Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 29
bestu merkingu – hans verður lengi minnst af vinum og samstarfsmönn- um. Kristján Þ. Stephensen. Við Dieter kynntumst Andrési Kolbeinssyni á kaffihúsinu Lauga- vegi 11 árið 1957. Við urðum strax vinir. Þeir Dieter áttu sameiginlegt áhugamál, listræna ljósmyndun. Nokkru seinna flutti hann í risíbúð á Ljósvallagötu 14, en við bjuggum þar á 1. hæð. Á þessum árum tók Andrés mikið af ljósmyndum fyrir myndlistarmenn og arkitekta sem sóttu mjög í að fá hann til að taka myndir af verkum sínum. Hann útbjó myrkraherbergi í risíbúðinni og vakti gjarnan langt fram á nætur við framköllun. En það var eins og að hann þyrfti aldrei að sofa, því á morgnana var hann rokinn á æfing- ar með sinfóníunni. Hann las auk þess mikið – af kostgæfni og íhug- aði það sem hann las. Það var alveg ótrúlegur innri kraftur og frjór hugur sem rak hann áfram. Þegar við sátum yfir kaffibolla sagði Andr- és mér gjarnan frá því sem hann var að lesa og stúdera: Sálarfræði, stjörnuspeki, fornsöguleg fræði og um uppruna lífs á jörðu. Ég lærði alltaf eitthvað nýtt af honum. Hann fylgdist auðvitað vel með heimsmál- unum og líka pólitíkinni hér heima. Hann hugsaði málin og ætíð fannst mér skoðanir hans skynsamlegar og vandaðar. Andrés var alla tíð einn af mínum bestu og tryggustu vin- um. Alltaf var hann léttur og lipur við börnin mín og þar var gagn- kvæm virðing og væntumþykja. Ár- ið 1990 fórum við Andrés að hittast mánaðarlega á kaffihúsi. Þá sýndi hann mér oft ljósmyndir sem hann var nýbúinn að taka. Ógleymanleg- ar eru mér myndir sem hann tók af litlum bakhúsum og bakgörðum við Lindargötuna. Þótt Andrés væri þarna orðinn nokkuð óstyrkur til gangs fannst honum að það yrði að dokumentera þessi litlu bakhús og garða í Skuggahverfinu. Andrés var fyrir nokkrum árum fluttur á Landakotsspítala, líkam- lega mjög þreklaus en andinn sterk- ur. Ég tók eftir kilju á náttborðinu hjá honum. Þetta var rússnesk ljóðabók eftir Puskin. Ég sagði: „Andrés, kanntu nóg í rússnesku til að lesa þessi ljóð?“ Hann svaraði að bragði: „Já, já – það styttir manni stundir að lesa þessi frábæru ljóð.“ Fyrir mörgum árum hafði hann kennt sjálfum sér rússnesku. Í stuttri minningargrein rúmast aðeins brot af því sem ég vil segja um elsku Andrés. Hann var ynd- islegur maður, mjög heill, gáfaður, vitur, víðlesinn, fróður, listrænn, næmur, hógvær og glettinn. Fyrir síðustu jól hringdi Andrés í mig og sagði veikri röddu: „Sigga mín, ég er skilja við núna; – ég er með mynd, sem ég tók af Dieter fyrir um það bil 50 árum. Ég vil að þú fá- ir þessa mynd. Geturðu ekki sótt hana núna?“ Þegar ég kom virtist hann máttvana. Hann hafði fengið hjartaáfall um morguninn. Rödd hans var veik en hann sagði: „Myndin er A-4 og hún er hægra megin í næstefstu skúffunni í kommóðunni sem er næst rúminu mínu.“ Svona var Andrés, þótt lík- aminn væri að bresta var andinn sprelllifandi. Ég átti þarna fallega kveðjustund með Andrési. Andrés er horfinn af sjónarsvið- inu. Hann skilur eftir í hjarta mínu gleði og þakklæti fyrir sína gjöfulu vináttu í rúma hálfa öld. Ég votta börnum hans og fjöl- skyldum þeirra innilega hluttekn- ingu mína og bið Guð að blessa þau öll. Sigríður Björnsdóttir. Hversu ríkur þú hefur verið að eiga svo góðan og tryggan vin, hugsaði ég er ég frétti andlát Andr- ésar Kolbeinssonar. Fréttin kom þó ekki á óvart, við vissum báðir hvert stefndi. Kynni mín af Andrési hófust upp úr miðri síðustu öld er ég hóf störf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. At- hygli mín beindist fljótt að þessum áhugaverða manni. Hið fjölbreytta þekkingarsvið hans og höfnun hans á veraldlegum hlutum hafði að- dráttarafl fyrir ungan mann. Það hefur verið átak fyrir auralít- inn sveitapilt úr Hálsasveitinni að taka sig upp og halda til náms. Raunin varð sú að þremenningarnir Andrés, Egill Jónsson og Árni Björnsson héldu allir til tónlistar- náms til Manchester 1944. Þeir höfðu þegið styrk frá tónlistarfélag- inu til að mennta sig á blásturs- hljóðfæri. Allir eru þessir menn taldir til frumkvöðla í íslensku tón- listarlífi. Þegar Andrés kom heim frá námi hóf hann störf í útvarps- hljómsveitinni undir stjórn Þórarins Guðmundssonar. Margar sögur sagði Andrés mér frá þeim dögum og væru þær efni í gamansama bók. Nú er að segja frá því að lausa- fjárstaða óbóleikara á Íslandi var ekki upp á marga fiska á þessum árum. Andrés varð því að hafa allar klær úti til að drýgja tekjur sínar enda kominn með fjölskyldu. Hann var frábær ljósmyndari og er þekktur fyrir ljósmyndir sínar. Nótnaskrift Andrésar var slík að um hreina list var að ræða enda eft- irsóttur nótnaskrifari fyrir daga tölvunnar. Hann las örlög fólks í stjörnum, hann lagfærði bilaða bíla, hann lærði esperantó og rússnesku og hafði víðtækan áhuga á tungu- málum og mannfræði. Andrés