Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóðarinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Nú safnast fólk saman í mót- mælastöðum, gargandi og gólandi að stjórnin eigi að axla ábyrgð. Nú er tími hinna yfirlýsingaglöðu tækifærissinna. Það spretta fram úr skápum og skúma- skotum sjálfskipaðir kjaftaskúmar sem apa hver eftir öðrum upphróp- anir, fullyrðingar og pólitískar klisjur. ’ NÚ HEFUR það gerst að verstu ólæti síðan 1949 hafa átt sér stað á Austurvelli og lögreglan hefur þurft að grípa til tára- gass og lögreglumenn hafa slasast. Já „blaðurbyltingin“ er búin og „sjónvarps- byltingin“ er hafin. Það setur að fólki óhug, ískaldur hrollur dauðans, hin hvíta og rauða krumla stjórnleysis og komm- únisma leggst eins og álög eða galdur og byrgir mönnum og konum sýn, menn tapa áttum. Þetta eru eins og trúarlegir vítusardansar síðgotíkur. Óðir af heift garga menn og konur á torgum og ákalla réttlæti, þeirra réttlæti. Er þetta ekki svipað því réttlæti sem fólkið heimtaði og rómverski landstjórinn þvoði hendur sín- ar af. Hin einu sönnu mótmæli sem maðurinn ætti að leggja stund á er að rækta sinn innri mann og berja í sína eigin bresti og breyskleika. Þess í stað viðgengst nú að æsa upp fólk gegn samborgurum sínum. Það virðist ganga faraldur sem kalla mætti mótmælasýki og ef grannt er skoð- að á sú sýki sér upptök og rætur djúpt í sálarlífi sérhvers manns. Málið er einfalt, mótmælasýki svipar nokkuð til áfengissýki sem hefur verið greind í eftirfarandi þrjá meginþætti: Líkamlegur, félagslegur og andlegur sjúkdómur. Oft er reiði alvarlegur þáttur í hegðunarvanda sjúklinga. Alkóhólismi er stigvaxandi sjúkdómur sem endar gjarnan með geðveiki eða dauða ef ekki er gripið inn í strax. Blóðug saga mót- mæla og byltinga ber það með sér að ör- lög þeirra sem eru helteknir af mótmæla- sýki eru oft þau sömu og alkóhólistanna sem ná ekki að hætta að drekka. Hegðun mótmælandans minnir á líf drykkjumanns sem misst hefur stjórn á eigin lífi og er eins og rekald á börum og strætum borgarinnar í leit að þeirri lífs- fyllingu sem áfengi færir honum. Mót- mælendur virðast margir fólk sem lifir í myrkri og reiði í leit að mótmælum til að fullnægja mótmælaþörf sinni. Sjálfsmynd og sjálfsvirðing þess stendur og fellur með því að níða niður menn og konur sem stundum hafa unnið það eitt sér til saka að hafa verið að sinna störfum fyrir sam- félagið á erfiðum tím- um. Nú eru það alþing- ismenn sem verða fyrir barðinu á mótmælasýk- inni. Mótmælandinn verð- ur að mótmæla. Mótmælandinn gerir sér ekki alltaf grein fyrir eðli þeirra mála sem hann er að mótmæla hann er sjálf- hverfur og neitar að horfast í augu við sannleikann. Gleymir því gjarnan að trúnaðarstörf eru þýðingarmikil störf sem unnin eru oftast af samviskusemi. Til að hægt sé að vinna að trúnaðarstörfum þarf þagmælsku og vandað fólk sem hleypur ekki út á torg með þau mál sem því er trúað fyrir. Samfélagið er nú í upp- námi og mikil vinna fer fram þar sem bankar, fjárfestar og fjárglæframenn eru skoðaðir ofan í kjölinn. Mótmælandinn verður að átta sig á því að nauðsynlegt getur verið rannsóknarinnar vegna að fara gætilega og varast að dæma eða bera fólk sökum. Nú safnast fólk saman í mótmælastöð- um, gargandi og gólandi að stjórnin eigi að axla ábyrgð. Nú er tími hinna yfirlýs- ingaglöðu tækifærissinna. Það spretta fram úr skápum og skúmaskotum sjálf- skipaðir kjaftaskúmar sem apa hver eftir öðrum upphrópanir, fullyrðingar og póli- tískar klisjur. Það er skelfilegt til þess að hugsa að fámennur minnihlutahópur skuli geta sett allt á annan endann. Nýtt Ísland hefur boðið upp á börn á mótmælafundum sem ræðumenn. Þetta held ég að sé nýr tónn. Kannski er fram- haldið það að boðið verður upp á Alþingi á menntaskólastigi? Nei. Nýtt Ísland