Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 40
40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Eftir Arnar Eggert Thoroddssen arnart@mbl.is HAUKUR Gröndal er maður lús- iðinn og hefur haldið úti mörgum og ólíkum tónlistarhópum í gegnum tíðina, þ.á.m. Rodent, Schpilkas og Lester Young Tribute Band. Einn- ig hefur Haukur komið fram sem sólóisti og hefur líka spilað nokkuð með systur sinni Ragnheiði Grön- dal og útsett fyrir hana og tekið upp. Framan af stundaði hann djassinn af hörku en eyrum hefur verið dýft í aðra stíla undanfarin ár og nú er svo komið að hann er upp fyrir haus í búlgarskri þjóðlaga- tónlist og árið 2006 stofnsetti hann sveitina Narodna Muzika ásamt þarlendum harmonikkuleikara, Borislav Zgurovski. Nýlega gaf sveitin út sinn fyrsta hljómdisk en ásamt þeim Hauki og Borislav leika þeir Todor Vasilev, Mitko Popov, Erik Qvick og Þorgrímur Jónsson á plötunni. Lengra aftur „Markmiðið hefur verið að dýrka þessa tónlist upp í sinni „réttustu“ mynd,“ útskýrir Haukur. „Þetta er eins hefðbundið og hægt er og ég hef verið að fara meira aftar en Búlgarar sjálfir gera í dag. Þ.e., það er ekki óalgengt að þeir nýti sér hljóðgervla og slíkt til að spila þetta og hljómurinn því oft dálítið froðu- og „kitsch“-kenndur. Ég vildi hins vegar hafa þetta sem mest „akústískt“, líkt og gert var fyrir áratugum. Platan var líka tek- in upp í Búlgaríu með þarlendum listamönnum til að hafa þetta eins ekta og hægt væri.“ Haukur segir tónlistina nokkuð óaðgengilega vestrænum eyrum, fyrsta kastið a.m.k.. „Það er engin 4/4 taktur í gangi. Takttegundir eru skrítnar þannig séð, nótur fara út og suður og tón- listin, sem er litrík bæði og fjörug, krefst mikillar færni þeirra sem hana leika.“ Haukur leikur jöfnum höndum á saxófón og klarinett en hér er það síðarnefnda hljóðfærið sem er uppi við. Get ég spilað þetta? „Ég kann ekki að útskýra hvað það er við þessa tónlist sem nær svona til mín. Ég var mikið að pæla í austurevrópskri þjóðlagatónlist sem endaði með því að ég fór að grandskoða þá búlgörsku og er bú- inn að fara út fimm eða sex sinnum til að læra meira um hana.“ Íslendingur að spila búlgarska þjóðlagatónlist? Írar að leika salsa- tónlist? Hjálmar og þeirra reggí? Oft nálgast hlustendur tónlist sem ekki er gerð af „innvígðum“ með varúð. Og Haukur viðurkennir að þetta er viss klípa eða dilemma. „Maður mætir vissulega for- dómum. En nú eru aðrir tímar, að- gangur að alls kyns tónlist er nán- ast óheftur og maður tekur það einfaldlega til sín sem maður fílar. Ég hef oft verið að rökræða við hann Borislav um þetta að glöggt er gests eyrað. Maður heyrir eitt- hvað í þjóðlagatónlist annarra landa sem heimamenn nema kannski ekki lengur. Og svo er maður búinn að vera á kafi í þessu í þetta mörg ár – er þetta þá ekki orðinn sæmilega mikill hluti af mér?“ Haukur bisar nú við að senda diska um öll heimsins höf til að koma tónlistinni og sveitinni frekar á framfæri. Þá stendur til að túra um gervöll Norðurlöndin til að breiða út hið búlgarska fagnaðar- erindi. Hvað er það við Búlgaríu?  Hinn fjölsnærði Haukur Gröndal er nú á bólakafi í búlgarskri tónlist  Hljóðdæmi um þetta má finna á nýrri plötu sveitar hans, Narodna Muzika Haukur Gröndal „Og svo er maður búinn að vera á kafi í þessu í þetta mörg ár - er þetta þá ekki orðinn sæmilega mikill hluti af mér?“ HERRANÓTT, leikfélag Mennta- skólans í Reykjavík, setur Meist- arann og Margarítu eftir Mikhael Búlgakov á svið þennan skólavet- urinn. „Við erum byrjuð að æfa á fullu en frumsýning er 27. febrúar,“ segir Þóra Sigurðardóttir, formaður Herranætur. Sýningar fara fram á heldur óvenjulegum stað þetta árið en leik- félagið fékk gamla Heimilistækja- húsið við Sæbraut til afnota. „Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt, það var frekar erfitt að finna stað því Tjarnarbíó er ekki í boði núna og Loftkastalinn gekk ekki upp. Við ákváðum því að fara nýjar leiðir og prófa að vera með tómt rými sem við getum unnið með. Við duttum niður á þetta hús og rýmið verður nýtt á óvenjulegan hátt, það verður ekkert svið á milli leikara og áhorfenda heldur rennur allt sam- an.“ Djöfullinn opnar augu fólks Rúmlega sjötíu nemendur MR koma að uppsetningunni en um tuttugu og fimm fara með hlutverk í sýningunni. Leikstjóri er Karl Ágúst Þorbergsson sem er fyrrver- andi nemandi MR og nýútskrifaður úr Fræðum og framkvæmd í Listaháskóla Íslands. Kristína Bergman sér um leikmynd og bún- inga en hún hefur komið að upp- setningu Herranætur síðustu þrjú ár. