Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 9
FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) er nú án stjórnar eftir að Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem við- skiptaráðherra og stjórnendur FME einnig. Jón Sigurðsson, sem sagði af sér sem formaður stjórnar eftirlitsins á dögunum, segir mikil og erfið verk- efni á herðum eftirlitsins. „Starfsfólk eftirlitsins hefur staðið sig gríðarlega vel við erfiðar aðstæður og það er ekki við það að sakast, þegar horft er til bankahrunsins,“ segir Jón og nefn- ir sérstaklega að það væri afrek í sjálfu sér að tekist hefði að halda grunnfjármálaþjónustu í landinu gangandi með því að stofna þrjá nýja banka úr innlenda hluta stóru bank- anna þriggja og fela skilanefndum að annast eignavörslu fyrir erlenda hlut- ann í byrjun október. FME hefur það verkefni helst að fylgjast með því að starfsemi eftirlits- skyldra aðila sé í samræmi við „lög og reglur og að öðru leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskipta- hætti,“ eins og orðrétt segir á vefsíðu FME þar sem starfsemin er skýrð. Eftirlitið hélt ekki við Jón segir rætur þess að bankarnir hrundu vera djúpstæðar. Það hafi margir greinendur, bæði innlendir og erlendir staðfest. „Það eru margir sem rekja þetta til einkavæðingar bankanna. Ég tel einnig að það sé hægt að rekja ýmislegt til laga um hlutafélögin og fjármálamarkaðinn, og hvernig þau gerðu eftirlit erfitt og stundum nær ómögulegt,“ segir Jón. Hann vitnar til þess að í kjölfar breytinga á lögum um hlutafélög hafi orðið til ofgnótt einkahlutafélaga og annarra félaga, sem hafi „ruglað menn í ríminu“ og gert eftirlit erf- iðara en ella. „Ég held að FME hafi ekki verið eflt nægilega meðfram þeim ofvexti sem varð á fjár- málamarkaði á undraskömmum tíma.“ Verkefni langt komin Íris Björk Hreinsdóttir, lögfræð- ingur hjá Fjármálaeftirlitinu, segir það síðan um miðjan október hafa rannsakað hvort brotið hafi verið gegn þeim lögum sem Fjármálaeft- irlitið hefur eftirlit með í starfsemi bankanna þriggja sem komust í greiðsluþrot í byrjun þess mánaðar. „Líklegt er að fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tugum mála sem tengjast bankahruninu í október í fyrra muni liggja fyrir innan nokkurra vikna,“ segir hún. „Með miklum dugnaði starfsfólks hefur gengið vel að hraða rannsókn á þeim málum sem komið hafa inn á okkar borð,“ segir Íris. Mikil vinna hafi farið í að forgangs- raða málum eftir umfangi, lagagrein- um sem sérhvert mál fellur undir og almennu flækjustigi. Vel hafi gengið að vinna úr skýrslum endurskoðunarfyrirtækja, og er- lendra sérfræðinga, um starfsemi bankanna. Jón segist gera ráð fyrir því að staða forstjóra FME verði auglýst af nýrri stjórn þegar hún hefur verið skipuð. Mikilvægt sé að skapa traust á íslensku fjármálakerfi að nýju, svo mögulegt sé að endurreisa banka- kerfið með trúverðugum hætti. Jón segir ljóst að FME hafi ekki haft úr- ræði til þess að hafa heildareftirlit með fjármálakerfinu. Það eftirlit sé á sviði ríkisstjórnar og Seðlabanka. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að forsvarsmenn Seðlabankans sýni viðleitni til að auka traust, eins og viðskiptaráðherra og stjórnendur FME hafa nú gert. Þar verði nú gert hreint borð eins og í FME. Þess vegna sagði ég af mér í bankaráði Seðlabankans í [gærmorgun]. Það hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt nú að endurvekja traust á þessum tveimur stofnunum. Því er svo einnig við þetta að bæta að mitt samstarf við Jónas forstjóra FME var gott og traust.