Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 36
36 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Íslensku bókmenntaverðlaunin Íslensku bókmenntaverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn á Bessastöðum í dag. Fyrst voru verðlaun afhent í ársbyrjun 1990 og var þá einn verðlaunahafi, Stefán Hörður Grímsson ljóðskáld. Verðlaunahafar frá upphafi: Eftirtalin verk eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í ár og hljóta tvö verkanna verðlaunin í dag: Fagurbókmenntir Einar Kárason Ofsi Álfrún Gunnlaugsdóttir Rán Sjón Rökkurbýsnir Guðrún Eva Mínervudóttir Skaparinn Óskar Árni Óskarsson Skuggamyndir – úr ferðalagi Fræðirit og bækur almenns efnis Loftur Guttormsson (ritstj.) Almenningsfræðsla á Íslandi I – II Vilhjálmur Árnason Farsælt líf – réttlátt samfélag Þorvaldur Kristinsson Lárus Pálsson leikari Hjörleifur Guttormsson Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði Ingunn Ásdísardóttir og Kristín Ragna Gunnarsdóttir Örlög guðanna Í flokki fagurbókmennta: 1989 Stefán Hörður Grímsson Yfir heiðan morgun 1990 Fríða á Sigurðardóttir Meðan nóttin líður 1991 Guðbergur Bergsson Svanurinn 1992 Þorsteinn frá Hamri Sæfarinn sofandi 1993 Hannes Pétursson Eldhylur 1994 Vigdís Grímsdóttir Grandavegur 7 1995 Steinunn Sigurðardóttir Hjartastaður 1996 Böðvar Guðmundsson Lífsins tré 1997 Guðbergur Bergsson Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar 1998 Thor Vilhjálmsson Morgunþula í stráum 1999 Andri Snær Magnason Sagan af bláa hnettinum 2000 Gyrðir Elíasson Gula húsið 2001 Hallgrímur Helgason Höfundur Íslands 2002 Ingibjörg Haraldsdóttir Hvar sem ég verð 2003 Ólafur Gunnarsson Öxin og jörðin 2004 Auður Jónsdóttir Fólkið í kjallaranum 2005 Jón Kalman Stefánsson Sumarljós, og svo kemur nóttin 2006 Ólafur Jóhann Ólafsson Aldingarðurinn 2007 Sigurður Pálsson Minnisbók Flokkur fræðirita og verka almenns eðlis: 1990 Hörður Ágústsson Skálholt II 1991 Guðjón Friðriksson Saga Reykjavíkur 1992 Vésteinn Ólason, Sverrir Tómasson og Guðrún Nordal Bókmenntasaga I 1993 Jón G. Friðjónsson Mergur málsins 1994 Silja Aðalsteinsdóttir Skáldið sem sólin kyssti 1995 Þór Whitehead Milli vonar og ótta 1996 Þorsteinn Gylfason Að hugsa á íslenzku 1997 Guðjón Friðriksson Einar Benediktsson, I 1998 Hörður Ágústsson Íslensk byggingararfleifð I 1999 Páll Valsson Jónas Hallgrímsson, ævisaga 2000 Guðmundur Páll Ólafsson Hálendið í náttúru Íslands. 2001 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Björg, ævisaga Bjargar C. Þorláksson 2002 Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson Þingvallavatn 2003 Guðjón Friðriksson Jón Sigurðsson - ævisaga II 2004 Halldór Guðmundsson Halldór Laxness - ævisaga 2005 Kristín Guðnadóttir o.fl. Kjarval 2006 Andri Snær Magnson Draumalandið 2007 Þorsteinn Þorsteinss Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar L L L L S S S S S S S S S S S E S E Ö B Æ Æ Æ Æ Æ Æ Skáldsögur Ljóðabók Endurminningar Smásögur Barnabækur ÆvisögurL ES Ö B Æ Skipting verðlauna í flokki fagurbókmennta Ljóðabækur 4 Skáldsögur 12 Smásögur 1 Endurminningar 2 Skipting verðlauna í báðum flokkum eftir kynjum Konur 8 Karlar 29 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is BÓKMENNTASJÓÐUR tók til starfa á miðju ári 2007, og leysti þá af hólmi þrjá sjóði sem voru lagðir nið- ur, Þýðingasjóð, Menningarsjóð og Bókmenntakynningarsjóð sem hver um sig gegndi sínu hlutverki. Bók- menntasjóður tók við hlutverki sjóð- anna þriggja. Á vef sjóðsins segir: „Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaút- gáfu. Bókmenntasjóður styrkir með- al annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að markvissri kynn- ingu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins.