Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 27
ekki síst að sjálfum sér. Ógleyman- legar eru ferðirnar í sumarbústað bankans við Langá við þrif, máln- ingu og tiltekt, sem yfirleitt tók of langan tíma, þar sem glens og gam- an tóku völdin. Við eigum líka marg- ar ógleymanlegar minningar um aðra viðburði utan vinnu. Gumma var margt til lista lagt. Málverk og hannyrðir eru frábær minnismerki sem hann skilur eftir sig. Sorg og gleði eru systur og þeir sem upplifa gleðina eins og við sem fengum að njóta samvista við Gumma upplifa söknuðinn sárar, því þeir vita hvers er að sakna. Hann bar sig alltaf vel, þótt á honum skyllu brimöldurnar hver á eftir annarri. Ásdís stóð alla tíð eins og sönn hetja við hlið Gumma og æðru- leysi þeirra og styrkur í miklum erf- iðleikum er aðdáunarverður. En nú er komið að leiðarlokum og við þökkum Gumma samfylgdina og kveðjum kæran vin og félaga. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (Tómas Guðmundsson) Við fráfall Gumma hefur sam- félagið á Akranesi misst úr litrófi sínu. Elsku Ásdís, Þorvaldur, Þor- gils, foreldrar og ástvinir. Við vott- um ykkur dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk. Megi minningar um ljúfan dreng verða ljós í lífi ykkar og milda sökn- uðinn. Sigrún, Sigþóra, Ingibjörg, Ásta, Þórunn, Úrsúla, Björgvin og Brynja. Það er erfitt að skilja af hverju hann Gummi okkar er horfinn á braut frá eiginkonu og tveimur ung- um drengjum. Við vorum heppin að fá að vinna með honum í rúm sjö ár á bæjarskrifstofunum á Akranesi. Við minnumst hans með söknuði en gleði í hjarta. Gummi var ljúfur og góður vinnufélagi, stutt í góða húm- orinn og hrókur alls fagnaðar þegar starfsmenn komu saman á góðum stundum. Við fengum að njóta fjöl- breyttra hæfileika hans m.a. í elda- mennsku og bakstri og var hann duglegur að koma með afraksturinn og gefa vinnufélögunum að smakka. Það var sama hvað Gummi tók sér fyrir hendur, það lék allt í hönd- unum á honum og skapaði hann mörg listaverkin. Gott dæmi var nýjasta áhugamál hans, myndlistin. Það var ótrúlegt að sjá hvað hann náði að mála marg- ar flottar myndir á þessu síðasta æviári sínu þegar hann gekk í gegn- um mjög erfið veikindi. Mörg eigum við fallega minningu í gegnum lista- verkin hans. Það vakti undrun okk- ar og aðdáun hversu duglegur hann var að mæta til vinnu og var síðasti vinnudagurinn hans 1. des. sl. Síð- asta samverustundin sem við áttum með honum var hinn 9. jan. sl. þegar vinnufélagarnir hittust og gerðu sér glaðan dag. Gummi tókst á við veikindi sín af miklu æðruleysi og nýtti þann tíma sem honum var afmarkaður hér á jörð til fullnustu. Við kveðjum Gumma með söknuði og trega og vottum fjölskyldu hans allri okkar innilegustu samúð. F.h. samstarfsfólks á bæjarskrif- stofunum á Akranesi, Helga Gunnarsdóttir. Látinn er langt fyrir aldur fram góður drengur, vinur og félagi okk- ar, Guðmundur Þorvaldsson. Gummi hafði barist við krabbamein um nokkurt skeið, en varð því miður að lúta í lægra haldi fyrir þeim ill- víga sjúkdómi. Hann gekk til liðs við Lionsklúbb Akraness 12. janúar 1998. Hann var ritari klúbbsins starfsárið 2000-2001, og formaður 2001-2002. Þá var hann gjaldkeri klúbbsins starfsárið 2004-2005. Starfsárið 2005-2006 var hann svæð- isritari. Hann tók virkan þátt í störf- um klúbbsins og starfaði mikið inn- an nefnda hans, bæði sem formaður og óbreyttur nefndarmaður. Hann var alltaf tilbúinn til allra verka og mætti afskaplega vel á