Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 19
Daglegt líf 19ÚR BÆJARLÍFINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Jón Gissurarson vekur máls á þvíað timburmenn geti verið ansi duglegir. „Ef maður verður leiður á þeim er þó hægt að hugga sig við það að þeir taka sér stundum frí.“ Þó að vínið létti lund, er lýkur dagsins önnum. Gefur ætíð gleðistund gnægð af timburmönnum. Daginn eftir vinna vel vert um þá að ljóða. Starfsmenn afar trausta tel timbursmiði góða. Oft og tíðum fer þó frá fjalasmiður mætur. Þegar svefninn sígur á seinni hluta nætur. Kristján Runólfsson bendir á að um 100 dagar eru liðnir síðan neyð- arlögin voru sett, en enginn hefur enn verið dreginn til ábyrgðar: Nú skal heimild neyðarlaga, nýta til að góma seka. Hafa þeir um hundrað daga, haft, en engan viljað reka. VÍSNAHORN | pebl@mbl.is Af timbri og neyðarlögum Hestamennska nýtur sívaxandi vinsælda í Þingeyjarsýslu og er nú orðin valgrein í nokkrum skólum. Reiðnámskeið eru í boði fyrir börn á öllum aldri og í Hestamiðstöðinni í Saltvík hefur verið unnið gott og gagnlegt starf með ungu fólki sem hefur haft mikla ánægju af því sem þar er verið að gera. Þá hafa hesta- mannafélagið Þjálfi og Rækt- unarbúið Torfunes boðið upp á reiðkennslu í vetur og er þar um að ræða kennslu fyrir bæði hópa og einstaklinga. Kennslan fer fram í nýju reiðhöllinni og er boðið upp á fyrirlestra og sýnikennslu auk þess sem verið er með föndur og fleira fyrir börn á aldrinum 4-7 ára þann- ig að allir geti verið með, líka yngsta fólkið.    Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu snertir Þingeyinga eins og alla landsmenn og fjölmenntu íbúar sýslunnar á fund til Húsavíkur á dögunum til þess að mótmæla þeim breytingum sem framundan eru. Þingeyingar eru þreyttir á nið- urskurði því margt hefur horfið úr héraðinu sem áður þótti sjálfsagt að hafa. Má þar nefna flug- samgöngur, fæðingardeild, kaup- félag með dagvöruverslun, mjólk- ursamlagi, búvéladeild og tilheyrandi. Þá var sú tíð að skatt- stofa var starfandi á Húsavík, þar var bólstrari, gullsmiður, skó- smiður, rækjuverksmiðja o.m.fl. Allt er þetta horfið í dag og mat- vöruverslunin er ekki lengur í höndum heimamanna.    Dýralæknaþjónustan er líka undir skurðarhnífnum og nú er einungis einn dýralæknir með Þingeyj- arumdæmi því öðrum dýralækn- inum af tveimur hefur verið sagt upp störfum. Erfitt er að sjá hvaða sparnaður þetta verður því það þarf að kaupa afleysingar um helg- ar og í sumarfríum. Þá væri dýrt spaug ef dýralæknirinn tæki upp á því að verða veikur því oft þarf að hafa hraðar hendur þegar skepnur veikjast. Bændur hafa áhyggjur af þessari þróun en héraðið er víðlent og varla hægt að ætla það einum manni til langframa.    Margar kýr hafa borið á sumum bæjum að undanförnu og hefur mjólkurinnlegg aukist á svæðinu. Þrátt fyrir kreppuna ríkir ákveðin bjartsýni hjá bændum enda hafa þeir ekki misst vinnuna því það þarf að sinna gegningum hvað sem er að gerast í þjóðfélaginu. Öllum finnst gaman þegar mikið fæðist af kálfum því þá er eitthvað að gerast og gott getur verið að slökkva á út- varpinu þegar fréttirnar af þjóð- inni fara á versta veg. Hins vegar er því ekki að neita að óvissan er mikil á mörgum sviðum en vonandi fer að rakna úr mörgum málum, t.d. óvissunni um áburðarverð o.fl.    