Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 23
E N N E M M / S ÍA / N M 3 6 6 7 9 Pantaðu ráðgjöf á landsbanki.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000. F J Á R M Á L H E I M I L I S I N S STÖÐUMAT | HEIMILISBÓKHALD | RÁÐGJÖF • Greiðslujöfnun • Lengja lánstíma • Skuldbreyta vanskilum • Fresta afborgunum vegna sölutregðu • Fresta greiðslu afborgana og vaxta VIÐ FÖRUM MEÐ ÞÉR YFIR MÖGULEG ÚRRÆÐI N B I h f. (L a n d s b a n k in n ), k t. 4 7 10 0 8 -2 0 8 0 , A u s tu rs tr æ ti 11 , 15 5 R e y k ja v ík . Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 TIL ársins 1992 var í gildi samningur á milli tannréttinga- sérfræðinga og Trygg- ingastofnunar ríkisins (TR, nú Sjúkratrygg- inga Íslands – SÍ) um endurgreiðslu á tann- réttingum. Samning- urinn náði til flestra tryggðra sjúklinga með bit- og tann- skekkjur og var verulegur hluti af kostnaði við tannréttinguna greiddur af TR. Árið 1992 var samningum sagt upp, þar sem tannréttinga- sérfræðingar sáu sér ekki fært að reka stofur sínar á þeim fjárhags- legu forsendum sem TR gaf sér. Það þýddi að þeir sjúklingar sem þurftu á tannréttingum að halda fengu um tíma ekkert endurgreitt. Eftir nokk- urt þóf var styrk komið á, sem í fyrstu var 100 þúsund, en var hækk- aður í 150 þúsund 1. maí 2002. Hefði sá styrkur verið vísitölutengdur og fylgt eðlilegu verðlagi væri hann yfir 220 þúsund krónur í dag (m.v. vísi- tölu neysluverðs – Hagstofa Íslands). Styrkurinn fæst greiddur ef tann- réttingameðferð með föstum tækjum hefst fyrir 21 árs aldur. Tannréttingameðferð tekur að meðaltali þrjú ár. Kostnaður er mis- munandi eftir umfangi meðferð- arinnar, en algengur kostnaður er 600-900 þúsund. Tann- og bit- skekkjur erfast mjög gjarnan innan fjölskyldna. Það er því töluverður kostnaður sem leggst á fjölskyldur þegar börn þurfa á tannréttingum að halda, sérstaklega ef um fleiri en einn einstakling er að ræða. Styrk- urinn í dag er að mestu óháður alvarleika bit- og tannskekkjunnar og er í langflestum til- fellum einungis 150 þús- und krónur. Enginn styrkur er veittur til forvarna. Þegar um al- varlegri tilfelli er að ræða, t.d. hjá sjúkling- um með klofinn góm og skarð í vör, er algengt að TR greiði um 350 þúsund krónur upp í heildarkostnað meðferðar. Heilbrigðisráðherra hefur státað sig opinberlega af því að hafa rík- isvætt tannréttingar. Staðreyndin í því máli er að tannréttingasérfræð- ingur var ráðinn í 10% ráðgjafastöðu við Landspítalann. Á Landspít- alanum er til tannlæknastóll, en eng- in önnur tæki eða tól til tannréttinga, enda stóð ekki til að rétta tennur sjúklinga innan spítalans, heldur var einungis um ráðgjöf sérfræðings í teymisvinnu að ræða. Það er deg- inum ljósara að 10% staða sérfræð- ings dugar engan veginn til sinna þessum sjúklingum sem þurfa langa, tímafreka og flókna tannréttinga- meðferð í tengslum við aðra sér- hæfða þjónustu. Þetta eiga bæði heil- brigðisráðherra og forráðamenn spítalans að vita, en hamra samt á því að þjónusta við þennan sjúklinga- hóp hafi verið stórlega bætt. For- eldrar þessara barna hafa hins vegar enn ekki orðið vör við það á nokkurn hátt. Hér er klárlega um blekkingu að ræða og væri viturlegra fyrir ráð- herra heilbrigðismála að halda slíku fyrir sig í stað þess að spóka sig á nýju fötum keisarans í viðtali Morg- unblaðsins laugardaginn 13. sept- ember sl. Málum er því miður þannig háttað í