býð- ur ekki upp á neitt nýtt, aðeins gömlu reiðu klisjurnar. Sagði ekki einhver áróð- ursmeistarinn að ef að lygin væri end- urtekin nógu oft yrði henni trúað og yrði við það að sannleik? Austurvöllur er orð- inn vettvangur skrípaláta af því tagi. Þar sagði ræðumaður á hverjum laugardegi: „Þið segið „Já“ við eftirfarandi liðum“ síðan er sami listinn lesin upp á hverjum laugardegi og fólkið hrópar: „Já“. Kjarni málsins einfaldlega sá að einu sönnu mótmæli mannsins eru þegar ein- staklingurinn breytir rétt samkvæmt sinni sannfæringu og lagar sína galla í samræmi við sig sjálfan. Alltaf er mik- ilvægt að ganga ekki á mannhelgi ann- arra og samfélagsins. Vinur minn sagði við mig um daginn „Ég er ekki ríkur en ég hef engan svikið eða prettað, með það er ég sáttur. Og bætti við: „Útrásarvíkingarnir, þeir spegluðu sig í peningunum sem leiddi þá inn í eyðilönd hégómans, það er þeirra að axla ábyrgð“. Vissulega er ábyrgðin líka stjórnvalda og rétt er að skora á þau að laga auka- verkanir bankahrunsins svo sem stilla gengisvísitölu, neysluvísitölu og láns- kjaravísitölu upp á nýtt. Eignir fjár- glæframanna á að frysta tímabundið með- an rannsókn á bankahruninu fer fram. Taka má upp dollara með stuttum fyr- irvara. Hægt er að vinda ofan erfiðleikum þannig að sátt náist að myndast í sam- félaginu. Sjónvarp er áhrifaríkur miðill og það er núna tækifæri að nýta möguleika þess og breiða út boðskap sátta, upp- byggingar og samkenndar. Fara verður málefnalega í saumana á ástandinu þar sem öll sjónarmið eru skoðuð og skil- greind öllum þegnum landsins til góðs. Ég hvet alla ábyrga Íslendinga til þess að leggja sitt af mörkum svo friður og sátt megi ríkja í landi okkar. Enginn flokkur er betur til þess fallinn að takast á við þau verkefni sem framundan eru en Sjálfstæðisflokkurinn. Styrkjum stöð- ugleikann, snúum bökum saman og styðj- um Sjálfstæðisflokkinn í þeim um- brotatímum sem framundan eru. Sjónvarpsbyltingin Pjetur Stefánsson, myndlistarmaður og fyrrverandi formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og Íslenskrar grafíkur. Alþekkt er að Jón Sigurðsson var óþreytandi áróðursmaður. Og bréfaskriftir hans, greina- og rit- gerðasmíðir eru með ólíkindum. En játa verður, að Íslendingar hafa ekki gert mikið af því að lesa og halda á lofti því sem hann skrifaði. Það er þó ljóst, að þegar á bjátar getum við oftast leitað í smiðju til hans. Þó ólíku sé saman að jafna, er íslenska þjóðin í dag að sumu leyti í sams konar aðstöðu og hún var á tímum Jóns. Að breyttu breytanda ætti því að vera lag að rifja sem snöggvast upp hvað hinn óþreytandi frelsisforingi sagði um eyðslu og skuldir. Þegar sumir aðrir frels- isforingjar voru búnir að stríða, fóru þeir heim og lögðu sig. Jón Sigurðsson stóð ekki bara í eilífu stappi við Dani. Stríð hans við að reyna að koma Ís- lendingum til manns var með ólíkindum. Ljóst er að þar vann hann margar orustur en tapaði öðrum. Það sem á tímum Jóns kölluðust kaupstaðarskuldir hefur á okkar tíma yfirfærst á svokölluð greiðslukort, Visa, Euro og hvað þau nú heita. Þar eyða menn og spenna á nákvæmlega sama hátt: Taka út í reikning og vita svo ekkert hvað þeir skulda fyrr en kemur að skuldadögum og fá þá sumir skuldbreytt í rað- greiðslur með fullum vöxtum! Ekki er annað sjáan- legt en að það sem Vestfirðingurinn sagði í þá daga, sé í fullu gildi enn í dag. Og ánægjulegt er að sjá hvað hann dregur fram hlut konunnar í eftirfarandi tilvitnunum, sem eru úr Nýjum félagsritum 1872. Að hafa konuna sína fyrsta og fremsta til ráðuneytis „….. þá væri ráð fyrir bónda, ef hann vildi komast úr skuldum, að gjöra áætlun um kaup sín, áður hann fer í kaupstaðinn, og er það hyggilegt, að hann hafi konu sína fyrsta og fremsta til ráðaneytis við þá áætlun; hún er betri til þeirra