“ Finnum fyrir gengismun Hefur Bókmenntasjóði tekist að sinna því hlutverki sem sjóðirnir þrír höfðu áður á því rúma ári sem liðið er frá stofnun hans? Þorgerður Agla Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri: „Það hefur tekist nokkuð vel. Svo dæmi sé tekið hefur styrkjum til þýð- inga úr íslensku og á íslensku verið vel sinnt og um styrkveitingarnar hefur ríkt sátt. Við finnum þó fyrir gengisbreytingunni þegar kemur að þýðingum úr íslensku yfir á erlend mál. Við getum ekki styrkt það á sama hátt og áður.“ En hvað annað en listræn gæði er haft til viðmiðunar til útgáfustyrks, sem veittur er einu sinni á ári? Þor- gerður Agla segir að faglegra sjón- armiða og jafnræðis sé gætt, og það á við um alla útgáfu, hvort sem eru skáldverk, fræðibækur, eða aðrar bækur, t.d. um myndlist, en slíkar bækur hafa verið áberandi í útgáfu upp á síðkastið og gagnrýni heyrst um að þeirri tegund bóka hafi ekki verið sinnt. „Það skiptir máli að um- sóknir séu vel unnar. En þetta er oft erfitt verk þegar peningarnir eru takmarkaðir. Hvað myndlistarbækur varðar, þá hafa þær verið styrktar eins og aðrar bækur og í fljótu bragði man ég eftir tveimur slíkum sem fengu styrki í fyrra en eru ekki komnar út. Nýlistasafnið fékk nokk- uð veglegan styrk fyrir samantekt um sögu safnsins og eins yfirlitsbók Listasafns Íslands um íslenska myndlist. Hvað varðar Bókmenntakynning- arsjóðinn gamla, þá höfum við m.a. haldið við ferðastyrkjum og ýmsum samstarfsverkefnum erlendis. Fyrir ári hefðum við getað styrkt fleiri kynningarverkefni erlendis og betur. Það er sama upphæð í sjóðnum, en sem betur fer höfum við ekki þurft að þola niðurskurð.“ Þorgerður Agla segir að meðal viðmiða við úthlutanir sé að faglega sé staðið að útgáfunni, bækur fag- lega unnar og stuðst við viðurkennda þýðendur þar sem það á við. „Þó kemur það fyrir að við verðum að velja og hafna. Við höfum það líka að leiðarljósi, að ef við dreifum krón- unum of víða, verður kannski ekki mikið úr þeim á hverjum stað og því betra að styrkja eitt verk almenni- lega.“ Stór hluti styrkja sjóðsins fer til þýðinga íslenskra verka á erlend mál og segir Þorgerður Agla að ferða- styrkir Bókmenntasjóðs skipti þar ekki minna máli þar sem bókum sem hafi verið þýddar á erlend mál, þurfi að fylgja eftir með kynningum á verkunum og höfundum, til dæmis á bókmenntahátíðum. 50 milljónir til umráða á ári Bókmenntasjóður hefur 50 millj- ónir til ráðstöfunar á ári, og segir Þorgerður Agla að umsóknum fari fjölgandi. En eru einhverjir póstar sem orðið hafa samdrætti að bráð í kjölfar þjóðfélagsástandsins? Þor- gerður Agla segir svo ekki vera, en bendir í staðinn á að stundum þurfi einstök verkefni meiri athygli tíma- bundið. „Við erum í góðu samstarfi við Halldór Guðmundsson, verkefn- isstjóra þátttöku Íslands á Bóka- stefnunni í Frankfurt 2011, þar sem íslenskar bókmenntir skipa sérstakt heiðurssæti. Það skiptir okkur gríð- armiklu máli. Við þurfum að horfa út á við og styrkja þetta verkefni, en við verðum auðvitað líka að styðja við okkar innviði hér heima. Frankfurt- arverkefnið er sérlega vel til þess fallið að styrkja ímynd Íslands út á við og það á bókaþjóðin að gera. En meðan gengi íslensku krónunnar er eins og það er þá verður auðvitað minna úr krónunum, það er augljóst. 