dag að efnaminni fjölskyldur hafa ekki efni á að senda börn sín í tann- réttingameðferð; hvað þá ef mörg börn innan sömu fjölskyldu þurfa á tannréttingu að halda. Oftast fæðast börn með bitskekkjur/tannskekkjur og lítið sem ekkert við þeim að gera. Í langflestum tilvikum er því um meðfæddan galla að ræða og lítið sem foreldrar geta gert til að koma í veg fyrir skaðann. Lækniskostnaður vegna annarra meðfæddra galla hjá börnum og unglingum fæst hins veg- ar nær alltaf endurgreiddur úr op- inberum sjóðum. Styrkur hins opinbera hefur hlut- fallslega lækkað með árunum og ekki er búist við því að hann hækki í bráð. Það er ljóst að foreldrar þeirra barna sem þurfa á tannréttinga- meðferð að halda munu ekki taka því fagnandi ef skera á niður í þessum málaflokki, þar sem í raun hefur ver- ið skorið skipulega niður síðastliðin 16 ár. Hækkun styrksins er háð ákvörðun Alþingis um fjárveitingu. Það er því pólitísk ákvörðun að verja fé til málaflokksins. Kristín Heim- isdóttir skrifar um tannréttingar Kristín Heimisdóttir »Hér er klárlega um blekkingu að ræða og væri viturlegra fyrir ráðherra heilbrigð- ismála að halda slíku fyrir sig í stað þess að spóka sig á nýju fötum keisarans … Höfundur er formaður Tannréttingafélags Íslands. Svona er þetta bara TRAUST er nauð- synlegt í rekstri banka. Í þingræðu í desember lýsti við- skiptaráðherra ástandi bankamála með orðunum „að gríðarlegt vantraust væri í gangi og ótrú- legasti orðrómur væði uppi um starfsemi bankanna“. Slík staða er óviðunandi fyrir ríkisstjórn, bankana og þjóðina. Gagnsæi og jafnræði að leiðarljósi Lykilatriði í endurreisn trú- verðugleika bankanna er að úr- vinnsla erfiðra lánamála sé gagnsæ og að jafnræðis sé gætt. Bankar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir og fyrirtæki og fjöl- skyldur munu þurfa að þola ágjöf. Krafan um gagnsæi og jafnræði mun verða öðrum kröf- um ofar. Í þingræðunni fjallaði ráðherra um að ríkisbankarnir væru hver í sínu lagi að vinna að verklags- reglum sem ætlað er endurvekja traust og skila gagnsæju og opnu ferli við úrlausn lánamála. Glitnir birti skömmu síðar „Leiðbein- andi vinnuramma og úrlausnir fyrir fyrirtæki í tímabundnum erfiðleikum.“ Skjal Glitnis er gott innlegg og samkvæmt því er Lundúnaleiðin sú aðferðafræði sem ríkisbankarnir þrír munu fylgja. Miðað við reynslu erlendis frá má gera ráð fyrir að notkun Lundúnaleiðarinnar muni auka traust og auka möguleika á sem mestum endurheimtum verð- mæta í endurreisnarferlinu. Sanngirni og stuðningur við fyrirtæki í vanda Lundúnaleiðin er ólögfestur rammi sem samtök breskra fjár- málafyrirtækja og Englands- banki gáfu út á áttunda áratugn- um um úrlausn vanda fyrirtækja í fjárhagslegum erfiðleikum. Hún reyndist vel á því samdrátt- arskeiði og hefur síðan verið not- uð á Bretlandi og víðar. Stefnt er að hámörkun verðmæta, lág- mörkun útlánataps og verndun starfa. Leiðin tekur tillit til þess að enginn kröfuhafi er eyland og taka verður tillit til áhrifa að- gerða á möguleika hagkerfisins til þess að viðhalda fram- leiðslugetu til framtíðar. Samtök breskra fjármálafyrirtækja lýsa leiðinni á eftirfarandi hátt: 1. Bankar skulu vinna saman að björgun fyrirtækja í fjárhags- vanda og taka ákvarðanir á grunni tilhlýðilegra fyrirliggjandi gagna. 