ráða, ef hún er góð og skyn- söm kona, heldur en nokkurir tveir vinir hans, þótt vitrir sé, og hennar hjálp dregur hann drjúgast, því hún mun ætíð styrkja til að halda því ráði fram, sem hún hefir verið með að gefa. Þegar nú til áætlunar kemur, þá hlýtur maðurinn fyrst og fremst að vita, hvernig standi reikningur þeirra, og hvað þau hafi af vörum, og þau munu geta farið nærri um, hvers virði þær vörur muni vera. Sé nú skuldir á, þá mun ekki vera að hugsa til að verða skuldlaus það sumar, en þau ættu að ástunda að koma fjárhag sínum í svo fast horf, að þau gæti þá orðið frjáls við skuldirnar hið næsta sumar eftir eða sem allra fyrst, og það mundi þeim takast, ef viljinn væri til þess, og svo mikið kapp á það lagt, að maður vildi jafnvel leggja nokkuð harðara á sig til þess um stund að neita sér um ýmsa hluti, sem áður voru orðnir að vana.“ Skuldir sem engan ávöxt bera „Það, sem næst mætti liggja til að spara, er brennivín, kaffi, sykur og tób- ak; það, sem næst liggur að afla, til þess að drýgja búið, er rófur, næpur, kartöflur, fjallagrös og þess- konar, auk þess sem mest á ríður, sem er að auka mjólk, smjör, kjöt og allan búmat með því að auka og bæta skepnuhöldin; því það ætti hver búmaður að hafa hugfast, að stofninn undir allri velmegun hans er heimabúið, en það, sem hann hefir til verzlunar, er umfram, til þess að skipta fyrir það, sem hann þarfn- ast, bæði til búbætis og til sælgætis, og einkum til atvinnu sinnar, til að bæta hana og auka. Þess vegna ætti það að vera föst regla, að gjöra sér ekki það að nauðsynjum í kaupum sínum, sem menn geta haft betra og hollara heima, en velja þar í staðinn annað, sem annaðhvort er til hýbýlabóta eða verkbóta eða til prýði á heimilinu. Ef menn almennt fylgdi þessu ráð- lagi, mundu ekki líða mörg ár, þar til menn almennt fyndi til frelsis síns, og þyrfti ekki að kvarta yfir ófrelsi og kúgun af kaupstaðarskuldunum, sem þeir, ef satt skal segja, allt of margir hafa steypt sér í fyr- ir vanhyggju sjálfra sín og skort á föstu og skyn- samlegu ráðlagi frá fyrsta, en síðan af vana og sljó- leik viljans, þó þeir sæi sjálfir í hvílíkt óefni komið var. Vér skulum að síðustu enda ræðu vora um skuldirnar með því, að taka það fram, að þær skuldir, sem vér tölum hér um og viljum, að allir kappkosti að fría sig við sem fyrst og forðast síðan, það eru þær, sem engan ávöxt gefa, útlendar munaðarvörur, sem bæði eru útdragssamar og óhollar, í staðinn fyr- ir innlendar, sem menn geta tekið undir sjálfum sér, bætt og aukið, og eru því bæði hollar og hag- kvæmar…..“ Svo mörg voru þau orð og miklu fleiri ef menn vilja lesa. „Rófur, næpur, kartöflur, fjallagrös og þesskonar“. Þetta höfðar beint til okkar í dag. Við eigum að nýta landsins gæði sem hvarvetna blasa við okkur. „Að elska, byggja og treysta á landið“, sagði Hannes Hafstein í Íslandsljóðum sínum um aldamót- in 1900. Þau orð eru sígild. Jón Sigurðsson og kaupstaðarskuldirnar Hallgrímur Sveinsson er bókaútgefandi. ÞAÐ er ekki vandalaust verk að leiða þjóð á tímum mikilla erfiðleika. Til þess þarf bæði hæfileika, viljastyrk og visku. Ekkert af þessu má skorta ef vandinn er mikill. Ör- lög þjóða hafa oftar en ekki ráðist af við- brögðum ráðamanna á hættustund. Sumir forystumenn stækka þegar þeir þurfa að glíma við erfiðleika, aðrir standa í stað. Ríki þurfa forystu sem kann það handverk að leysa stóran vanda og vill takast á við verk- efnið. Hrun fjármálakerfis þjóðar er slíkur vandi. Það er ekki hægt að ætlast til að forystumenn ríkisins skilji flækjur og firn alþjóðlegs fjármálakerfis. Þeir sem leika sér þar innan borðs skilja það ekki sjálfir. Forystumönnum þjóðar ber hins vegar að bregðast við þegar þeim er bent á yfirvofandi vá, í stað þess að gera lítið úr boðberanum. Þegar kreppan er síðan