hann mun þó hafa hafnað þeim hugmyndum. Þá var farið að tala um utanaðkomandi aðila í forsætið. Einnig var sá kostur í boði af hálfu Geirs að Þorgerður Katrín tæki sæti hans í forsætisráðuneytinu. Þeirri hugmynd hafnaði Samfylkingin. Þegar nokkuð var liðið á sunnu- dagskvöld fór nafn Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra að heyr- ast sem forsætisráðherraefni. Þetta fékkst ekki staðfest á þeim tíma og þannig segjast þingmenn Sjálfstæð- Jenný Anna Baldursdóttir | 26. janúar Lýðræðið sigraði Þar sem ég sat yfir fréttum og Kastljósi sló það mig fast í höfuðið og tók síðan beina stefnu í hjartað og gerði það að verkum að ég fór að grenja úr gleði. Þetta það var að ég áttaði mig á því sem hefur raunverulega gerst á Íslandi og hvers vegna. Að í dag hafði fólkið, við mótmælendur, sigur, í hvaða formi sem við lögðum hönd á plóginn. Fólkið hafði sigur! Meira: jenfo.blog.is blog.is Eiður Svanberg Guðnason | 26. janúar Rogastans! Geri ráð fyrir að fleiri en mig hafi rekið í rogastans við að hlýða á ummæli Ólafs Ragn- ars Grímssonar frá Bessastöðum í dag. Engu er líkara en for- setinn telji sig hið nýja Bessa- staðavald. Í fyrsta lagi telur hann sig nú hafa þingrofsvaldið, en sú túlkun gengur þvert á skoðanir flestra fræði- manna. Meira: esgesg.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 26. janúar Forsætisráðuneytið Í bananalýðveldi eins og Íslandi heyrir Seðlabank- inn undir forsætisráðu- neytið í stað Alþingis. Þess vegna var eðlilegt að Samfylkingin legði höfuðáherslu á að fá það ráðuneyti í sinn hlut við hugsanlega uppstokkun í ríkisstjórn svo hægt væri að hreinsa til í bankanum. Það fékkst ekki og stjórnin féll. Meira: velstyran.blog.is Davíð A. Stefánsson | 26. janúar Sannleikur Það var bæði sorglegt og sérlega fróðlegt að hlusta á skítkastið á milli Geirs og Ingibjargar beint í kjölfarið á stóra skilnaðinum. Þetta „góða“ samstarf þeirra sem hefur að sögn einkennst af „heilindum“ reynist vera orðin tóm, yfirborðshamingja í besta falli. Meira: yddarinn.blog.is Stjórnarslit Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra lýsir atburðarás gær- dagsins á bloggsíðu sinni, bjorn.is, í gærkvöldi m.a. á þennan veg: „Við lukum fundi okkar í þann mund, sem Ingibjörg Sólrún kom út af þingflokksfundi Samfylking- arinnar, sem haldinn var í flokks- herbergi þeirra, en Ingibjörg Sól- rún komst ekki til fundar við Geir til að skýra honum frá nið- urstöðum í sínum flokki, án þess að ganga fram hjá fréttamönnum í anddyri skálans. Fréttamenn beindu hljóðnemum að Ingibjörgu Sólrúnu og fylgdist þingflokkur okkar með samtalinu í beinni útsendingu. Það hófst á því, að Ingibjörg Sólrún sagðist ekki vilja segja neitt, enda ætlaði hún fyrst að segja Geir frá niðurstöð- unni – síðan hélt samtalið áfram stig af stigi og hún sagði frá öllu sem máli skipti í fjölmiðlum, áður en hún hitti Geir. Við í þing- flokknum vissum þá, að fundur þeirra yrði stuttur, því að Ingibjörg endurtók kröfuna um að Samfylk- ingin fengi verkstjórann, án þess þó að geta hver hann yrði.“ Í beinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.