2. Styrkur leiðarinnar er sveigjanleiki enda er um að ræða vinnuramma frekar en regluverk. Viðskiptalegir hagsmunir og sanngirni skulu ráða við úrlausn mála. 3. Englandsbanki hvetur til samstarfs kröfuhafa og er sátta- semjari í deiluefnum milli þeirra. Bankinn hvetur kröfuhafa til sanngirni og stuðnings enda er fjárhagsvandi fyrirtækja oft kominn til vegna ríflegrar lána- fyrirgreiðslu í fortíð. 4. Óformleg greiðslustöðvun er grundvallaratriði. Kröfuhafar samþykkja að grípa ekki til að aðgerða gagnvart skuldara eða styrkja stöðu sína innan kröfu- hafahóps á kostnað annarra með tilliti til endurgreiðslu krafna eða trygginga. Með þessu má nýta tíma til gagnaöflunar og meta rekstrarhæfi. Sérstaklega er fjallað um end- urheimtur innan kröfuhafahóps komi til afskrifta. 5. Bankar skulu styðja fyrirtæki og kynna sér starfsemi þeirra til hlítar. Gefa skal fyrirtækjum tíma til að taka ígrundaðar ákvarð- anir er varða framtíð þeirra. Hin óformlega greiðslustöðvun skal leiða til þess að kröfuhafar skulu vera betur staddir að afloknu ferlinu en við gjaldþrot og verðmæti tapist ekki umfram það sem annars hefði orðið. 6. Gerð er ítarleg skoðun óháðs endurskoðanda á rekstrarhæfi. Eftirliti með rekstri í óformlegri greiðslustöðvun er komið á. 7. Lausafjárstaða er styrkt með framlagi kröfuhafahóps í samræmi við hlutdeild (pro rata), sérstökum tryggingum til tiltek- inna kröfuhafa og ráðstöfun fjár- muna úr eignasölu með tilliti til forgangsraðar krafna. 8. Ef fleiri en einn banki er í hópi kröfuhafa er einn skipaður forsvarsaðili. Eftir atvikum koma þeir sér saman um að skipa kröfuhafanefnd. Forsvarsaðili tekur á atriðum sem snerta kröfuhafa innbyrðis og stýrir samningaviðræðum við fyrirtæki í endurfjármögnun og end- urskipulagningu. Kröfuhafar skráðra félaga gæta að því að koma í veg fyrir innherjasvik eða aðra markaðsmisnotkun. 9. Það er grundvallaratriði Lundúnaleiðarinnar að hver lán- veitandi skuli beita eigin dóm- greind og hagsmunamati. Hann skal engu að síður vera raunsær og gera sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna á stöðu annarra kröfuhafa. Hafa skal skilning á heildarhagsmunum en ekki semja um heimtur sér í hag sem eru ósanngjarnar fyrir aðra kröfu- hafa. Hlutverk hins opinbera Notkun Lundúnaleiðarinnar er jákvætt skref. Sé henni beitt að fullu felur það í sér virkari þátt- töku hins opinbera og Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) en ætla má af skjali Glitnis. Með þátttöku SFF má tryggja að Lundúnaleiðin verði sá rammi sem allir bankar vinni eftir en ekki einungis ríkisbankarnir. Æskilegt er að opinber aðili, til dæmis Seðlabankinn, gegni svip- uðu hlutverki hér á landi og Englandsbanki í Bretlandi sem sáttasemjari við úrlausn deilu- efna milli kröfuhafa. Þá væri þátttaka hluthafans, ríkisins, mun virkari og í anda orða ráð- herra í áðurnefndri ræðu. Með hliðsjón af því vantrausti sem nú ríkir er öruggt að samræmdur vinnurammi frá hinu opinbera eykur trúverðugleika og traust til allra banka umfram reglur sem bankarnir setja sér sjálfir. Á því er svo sannarlega þörf. Úrlausn fjárhags- vanda fyrirtækja Björgvin Ingi Ólafsson kemur með tillögur um endurreisn trú- verðugleika bank- anna Björgvin Ingi Ólafsson »Kröfuhafar eru hvattir til sann- girni og stuðnings enda fjárhagsvandi fyrirtækja oft kominn til vegna ríflegrar lánafyrirgreiðslu á fyrri tíð. Björgvin Ingi Ólafsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Strada Partners ehf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.