skollin á eru það viðbrögð ráðamanna sem skipta öllu máli. Þar skilur milli feigs og ófeigs. Það eru einkenni góðrar og traustrar forystu að ná tökum á vandanum með hóflegu en þó markvissu verklagi og jafnframt, og það er meginmál, að hjálpa almenningi til að ná áttum í nýjum aðstæðum. Hvort tveggja þarf að haldast í hendur. Það er lykilatriði, því annars er sú hætta til staðar að fólk missi traust bæði á ríkisstjórn og á stjórnkerfinu sjálfu. Lýðræðislegar stofnanir öðlast líka lög- mæti sitt og trúverðugleika af því hve skelegglega og afger- andi stjórnmálamenn ganga til verks. Skaðleg viðbrögð Þegar þetta er ritað eru liðlega þrír mánuðir síðan banka- hrunið gerðist. Sá tími hefur einkennst af óvissu um stærð vandans og af vaxandi reiði almennings. Síðustu dagana hefur soðið upp úr. Það eitt segir mikið um framgöngu ráðamanna. Forusta þeirra hefur brugðist. Þeim hefur mistekist að hjálpa almenningi til að átta sig. Fólk er hræddara við framtíðina nú en fyrir tveimur mánuðum. Ýmislegt hefur vissulega verið gert til að vinna gegn verstu áhrifum áfallsins. Eflaust er enn margt ógert, en fyrirhugað. Vonandi erum við á réttri leið. Þó vitum við enn afar lítið um orsakasamhengi hrunsins. Það eina sem ráðamenn hafa sagt er að bankakerfið hafi verið orðið of stórt. Aðalbankastjóri Seðlabankans segist hafa varað við þessu án viðbragða frá ríkisstjórn og án þess að eigin stofnun aðhefðist nokkuð. Þegar gengið var á ráðherrana til að sann- reyna fullyrðinguna kannaðist enginn við neitt. Það er sér- kennileg stjórnsýsla ef samskipti æðstu ráðamanna ríkisins eru ekki rekjanleg, ekki færð til bókar. Að axla ábyrgð Enginn hefur axlað ábyrgð á mesta fjármálahruni Íslands- sögunnar. Í því liggur aðalmeinið. Samkvæmt eigin mati hefur engum ráðamanna orðið á nein alvarleg mistök. Enginn fyrr- verandi bankastjóri hefur þurft að svara fyrir þingnefnd og þeir hafa fengið rúman tíma til að koma eigum sínum fyrir. Ís- lenska bankakreppan var ekki bara heimsóáran, sem enginn bar ábyrgð á. Hún var heimatilbúin og viðbrögðin við henni voru ýmist viðvaningsleg eða skaðleg. Brostinn trúnaður þjóð- arinnar rekur sig til þessa ábyrgðarleysis ráðamanna. Enginn axlar ábyrgð. Forystumenn þjóðarinnar risu ekki undir þeim vanda sem blasti við þeim. Þeir urðu viðskila við þjóðina. Þess vegna þarf kosningar og nýja ríkisstjórn. Nýtt Ísland. Þær framtíðarhugmyndir sem heyrst hafa hjá mörgum þeim sem nú kalla hæst á Nýtt Ísland, eru allt annað en uppörvandi. Það væri að fara úr öskunni í eldinn ef lífssýn Gamla Íslands ætti að móta framtíðarsýn nýs Alþingis. Það sem komið hefur okk- ur á þennan strandstað er nesjamennska sem birtist í sjálf- birgingshætti og rembingi. Við gáfum þjóðrembunni nafnið sjálfstæði og töldum okkur trú um að vera bestir og mestir allra. Gagnrýnar hugsanir jöðruðu við landráð. Eytt var miklum fjármunum í að gera þessa sjálfsímynd að útflutningsvöru. Sjálfbirgingur á rætur sínar í bældum ótta og minnimáttarkennd. Vegna hræðslu við útlönd og framandi menningaráhrif höfum við brynjað okkur með eigin upphafn- ingu og innantómu orðagjálfri um fullveldi og sjálfstæði. Þjóð sem hefur þurft á hervernd annarra að halda allt frá lýðveld- isstofnun var og er ekki frjáls og sviptivindar hnattvæðing- arinnar skilja stærri þjóðir en okkur eftir ósjálfbjarga og sundurtættar. Við eins og fleiri þjóðir erum öðrum háð og þörfnumst samstöðu og öryggis hjá evrópskum grannþjóðum. Ef Nýtt Ísland á að verða nýtt þurfum við að losa okkur við sjálfbirginginn og þjóðrembuna og horfa fordóma- og klisju- laust til óvissrar framtíðar. Heimssýn nesjamennskunnar leiðir okkur fljótt á nýjan strandstað í stað Nýs Íslands. Ríki þurfa forystu Þröstur Ólafsson hagfræðingur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.