Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Þingflokkur Vinstri grænna sendií gær frá sér yfirlýsingu vegna „órökstuddra ásakana af hálfu Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra.“     Í yfirlýsingunni segir meðal ann-ars: „Þingflokkur Vinstri grænna fordæmir harðlega hvers kyns of- beldi, sama hver í hlut á. Ofbeldi í garð lögreglunnar er aldrei og und- ir engum kringumstæðum réttlæt- anlegt.“     Þetta er stefnu-breyting af hálfu VG. Að minnsta kosti af hálfu Ögmundar Jónassonar, for- manns þing- flokksins.     Árið 1999 varefnt til fjölmennra mótmæla í Seattle í Bandaríkjunum í tilefni af ársfundi Heimsviðskiptastofnunar- innar. Mótmælin fóru úr böndunum; mótmælendur stunduðu m.a. skipu- lögð skemmdarverk gagnvart verzl- unum og öðrum fyrirtækjum og ollu stórfelldu tjóni. Grjóti og gler- flöskum var hent í lögreglumenn í tonnavís.     Um þessa atburði sagði Ögmund-ur Jónasson í þingræðu í febr- úar 2006: „… mikil mótmæli höfðu tengst fundinum, rúður brotnar í ráðstefnuhöllum o.s.frv. Í augum ráðstefnuhaldara var þar eflaust verið að fremja skemmdarverk en í mínum augum og augum hundraða þúsunda manna og milljóna tuga var verið að koma á framfæri öfl- ugum mótmælum gegn stefnu Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar sem hefur því miður gengið þvert á al- mannahag og sérstaklega hagsmuni fátækra þjóða heimsins. Skemmd- arverk í augum eins getur verið þjóðþrifaverk í augum annars.“     Batnandi mönnum er bezt að lifa. Ögmundur Jónasson VG skiptir um skoðun                      ! " #$    %&'  (  )                     *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        ""     ""  # $     :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    % &%    %  &%  !%    &% !% !% !% !%                           *$BC                        !   " #  *! $$ B *! ' (  ) * *( *    + <2 <! <2 <! <2 ') " *, $ -*." /  CD2 E                 /         $%&  '  (  )  <7      &)$              !    * #     8    +  '   $ ,& '    -   *  &     01"" * * 22  " * *3   *, $ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR GEIR H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, er á lista yfir 25 menn sem breska blaðið Guardian birtir í dag og segir að beri ábyrgð á efnahags- hruni heimsins. Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er efstur á listanum, næstur kemur Bill Clinton, fyrrverandi forseti Banda- ríkjanna, og þar á eftir Gordon Brown, forsætis- ráðherra Bretlands. Þá situr George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna í fjórða sæti lista Guardian og Phil Gramm, öldungadeildarþingmaður í fimmta. Þrettán háttsettir fjármála- og bankamenn eru á listanum. Þeirra á meðal er Abi Cohen, fyrrverandi yfirmaður hjá Goldman Sachs, en um hana segir greinarhöfundur m.a.; fræg fyrir bjartsýnar spár á mörkuðum en hafði svo oft rangt fyrir sér. Geir H. Haarde situr í 20. sæti listans. Í um- mælum um hann er meðal annars fjallað um lán- tökur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og nokkrum Evrópuríkjum. Þá er sagt frá hörðum mótmæl- um gegn ríkisstjórn hans að undanförnu og síð- ast en ekki síst tíðindum á föstudaginn, kosn- ingum til Alþingis, brotthvarfi Geirs úr stóli formanns Sjálfstæðisflokksins og veikindum hans. Á lista Guardian er einnig að finna Andy Hornby, fyrrverandi stjóra HBOS, Sir Fred Go- odwin, fyrrverandi stjóra RBS, og Steve Craws- haw, fyrrverandi stjóra R&B. Amerískur almenningur er einnig á lista Gu- ardian, m.a. fyrir að hafa tekið að láni langtum meira fé en hann gat endurgreitt. Greinarhöf- undur segir að Bretar hafi siglt í sama far enda séu Bretar lánafíklar Evrópu. Geir sagður ábyrgur fyrir hruninu Guardian birti lista yfir 25 menn sem sagðir eru bera ábyrgð á efnahagshruninu ALLSÉRSTÆÐUR farmur fór í lið- inni viku með flugvél Flugfélags Ís- lands til Kulusuk á austurströnd Grænlands. Um var að ræða nokkur hundruð kíló af timbri sem heima- menn í Angmassalik höfðu pantað til að smíða nýja hundasleða. Frá Kulu- suk var farmurinn svo fluttur til Angmassalik með þyrlu. Heimamenn höfðu um nokkurt skeið leitað að hinu rétta hráefni í sleðana, aski, og fannst sá viður á timburlager Byko. Að sögn Vigfúsar Vigfússonar, deildarstjóra í frakt- fluginu, hefur ferðaþjónusta í ná- grenni Angmassalik vaxið hröðum skrefum og um leið kröfur til gæða í þjónustunni. Meðal þess sem þarf að endurnýja eru hundasleðarnir en þeir þurfa að vera af sérstökum gæðum til að fá gilt vottorð. Ljósmynd/Flugfélag Íslands Hráefni Askurinn borinn um borð í Dash-8-vél Flugfélags Íslands. Efni í nýja hundasleða flutt til Grænlands Í HNOTSKURN »Fraktflutningar og flugmeð ferðamenn hefur auk- ist jafnt og þétt hjá Flugfélagi Íslands til Grænlands. »Flogið verður á fimmáfangastaði þar í sumar, eða fleiri en nokkru sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.