Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Ósló. AFP, AP. | Norska stjórnin skýrði frá því í gær að hún hygðist verja 20 milljörðum norskra króna, eða sem svarar um 366 milljörðum íslenskra króna, í framkvæmdir sem ætlað er að sporna gegn því að efna- hagslægðin dýpki enn frekar. Verður fénu meðal annars varið til verklegra framkvæmda, viðhalds á opinberum byggingum og uppbygg- ingu innviða af ýmsu tagi, þar með talið umferðarmannvirkja. Þá verður fyrirtækjum komið til hjálpar með skattalækkunum sem nema alls 62 milljörðum ísl. kr. „Okkur mun ekki takast að koma í veg fyrir aukið atvinnuleysi, mark- miðið er að slá á aukninguna,“ sagði Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, á blaðamannafundi í gær, þegar greint var frá áætluninni. Atvinnuleysi hefur verið hverfandi í Noregi á síðustu misserum, en sam- kvæmt opinberum tölum fór fjöldi atvinnulausra úr 46.000 í 51.000 í desember, sem jafngildir um tveggja prósenta atvinnuleysi. Óttast stjórn- völd að á milli 10.000 og 15.000 manns muni bætast við á atvinnu- leysisskrá í janúarmánuði. Til að setja þær tölur í samhengi kveðst Halvorsen binda vonir við að innspýtingin nú muni að samanlögðu skapa og verja um 15.000 störf. 120.000 án vinnu árið 2010? Koma mun í ljós hvaða áhrif inn- spýtingin hefur og má nefna að sér- fræðingar norsku hagstofunnar telja að þrátt fyrir ofangreinda efnahags- áætlun muni atvinnulausir verða 120.000 árið 2010, eða sem nemur 4,6 prósentustiga atvinnuleysi. Samdráttur í hagkerfinu Þrátt fyrir góðar tekjur af olíu- og gasvinnslu er útlitið dökkt í norska þjóðarbúskapnum og er því nú spáð að hagkerfið dragist saman um 0,5 prósent í ár, þvert á nýlegar spár um 1,9 prósentustiga hagvöxt árið 2009. Norðmenn hafa sem kunnugt er lagt fé til hliðar af olíutekjunum og njóta þess nú að geta sótt fé í þann sjóð til að fjármagna áætlunina. Samhliða þessu verður greitt fyrir aðgengi að húsnæðislánum. Norðmenn blása til sóknar  Stjórnin ver tæplega 366 milljörðum íslenskra króna til að örva hagkerfið  Umfangsmesta viðreisnaráætlunin í þrjá áratugi  Átta mánuðir til kosninga Ósló Frá norsku miðborginni. VÍSINDAMENN við líftækni- miðstöð í Louisiana telja sig hafa sýnt fram á að kjúklingar og mýs sem eru sýktar af veiru nokkurri þyngist hraðar en ósýkt dýr. Niðurstaðan rennir stoðum undir þá kenningu að veiran eigi þátt í of- fitu hjá mönnum, en um þriðjungur fullorðinna einstaklinga sem glímir við offitu er sýktur af henni, 11 pró- sent ósýktra karla og kvenna. Veirusýkingin, sem getur borist á milli manna með hósta eða með óhreinindum á höndum, veldur því að fitufrumur fjölga sér. Þetta leið- ir til þess að einstaklingar sem eru sýktir af veirunni eru gjarnari á að fara fram úr kjörþyngd en aðrir. Vísindamaðurinn Nikhil Dhurandhar, sem fór fyrir rann- sókninni, telur líkur á að tilraunir með bóluefni gegn veirunni geti hafist innan 5 til 10 ára. Bóluefni gegn offitu? TUNGLIÐ sigldi fyrir sólina frá sjónarhóli mosku einnar í Man- ila, höfuðborg Filippseyja, í gær. Um deildarmyrkva var að ræða, þegar tunglið hylur ekki algjör- lega sólskífuna. Á Indónesíu var hins vegar hringmyrkvi, eins og sést á smærri myndinni. Hnettirnir mætast Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is VIÐBÚIÐ er að uppreisnarmenn úr röðum tamíl-tígranna á Srí Lanka haldi vopnaðari baráttu sinni áfram í formi skæruhernaðar, að mati sér- fræðinga sem rýnt hafa í stöðuna eftir að stjórnarherinn náði bænum Mullaittivu, síðasta vígi tígranna, á sitt vald á sunnudag. Með því áhlaupi hafa tígrarnir ekki lengur neitt land að verja, en þeir hafa undanfarinn aldarfjórðung barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis tamíla á eyjunni, í átökum sem talin eru vera eitt lengsta borgarastríðið í sögu Asíu. Umskiptin hafa verið hröð. Í ágústmánuði 2006 réðu tígrarnir yfir alls 15.000 ferkílómetra landsvæði, samanborið við aðeins um 300 fer- kílómetra nú á norðausturhluta eyj- arinnar, að sögn Sarath Fonseka, yf- irhershöfðingja stjórnarhersins. Harðlínuöflin einangruð? Að mati Jayadeva Uyangoda, stjórnmálafræðings við háskólann í Colombo, kann stjórnin að beita því útspili að bjóða tamílum einhvers konar sjálfstjórnarhérað, í því augnamiði að einangra harðlínuöfl meðal þjóðarbrotsins, sem ekki hafi hvikað frá kröfu um fullt sjálfstæði. Hefur