fundi og í verkefni klúbbsins. Nú síðast var hann á jólafundi Lionsklúbbanna á Akranesi um miðjan desember. Það lýsir Gumma vel að hann hafði alla tíð verið virkur í starfi klúbbsins við útleigu á ljósakrossum, og í lok nóv- ember síðastliðins mætti hann til starfa sem endranær. Hann treysti sér ekki sökum veikinda til að setja niður krossa og tengja, en vildi engu að síður taka þátt í verkefninu og óskaði eftir léttari vinnu því tengdri. Það er eftirsjá að góðum dreng og miklum Lionsmanni, og við Lions- menn á Akranesi drúpum höfði í sorg og söknuði. Ég vil fyrir hönd félaga í Lionsklúbbi Akraness votta Ásdísi Óskarsdóttur eiginkonu hans, drengjunum hans og fjölskyldu, okkar dýpstu samúð og við biðjum algóðan guð að styrkja þau á þess- um erfiðu tímum. Fyrir hönd félaga í Lionsklúbbi Akraness, Benjamín Jósefsson. Elsku Gummi, engin orð eru til að lýsa söknuði okkar á þessari stundu. Við munum ævinlega minnast þín sem ástríks eiginmanns Ásdísar okkar, einstaks föður drengjanna þinna, sem frábærs sonar, bróður og tengdasonar og síðast en ekki síst okkar trausta og ómetanlega vinar. Vegir skiptast – allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdags kveðja, Öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Elsku Ásdís, Þorvaldur Arnar og Þorgils Ari, foreldrar, systkin og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur á þessari stund og að eilífu. Ykkar vinir, Helgi, Jón Leó, Helga og Kicki. Ótímabært andlát Guðmundar Þorvaldssonar veldur sorg. Einstak- ur og góður drengur er genginn. Við þekktum Guðmund mismikið per- sónulega en öll treystum við honum skilyrðislaust, sögðum hiklaust starfsmönnum okkar að orð hans stæðust ávallt. Hann var launa- fulltrúi hjá Akraneskaupstað og sá um laun starfsmanna skólanna. Ekki alltaf skemmtilegt og oft erfitt. Flóknir kjarasamningar og fjöl- breyttur starfsmannahópur reyndi á. Ljúfmennska Guðmundar og ótrúleg vandvirkni leysti málin. Við höfum síðastliðið ár fylgst með baráttu hans gegn óvægnum sjúkdómi sem á endanum hafði bet- ur. Þar sýndi hann þrek sem aðeins hetjum er gefið. Starfsmenn skól- anna fylgdust með úr fjarlægð, spurðu frétta og vonuðu hið besta. Guðmundur mætti til starfa eftir mætti, alltaf bjartsýnn. Þeir sem þekktu hann best vissu þó að undir niðri leyndist kvíði. Það er sárt að kveðja. Sárust er sorg fjölskyldu og nánustu vina. Við leiðarlok þakka skólastjórar á Akra- nesi Guðmundi fyrir framúrskar- andi störf hans í þágu skólanna og votta eiginkonu, sonum, fjölskyldu og vinum dýpstu samúð. Minning góðs drengs mun lifa. Hrönn Ríkharðsdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Góða ferð, kæri Gummi … þú skilar kannski kveðju til hans pabba míns. „Við“ pössum svo upp á þitt fólk hérna megin. Ásgerður og Eymundur. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Bjarni Björnssonfæddist á Hrapp- stöðum í Víðidal í V- Húnavatnssýslu 15. ágúst 1925. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík mánudaginn 19. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sig- ríður Jónsdóttir, f. 29. mars 1892, d. 29. nóv. 1972 og Björn Ingvar Jósefsson, f. 11. sept. 1896, d. 4. ágúst 1971. Þau voru bændur að Hrappstöðum í Víðidal á árunum 1918 til 1947. Systkini Bjarna eru Tryggvi, f. 1919, d. 2001, Guðrún Ingveldur, f. 1921, d. 2001, Stúlka (óskírð), f. 1922, d. 1923, Jósefína, f. 1924, Sigurvaldi, f. 1927, Steinbjörn, f. 1929, Álfheiður, f. 1931, Unnur, f. 1931, Sigrún Jóney, f. 1933, og Gunn- laugur, f. 1937. Bjarni kvæntist 27. febrúar 1954 Valgerði Gísladóttir, f. 6. júní 1929. Foreldrar hennar voru Sólborg Sig- 1984 b) Birgir Snær, f. 1992 og c) Eiður Logi, f. 1996. 