hóf kennslu við barna- og unglingalúðrasveitir borgarinnar sem ég veitti þá forstöðu. Hann var góður kennari og virðing hans og tillitssemi við barnssálina einkenndi viðmót hans í þessu starfi. Við Andrés spiluðum saman í Sinfóníunni í mörg ár og frá þeim stað er ég sit á pallinum sé ég hann útundan mér þar sem hann rær ör- lítið fram í gráðið er tekist er á við sólókafla fyrir enska hornið, Roman Carnival, Vilhjálm Tell, og svona mætti lengi telja. Hann hafði mjög persónulegan tón, seiðmagnaðan, og stundum eins og dálítið leitandi. Einlægur, sannur og eftirminnileg- ur. Um Andrés má segja að hann var sannkallaður heimsmaður. Ekki í þeim skilningi að hann endasentist um allan heim, heldur var sýn hans á menn og málefni, þekking hans á svo mörgum hlutum einstök. Mesti heimsmaðurinn var hann þó í mín- um augum er hann sagði mér æv- intýrið af smaladrengnum á Stóra- Ási hélt út í rauðglóandi stórborgir Englands til að sinna köllun sinni. Í farteskinu gamalt óbó í heitum lopasokk. Við ókum á heitum sumardegi norður Kaldadal og Hvítársíðan, sveitin hans, breiddi faðm sinn á móti okkur. Í berjalautu rifjaði hann upp æsku sína og við ræddum eilífðarmálin. Örlögin meina mér að vera við út- för þessa kæra vinar. Nú þegar hann er hallur af heimi sendi ég samúðarkveðjur mínar til allra að- standenda hans. Fari svo að við hittumst aftur ætla ég að biðja hann að segja mér aftur ævintýrið góða af Andrési Kolbeinssyni. Stefán Þ. Stephensen. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HJÁLMARS JÓNSSONAR, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Eir, 3. hæð, fyrir góða umönnun. Stefanía G. Guðnadóttir, Herbert Hjálmarsson, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Ingi Hjálmarsson, Svanhvít J. Jónsdóttir, Elva Hjálmarsdóttir, Þráinn Hjálmarsson, Málfríður Vilbergsdóttir, Stefán Ragnar Hjálmarsson, Hansína Ásta Jóhannsdóttir, Guðný Hjálmarsdóttir, Ellert Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR MARINÓ SIGURÐSSON, Selási 6, Egilsstöðum, verður jarðsunginn frá Egilsstaðakirkju laugar- daginn 31. janúar kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- kort Sjúkrahúss Egilsstaða. Ólöf E. Gísladóttir, Eyþór Ólafsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Ólafsson, Kristrún Pálsdóttir, Baldur Ólafsson, Þóra Kristín Jónsdóttir, María Rebekka Ólafsdóttir, Þórarinn Þórhallsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Ágúst Sigurður Sigurðsson, Einar Ólafsson, Þórunn Guðgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JAKOB BJÖRGVIN ÞORSTEINSSON, Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti föstudaginn 23. janúar. Þóra Jakobsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Þorsteinn Þ. Jakobsson, Guðrún Óðinsdóttir, Óskar M. Jakobsson, Angela Jakobsson, Halldór Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SKAGFJÖRÐ STEFÁNSDÓTTIR, áður til heimilis í Hrísalundi 6e, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 20. janúar. Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu föstudaginn 30. janúar kl. 13.30. Heiðdís Haraldsdóttir, Bjarnhéðinn Gíslason, Sigrún Bjarnhéðinsdóttir, Jón Pétur Karlsson, Stefán Bjarnhéðinsson, Soffía Margrét Sigurðardóttir, Gísli Örn Bjarnhéðinsson, Rannveig Tanya Kristinsdóttir og langömmubörnin. ✝ Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, TRYGGVA EGGERTSSONAR, Gröf, Vatnsnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Hvammstanga fyrir umönnun og hlýju. Kristín Jóhannesdóttir. ✝ Elskulegasta eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HELGA JÓHANNESDÓTTIR, Brúnavegi 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. janúar kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast Helgu er bent á SOS barnaþorpin. Svavar Jóhannsson, Edda Svavarsdóttir, Birgir Hólm Björgvinsson, Jóhannes Svavarsson, Unnur Guðjónsdóttir, Gunnar Svavarsson, Bragi Svavarsson, Áslaug Þórðardóttir, barnabörn, makar og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, EINARÍNA EINARSDÓTTIR, Skólabraut 15, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 30. janúar kl. 14.00. Skafti Þórisson, Jónína Helga Skaftadóttir, Karl Heiðar Brynleifsson, Einar Þórir Skaftason, Sjöfn Þórgrímsdóttir, Margrét Ósk Heimisdóttir, Gunnar Jón Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR frá Karlsstöðum, Boðahlein 22, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjarta- og nýrnadeildar Landspítalans Hringbraut og bílstjóranna Björns og Gunnars. Sigurður Þorleifsson, Stefanía Mekkín Sigurðardóttir, Sveinn Elísson, Sigríður Arnleif Sigurðardóttir, Kári Húnfjörð Bessason, Sólveig Þórhildur Sigurðardóttir, Sigrún Guðleif Sigurðardóttir, Ólafur Ásgeirsson, Siggerður Ólöf Sigurðardóttir, Jóna Kristín Sigurðardóttir, Þór Jónsson og ömmubörnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.