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni, við völdum verkið í byrjun sumars en sjáum nú betur og betur hvað það hentar vel á þessum tím- um sem við lifum á núna. Í Meist- aranum og Margarítu kemur djöf- ullinn til Moskvu og opnar augu fólks fyrir spillingunni sem er í þjóðfélaginu. Það verður spennandi að sjá hvort fólk sér einhverja hlið- stæðu með verkinu og því sem á sér stað í þjóðfélaginu hér núna,“ segir Þóra að lokum. ingveldur@mbl.is Herranótt í Heimilistækjum Morgunblaðið/Heiddi MR-ingar Þóra, formaður Herranætur, ásamt leikstjóra og aðalleikurum. Nemendur MR setja upp Meistarann og Margarítu Haukur gefur nýja plötu Nar- odna Muzika út sjálfur í gegnum fyrirtæki sitt Rodent. Um er að ræða nokkurs konar rassvasa- fyrirtæki eins og það er kallað og snýst um að koma út tónlist Hauks, vina hans og vanda- manna. Útgáfurnar eru nú orðn- ar alls sjö frá árinu 2003 og um er að ræða plötur með Schpil- kas (2 stk.), Ragnheiði Gröndal (fyrsta plata hennar, djass- kyns), Rodent (2 stk.), Lester Young Tribute Band og nú Nar- odna Muzika. Margur er knár …  Eins og bæjarbúar hafa vænt- anlega tekið eftir hefur skemmti- staðurinn á Laugavegi 22 staðið tómur undanfarnar vikur en stutt er síðan Gunnar Már Þráinsson end- urreisti staðinn undir fornfrægu götunúmeri staðarins. Gunnar hefur nú ráðist í enn meiri endurbætur og hyggur á tvískiptan rekstur á jarðhæð og annarri hæð. Mun það vera hugmynd Gunnars að opna skemmtistað í anda Kaffibars- ins og Sirkuss á jarðhæðinni en skemmtistað með samkynhneigðri áherslu á efri hæðinni. Með því verður starfsemin í hús- inu um margt lík því sem hún var á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar þegar samkynhneigðir og gagnkynhneigðir öldurhúsagestir tróðust hver um annan í hornhúsinu við Laugaveg og Klapparstíg. Ásamt Bíóbarnum, Kaffibarnum og Café au Lait í Hafnarstræti var staðurinn einn aðalskemmtistaður þeirra kynslóðar sem nú hefur náð hvað lengst í menningarlífi landsins. Lifir hann áfram á fornri frægð? Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FYRIR rúmu ári voru á öldum íslenskra ljós- vaka þrír sérþættir sem tóku á rokki af þyngra taginu. Metall á Rás 2, Babýlon á X- inu og dordingull.com á XFM og spönnuðu þættirnir allt litróf hinnar níðþungu listar. Á tíma var fjórði þátturinn, Blandspólan, í gangi á Reykjavík FM og því nóg úr að velja fyrir harðhausa landsins. Í dag hlustum við hins vegar út í tómið. Þungu hlassi hefur verið velt í burtu fyrir fullt og fast og eftir stendur ljósvakaleg fjaðurvigt. Þannig er mál með vexti að á sunnudagskvöld var lokaþáttur Hrynjanda á X-inu, en þeim þætti stýrðu þeir Egill Geirsson, oft kenndur við Changer, og Sigvaldi Ástríðarson, stund- um þekktur sem Valli Dordingull, en þeir höfðu sameinað krafta sína eftir að XFM þraut örendi. Ástæðan er tilfærsla sem þeir fé- lagar gátu ekki sætt sig við. Kvöddu þeir með því að spila eingöngu íslenskt þungarokk af öllum stærðum og gerðum og af nógu var að taka. Gróskan í íslensku þungarokki hefur hins vegar aldrei verið meiri en víst er að hún end- urspeglast ekki í útvarpsmenningunni. Sér- þættir af öllum toga eiga reyndar undir högg að sækja um þessar mundir en spurning hvort hægt er að skella allri skuldinni á blessaða kreppuna? Engin vigt í útvarpinu lengur Morgunblaðið/Valdís Thor Farnir Valli og Egill kvöddu með því að leika eingöngu íslenskt þungarokk af margvíslegu tagi.  Breska dagblaðið Independent segir frá því á fréttavef sínum að ný safnplata Sigur Rósar We Play Endlessly fylgi útgáfu blaðsins næsta laugardag í samvinnu við breska tónlistartímaritið Q. Um- rædd plata mun vera safn laga af síðustu þremur plötum sveitarinnar og inniheldur meðal annars lögin „Hoppípolla“ og „Sæglóp“. Sigur Rós lauk heimstónleikaferð sinni í nóvember á síðasta ári, hún var far- in til kynningar á síðustu breiðskífu sveitarinnar Með suð í eyrum við spilum endalaust. Að þeirri tón- leikaferð lokinni tjáðu meðlimir Sigur Rósar aðdáendum sínum að einhver bið yrði eftir nýrri plötu frá sveitinni enda hefði hún verið starfandi samfleytt í 15 ár. Gera má ráð fyrir að einstakir meðlimir sveitarinnar ráðist í einstaklings- verkefni í millitíðinni auk þess sem þeir muni koma að verkefnum ann- arra listamanna. Sigur Rósar-plata fylgir The Independent www.haukurgrondal.com www.rodentmusic.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.