Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 1
Eftir Þórð Snæ Júlíusson og Pétur Blöndal MINNIHLUTASTJÓRN Samfylk- ingar og Vinstri grænna (VG) verð- ur að öllum líkindum mynduð í dag. „Það stefnir allt í vinstri stjórn,“ sagði viðmælandi Morgunblaðsins í Samfylkingunni. Viðræður milli flokkanna hófust í gærkvöldi en heimildir Morgunblaðsins herma að fulltrúar þeirra hafi rætt óform- lega saman síðustu daga um mögu- legt samstarf ef fyrra ríkisstjórn- arsamstarf héldi ekki. Vilja að Jóhanna leiði stjórn Þegar ljóst var að ríkisstjórnin væri sprungin stóð vilji VG fyrst til þjóðstjórnar. Fljótlega varð þó ljóst að slík stjórn var ekki líkleg þar sem Samfylkingin vildi að Jó- hanna Sigurðardóttir leiddi hana, en Geir H. Haarde taldi að það ætti að vera fulltrúi stærsta stjórnmála- flokksins. Stjórn VG fundaði síðan í gærkvöldi um stjórnarmyndun og í kjölfarið var boðaður flokksráðs- fundur klukkan 20.30 í kvöld, en hann er æðsta vald flokksins milli landsfunda. Á þeim fundi verður farið fram á samþykki fyrir nýrri ríkisstjórn. Baldur og bankastjórar víki Helstu áherslur VG í nýrri ríkis- stjórn eru þær að hert verði á rannsókn bankahrunsins og að fleiri erlendir sérfræðingar verði fengnir til verksins. Flokkurinn vill að hreinsun eigi sér stað innan stjórnsýslunnar og í eftirlitsstofn- unum. Bankastjórar Seðlabankans verði því látnir víkja og nýtt skipu- lag tekið upp í bankanum. Auk þess verði Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, látinn hætta störfum. VG mun einnig fara fram á stjórnarskrárbreytingu þess efnis að ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur verði sett þar inn. Þá vill VG að ráðherrum verði fækkað, að eftirlaunalögin verði afnumin að fullu og að boðaðar skipulagsbreyt- ingar í heilbrigðiskerfinu verði endurskoðaðar. Flokkurinn vill einnig að rætt verði við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um að endur- skoða stýrivaxtastefnu fyrra sam- komulags með það fyrir augum að vextir lækki hraðar en áður var áætlað. 16.00: Geir H. Haarde 18.59: Steingrímur J. Sigfússon 20.17: Sigmundur D. Gunnlaugsson 21.24: Guðjón Arnar Kristjánsson  Upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar slitnaði eftir 615 daga  Viðræður um rauðgræna stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna líklega í dag  Munu leggja áherslu á bráðaaðgerðir, breyttan Seðlabanka og hreinsun í stjórnsýslunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið í stjórn? Forystusveit Vinstri grænna fundaði í húsnæði þingflokks VG í Vonarstræti í gærkvöldi. »2 Allt stefnir í vinstristjórn 17.58: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir telur ekki útilokað að í dag takist að mynda stjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur með stuðningi VG, Framsóknar og Frjálslyndra. »4 Samfylkingin stefnir á nýja ríkisstjórn í dag Sjónarmið forsetans um að misskiln- ingur sé að forsætisráðherra hafi þingrofsréttinn einn og sér gengur þvert á það sem ætla má að stjórn- arskráin feli í sér, segir Björg Thor- arensen, prófessor í stjórnskip- unarrétti. »6 Sjónarmið forsetans þvert á stjórnarskrána Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. J A N Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 25. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Leikhúsin í landinu >> 37 PÁLÍNA ÓSK GRÆNLANDSFARI ÚTIVIST DREGUR ÚR KREPPUKVÍÐA ÍÞRÓTTIR Allt í rugli hjá Reggina á Ítalíu Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SAMFYLKINGIN vill kjósa um hvort sækja eigi um Evr- ópusambandsaðild samhliða þingkosningum hinn 30. maí, að stjórnarskránni verði breytt til að greiða fyrir ESB- aðild og að tillaga um stjórnlagaþing verði lögð fram. Þetta kemur fram í tíu liða aðgerðaáætlun flokksins sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Samfylkingin vill skipta út yfirstjórn Seðlabankans, að lögum um bankann verði breytt með þeim hætti að yfir honum verði einn bankastjóri sem skipaður verði út frá alþjóðlegum hæfnis- kröfum og að komið verði á fót peningastefnuráði. Þá verði skipuð sérstök nefnd um endurskoðun peninga- málastefnu bankans. Í áætluninni er einnig gert ráð fyrir því að gripið verði til bráðaaðgerða til að koma heimilum og fyrirtækjum til hjálpar og að komið verði á fót upplýs- ingamiðstöð um aðgerðir til að mæta afleiðingum banka- hrunsins. Þó er lögð áhersla á að efnahagsáætlun Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins verði fylgt áfram. | 2 Vilja kjósa um ESB 30. maí  Samfylking vill þing- og Evrópusambandskosningar 30. maí  Vilja skipta út í Seðlabanka en halda IMF-áætlun Aðeins hafa verið myndaðar þrjár minnihlutastjórnir hér á landi. Allar áttu þær það sameiginlegt að hafa verið bráðabirgðastjórnir sem aðeins var ætlað að sitja í skamman tíma. »8 Minnihlutastjórnir afar fátíðar hérlendis Fráfarandi ríkisstjórn byrjaði með stærri þingmeirihluta en gengur og gerist en lenti í meiri ólgusjó en flest- ar á öðru ári sínu. Stiklað er á stóru í sögu ríkisstjórnarinnar. »15 Stiklað á stóru í sögu Þingvallastjórnar Landið var án ríkisstjórnar í tvo mán- uði fyrir 22 árum en stjórnin sem þá tók við sprakk í beinni sjónvarps- útsendingu eftir rúmt ár. »14 Síðasta stjórnarkreppa var árið 1987  Forystugreinar | 20 „Ég sá þá fyrir mér að við myndum bæði víkja, formaður Samfylking- arinnar og ég, og við tæki tíu manna ríkisstjórn undir forystu Þorgerðar Katrínar,“ segir Geir H. Haarde um aðdraganda stjórnarslitanna. »4 Geir stakk upp á tíu manna ríkisstjórn Einn af öðrum mættu formenn stjórnmálaflokkanna til viðræðna við Ólaf Ragnar Grímsson forseta á Bessastöðum í gær. Umræðuefnið var hvaða möguleikar væru á myndun nýrrar ríkisstjórnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.