sjálfstæðiskrafan verið við- varandi, ef frá eru taldar tímabundn- ar tilslakanir þar um í kjölfar vopna- hléssamkomulagsins 2002, þegar tígrarnir féllust á sjálfstjórnarsvæði. Meginástæða þess að tígrarnir hafa verið hraktir á flótta nú er sú ákvörðun stjórnarinnar að beita þá fullri hörku eftir að endanlega var horfið frá vopnahléssamkomulaginu í janúarmánuði í fyrra, þrátt fyrir al- þjóðlegan þrýsting um að fara frek- ar samningaleiðina í deilunni. Á sama tíma hefur hægt og sígandi dregið úr hernaðarmætti tígranna en að mati sérfræðinga hafa þeir nú aðeins um 2.000 menn undir vopn- um, eða nokkuð innan við einn hundraðasta af liðsstyrk stjórnar- hersins. Sigur í höfn yfir tamíl-tígrunum? Reuters Mannskaði Óttast er 100 óbreyttir borgarar hafi fallið í átökum fyrir helgi. Þessi tamílastúlka særðist. Stjórnin á Srí Lanka telur að 26 ára átökum sé nær lokið Srí Lanka Indland Malasía Indónesía Filippseyjar Kína Taívan Taíland Nepal Víetnam 1948 Eyjan Ceylon fær sjálfstæði frá Bretum. Verður að Srí Lanka 1972. 1956 Stjórnin ákveður að tungumál þjóðarbrotsins sinhala skuli verða opinbert tungumál landsins, sem leiðir til þess að tamílar upplifa sig enn einangraðri í ríkinu. 1976 Frelsishreyfing tamíla (LTTE) stofnuð. 1983 Borgarastríð brýst út eftir árásir tamíla á stjórnarhermenn. Talið er að yfir 70.000 manns hafi síðan legið í valnum. 2002 Vopnahléssamkomulag undirritað. 2004 Karuna liðþjálfi segir skilið við LTTE. Um 6.000 uppreisnarmenn ganga til liðs við hann. 2008 Stjórnin riftir vopnahléssamkomu- laginu, á sama tíma og herinn þrengir að tígrunum. 2009 Stjórnin lítur svo á að megin- átökum hafi lokið 25. janúar 2009. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RÍKI Evrópusambandsins (ESB) vilja aðstoða bandarísk yfirvöld við lokun Guantanamo-fangabúðanna þó að einstök ríki séu ekki reiðubúin til að samþykkja að taka við föngum að svo stöddu. Þetta kom fram eftir fund utanríkisráðherra ESB í gær. Ákvörðun í höndum hvers ríkis Utanríkisráðherrar 27 aðild- arríkja ESB ræddu örlög allt að 60 fanga sem ekki geta snúið aftur til heimalanda sinna verði fangabúð- unum lokað, þar sem þeirra bíða of- sóknir eða dauði. Franski utan- ríkisráðherrann, Bernard Kouc- hner, sem fór fyr- ir fundinum, sagði að hvert ríki fyrir sig yrði að ákveða hvort það tæki við föng- um. Mörgum spurningum væri ósvarað eins og hvort fangarnir yrðu meðhöndlaðir sem flóttamenn eða hælisleitendur, hvort þeir þyrftu mikla örygg- isgæslu eða hvort þeir væru hrein- lega of hættulegir til að þeim yrði hleypt til Evrópu. Kouchner sagði jafnframt að lík- lega yrði farið fram á að sérfræð- ingar á vegum ESB heimsæktu fang- elsið og tækju viðtöl við fangana. „Þetta er erfitt lögfræðilega þar sem hvert landanna 27 hefur tekið mismunandi afstöðu og hefur mis- munandi lagaramma,“ sagði Kouc- hner. Samkvæmt bandarískum yf- irvöldum eru um 100 af þeim rúmlega 240 föngum í Guantanamo- fangelsinu álitnir of hættulegir til að verða látnir lausir. Um 60 fangar eru tilbúnir til lausnar en verða ekki sendir til heimalanda sinna vegna hættu á ofsóknum. Vilja upplýsingar um fangana Bernard Kouchner  ESB íhugar að taka við föngum úr Guantanamo að uppfylltum öryggiskröfum  Hvert ESB-ríki fyrir sig verður að ákveða hvort tekið verður á móti föngum Í HNOTSKURN »ESB hefur ekki enn boristformleg beiðni frá Banda- ríkjunum um að taka við föng- um frá Guantanamo. »Líklegt þykir að Þjóð-verjar, Svíar, Írar og Finn- ar bjóði fram aðstoð sína. »Hollendingar segja Guant-anamo-búðirnar mistök Bandaríkjastjórnar sem hún verði að leysa. Jabaliya. AFP. | Hamas-samtökin bera mikla ábyrgð á átökunum á Gaza á síðustu vikum, að því er Lo- uis Michel, sem fer með þróunar- mál og mannúðaraðstoð hjá Evrópusambandinu, lét hafa eftir sér í heimsókn til Gaza í gær. Ítrekaði Michel þau skilyrði ESB fyrir því að sambandið beiti sér í friðarviðræðum milli Ísraels og Palestínumanna að Hamas viður- kenni tilverurétt Ísraelsríkis og láti af vopnuðum árásum. Útilokaði Michel, sem er þekktur fyrir gagnrýni á Ísraelsstjórn, við- ræður við Hamas, með vísun til þess að þar færu hryðjuverkasamtök Þá væri óþolandi að ESB, helsti bakhjarl Palestínumanna, kostaði uppbyggingu mannvirkja þar sem væru jafnharðan brotin niður. Bera mikla ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.