50 milljónirnar sem sjóðurinn hefur úr að moða í allan rekstur og styrki eru kannski ekki mikið miðað við þær upphæðir sem maður heyrir ræddar í fjölmiðlum í dag.“ Bókmenntasjóður, arftaki Bókmenntakynningarsjóðs, Menningarsjóðs og Þýðingasjóðs hefur starfað í ár Jafnræði og fagleg sjónarmið Þorgerður Agla Bókaþjóð á að styrkja ímynd sína útávið með bókum. Í HNOTSKURN » Þýðing á meðalbók geturkostað meira en milljón. » Lægstu styrkir sjóðsinsnema 7.500 krónum og eru vinnuþýðingastyrkir. » Útgáfustyrkir nema lang-flestir um 100 - 300 þúsund krónum. » Hæsti styrkur er um 700þúsund krónur. » Fyrir síðustu úthlutun út-gáfustyrkja bárust 104 um sóknir, 32 fengu styrk. FÖSTUDAGINN 30. jan- úar verður Davíð Ólafsson söngvari fertugur. Af því tilefni heldur hann tónleika í Langholtskirkju kl. 20 og rennur ágóði af miðasölu til hjálparstarfs ADRA. Miða- verð er 2.000 krónur. Fram koma Karlakórinn Fóst- bræður, Valgerður Guðna- dóttir, Garðar Thór Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir, Gissur Páll Giss- urarson og fleiri. ADRA er líknarfélag sem styður fjölskylduhjálp á Íslandi og vinnur gegn barnavændi í Kambódíu og Taílandi. Veitingar og fjöldasöngur. Tónlist Syngur fyrir hjálparvana börn Davíð Ólafsson ÁRIÐ 1959 endurgerði jap- anski leikstjórinn Yasujiro Ozu eina af sínum vinsæl- ustu myndum, A Story of Floating Weeds. Þótt ald- arfjórðungur væri liðinn og myndin nú gerð með hljóði og í lit breytti hann lítt upp- runalegri sögu mynd- arinnar. Hópur farandleik- ara með Komajuro nokkurn með í för sækir heim lítið þorp þar sem hann á bæði ástkonu og táningsson sem veit ekki um föður sinn. Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina, Uki- gusa (Floating Weeds), í Bæjarbíói í Hafn- arfirði kl. 20 í kvöld og á laugardag kl. 16. Kvikmyndir Japönsk klassík sýnd í Bæjarbíói NÝR forstöðumaður hefur tekið við í Víkinni – Sjó- minjasafninu í Reykjavík. Í upphafi ársins lét Sigrún Magnúsdóttir af starfi for- stöðumanns Sjóminjasafns- ins og við því starfi tók Ei- ríkur P. Jörundsson, sem áður hafði starfað sem sviðsstjóri við safnið. Eirík- ur P. Jörundsson er sagn- fræðingur að mennt og út- skrifaðist með MA-gráðu frá Háskóla Íslands árið 2004. Lokaritgerð hans heitir Sjáv- arbyggðir og sveitaheimili og fjallar um útgerð og samfélag við Faxaflóa 1801-1910. Söfn Nýr skipper í brúnni í Víkinni Úr sjóminjasafninu Víkinni. DANSSÝNINGIN Systur verður sýnd að nýju í Iðnó frá 31. janúar, en hún var sýnd fyrir fullu húsi og góð- ar viðtökur í maí í fyrra. Ástrós Gunnarsdóttir og Lára Stefánsdóttir túlka ýmis minni kvenna við texta Hrafnhildar Hagalín og fjölbreytta tónlist, þar sem viðfangsefnin eru m.a. spenna, söknuður, eró- tík, unaður og losti. Þórhildur Þorleifsdóttir var listrænn ráðgjafi við gerð sýningarinnar, Björn Bergsteinn Guðmundsson hannaði lýs- ingu, Dýrleif Örlygsdóttir sá um búninga og tónlist var í höndum Guðna Franzsonar. Dans Söknuður, erótík, unaður og losti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.