Þorrinn er genginn í garð og er hann jafnan mikil gleðitími í Þing- eyjarsýslu eins og víðar. Þorrablót voru haldin í Bárðardal, Mývatns- sveit og á Tjörnesi um síðustu helgi en um næstu helgi verða haldin blót í Aðaldal og Reykjadal. Síðar koma svo Fnjóskadalur, Kinn og Reykjahverfi auk þess sem þorrablót eru haldin í öllum grunnskólunum. Mörg dæmi eru um að fólk fari á fimm blót og hafa engar samkomur slegið þessum ár- legu blótum við en þar fara menn á kostum á leiksviðinu og dansa sér til gleði. Gamall bóndi orðar þetta svo: Á þorrablótin mæta menn, matast vel hjá kertaljósi. Mjöltum samt þeir sinna enn, en syfjar oft í morgun-fjósi. LAXAMÝRI Atli Vigfússon fréttaritari Morgunblaðið/Atli Vigfússon. Thelma Dögg Tómasdóttir í Víðiholti Suður-Þingeyjarsýslu kann vel að meta þegar mikið fæðist af kálfum í fjósinu. ÍBÚAR Ísafjarðar efndu til Sólar- kaffis á sunnudag í tilefni af því að sú gula heiðraði bæinn með nærveru sinni á ný eftir um tveggja mánaða hlé. „Þessi hefð þekkist í fleiri lands- hlutum en ég held að Ísfirðingar hafi byrjað með þetta. Það eru all- tént ekki margir staðir á landinu þar sem sólar nýtur við í skemmri tíma yfir veturinn. Hún hverfur héðan í nóvember og kemur ekki aftur fyrr en 25. janúar og það er hinn formlegi sólrisudagur okkar Ísfirðinga. Á þeim degi sér til sól- ar yfir fjöllin í fjarðarbotninum. Hún gægist yfir fjallbrúnina og sendir fyrstu geislana niður á Sól- götuna á eyrinni sem dregur nafn sitt vitaskuld af því. Það tekur sól- skinið síðan nokkra daga að skríða niður eftir kirkju bæjarins og hitta jörðina,“ segir Ólína Þor- varðardóttir þjóðfræðingur á Ísa- firði. Til siðs er að baka pönnukökur með kaffinu á þessum ánægjulega degi og lengi hefur verið haldinn síðkjóladansleikur kenndur við Sunnukórinn fyrsta laugardag eft- ir 25. janúar en kórinn var stofn- aður á sólrisudegi. Nema hvað? Dansleikurinn verður á sínum stað á laugardaginn en nú hefur hann hlotið yfirskriftina Sólardans- leikur. „Þetta er fínasta og virðu- legasta ballið í bænum og allir sem vettlingi geta valdið mæta á staðinn. Það er ekki nóg fyrir okk- ur Ísfirðinga að borða pönnukökur og drekka kaffi af þessu tilefni, við verðum að stíga sólardansinn líka,“ segir Ólína. Brottfluttir Ísfirðingar láta ekki sitt eftir liggja og á föstudaginn kemur efnir Ísfirðingafélagið í Reykjavík til Sólarkaffis á Hilton- Nordica-hótelinu. „Það er líka ball sem oftast hefst með kaffi og pönnukökum að sjálfsögðu. Svo er dansað. Það er jafnan mikið fjöl- menni á þessu balli enda hafa Ís- firðingar alltaf gaman af því að hittast,“ segir Ólína. orri@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Í sól Ísafjarðarkirkja stendur við Sólgötu, þar sem fyrstu geislar sólarinnar falla eftir dimman vetur. Ísfirðingar stíga sólardansinn GALLHÖRÐ avókadó eða þurrar óætar perur hafa valdið mörgum vonbrigðum í gegnum tíðina. Það getur nefnilega verið erfitt að meta það í grænmetisdeildinni, hvort ávextir séu á því þroskastigi sem neytandinn óskar eftir. En nú gæti lausn verið í sjónmáli því til stendur að prófa nýja ávaxta- skynjara í stórmörkuðum Tesco í Bretlandi. Skynjararnir nema lykt frá ávöxtunum og sýna rautt þegar ávöxturinn er óþroskaður, appels- ínugult þegar hann er mátulegur og gult þegar hann er orðinn of- þroskaður. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Þroskað eða óþroskað? Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Íslenskt stjórnborð - Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar - 20 ára ending Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í yfir hundrað ár. Miele þvottavélar eru framleiddar til að endast. Þvottavélar - verð frá kr. 164.995 Þurrkarar - verð frá kr. 139.995 TILBOÐ Sparðu með Miele

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.