“ Ljóst er að mikið verk bíður þeirra sem taka við stjórn FME, við að byggja að nýju upp traust á fjármálakerfinu og eftirlitinu sem þarf að vera með því. Morgunblaðið/Golli Saman við borðið Jónas Fr. Jónsson lætur formlega af embætti 1. mars n.k. Hann sést hér með Björgvini G. Sigurðssyni fyrrverandi viðskiptaráðherra. FME án stjórnar á viðkvæmasta tíma Jón Sigurðsson segir fjármálaráðu- neytið og önnur ráðuneyti ekki hafa unnið nægilega hratt að því að skilja á milli verkefna nýju og gömlu bank- anna. „Ég tel að það hafi vantað ákveðnari forystu af hálfu ríkisins um það hver fer raunverulega með þau mál og hvernig á að leysa þau. Það skiptir miklu máli fyrir ein- staklinga og fyrirtæki í landinu að úr þessu sé leyst farsællega. Menn hafa verið of seinir í svifum.“ VANTAÐI HRAÐANN Eftirlitsskyldir aðilar á fjármála- markaði, sem FME þarf að hafa eft- irlit með, eru viðskiptabankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, vá- tryggingamiðlanir, lánafyrirtæki, þar á meðal fjárfestingarbankar, og greiðslukortafyrirtæki. TIL SKOÐUNAR 9 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur skipað fyrir um að fulltrúar Teymis hf. í stjórn Tals víki og í stað þeirra skuli skipaðir tveir óháðir menn sem tilnefndir verða af Sam- keppniseftirlitinu. Þá eru tiltekin ákvæði í samningi Tals og Vodafone um aðgang Tals að farsímaneti Vodafone lýst ógild á þeim grundvelli að þau séu andstæð eldri ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er bent á tölvupóst Ólafs Þórs Jó- hannessonar, framkvæmdastjóra Teymis og núverandi stjórnarmanns Tals, til Hermanns Jónassonar, fyrr- verandi forstjóra Tals, dags. 18. apríl 2008, en þar segir orðrétt: „… Náði í ÁPJ [Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Teymis og Vodafone – innsk. Samkeppniseftirlitsins] áðan og er hann í stuttu máli alveg brjál- aður yfir stöðunni, sífellt verið að stela viðskiptavinum af Vodafone (ljótar brottfallstölur að birtast í gær/morgun sem er á skjön við hug- myndina um að höggva í samkeppn- isaðilana) …“ Að mati Samkeppniseftirlitsins sýnir þessi tölvupóstur að Vodafone var ósátt við samkeppni frá Tali/IP- fjarskiptum. Telur eftirlitið að í kjöl- far þessa hafi verið gerðar breyting- ar á viðskiptastefnu Tals til að koma í veg fyrir slíka samkeppni. Teymi mun áfrýja ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins. Teymi vísar jafn- framt á bug getgátum um að Voda- fone og Tal hafi átt samráð um markaðsaðgerðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Teymi. Fulltrúar Teymis í stjórn Tals víki • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 50% afsláttur af öllum vörum Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið virka daga frá 10-18 FLOTTAR GALLABUXUR str. 36-56 www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 Stórútsalan í fullum gangi 30-80% afsláttur ÚTSALA 30-70% afsláttur M bl .is M or gu nb la ði ð Samkvæmt könnun MMR um traust fólks á aldrinum 18–67 ára til fjölmiðla, dagana 19.–23. des. Íslendingar treysta Mbl.is og Morgunblaðinu 64,3% mikið traust lítið traust 11,4% 64,0% 8,9%                   !          "    "            #  "         $   %& '' " ( )   )''*   ++           !    (  ,  ---    .      * '' /( )0   )''* 1234 56576  789:7; < #;3:=;! 4 FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.