4) Sigríður, f. 1964, maki Jón Orri Magnússon, f. 1964, börn þeirra eru a) Aron, f. 1991 og b) Bjarki, f. 1994. Bjarni ólst upp að Hrappstöðum í Víðidal. Hann fór ungur að árum til Reykjavíkur. Bjarni var bygg- ingaverktaki og byggði mörg falleg hús á fyrri hluta starfsævi sinnar. Síðan hafði hann umsjón með lóð- um Landspítalans til fjölda ára. Bjarni var húsvörður í Réttarholts- skóla síðustu ár starfsævi sinnar. Bjarni var virkur í kvæða- og kvöldvökufélaginu Ljóð og saga. Hann byggði sumarbústað í landi Neðri Háls í Kjós og eyddi löngum stundum í land- og skógrækt á því svæði. Hann hafði gaman af ferða- lögum hvort sem það var út fyrir landsteinana eða innanlands, en sérstaklega naut hann þess að ferðast á æskuslóðir sínar. Síðustu þrjú æviárin var Bjarni á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni í Reykjavík. Hann var ánægður í Sóltúni og hafði á orði að um sig væri vel hugs- að. Útför Bjarna fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mundsdóttir, f. 1895, d. 1982, og Gísli Jóns- son, f. 1889, d. 1978. Þau bjuggu allan sinn búskap á Helgastöð- um í Mýrasýslu. Bjarni og Valgerður eignuðust fjögur börn: 1) Sólborg, f. 1953, maki Sigurður Júlíus Kristinsson, f. 1953, börn þeirra eru a) Ás- geir Kristinn, f. 1980, sambýliskona Þórdís Friðsteinsdóttir, f. 1981, b) Hildur, f. 1982 og c) Valgerður, f. 1982, sambýlis- maður Óskar Sæmann Axelsson, f. 1981, dóttir þeirra er Sólborg, f. 2008. 2) Dagbjört, f. 1955, maki Páll Högnason, f. 1953, börn þeirra eru a) Sigurður Valur, f. 1975, maki Jón- ína Guðrún Þorvaldsdóttir, f. 1975, börn þeirra eru Reynir Páll, f. 2000 og Valdís María, f. 2004 og b) Anna Kristín, f. 1987. 3) Hjalti, f. 1958, maki Kristín Kristjánsdóttir, f. 1960, börn þeirra eru a) Elías Fannar, f. Það er skrítin tilfinning fyrir okkur systkinin að setjast niður og skrifa minningargrein um afa. Hann var stór partur af lífi okkar systkinanna og eigum við margar góðar og skemmtilegar minningar um afa okkar. Hann var góður mað- ur og fylgdist með af áhuga hvað barnabörnin voru að gera í lífi og starfi. Afi var mjög vinnusamur og hon- um féll aldrei verk úr hendi. Sum- arbústaðurinn sem afi og amma byggðu í Kjós var hans líf og yndi og fórum við ófáar ferðirnar með þeim í bústaðinn. Mörg voru verkin í bústaðnum og fannst afa gott að sjá barnabörnin á fullu við að vinna í garðinum. Minningarnar um stundirnar þar sem öll fjölskyldan var saman komin við grillið í bú- staðnum eftir góðan vinnudag í garðinum eru ómetanlegar. Afi hafði yndi af ferðalögum og takmarkið hans var alltaf að ná heilsu og fara að ferðast meira, en við fáum víst ekki alltaf að ráða. Hann er farinn í ferðalagið mikla og það er sárt að sjá á eftir honum en við erum þess fullviss að núna líður honum vel. Elsku amma, við biðjum góðan Guð um að veita þér styrk vegna fráfalls afa. Ásgeir, Hildur og Valgerður. Ættarhöfðinginn er fallinn frá. Minningarnar um afa minn eru margar, enda mikið stórmenni þar á ferð. Þau eru ófá fjölskylduboðin sem ég hef sótt, bæði í Álfalandið til ömmu og afa og sumarbústaðinn Bjarmaland í Kjósinni. Í Álfaland- inu sat afi venjulega í höfðingjasæt- inu við enda langborðsins í stofunni og horfði stoltur yfir afkomendur sína, sem eru nú langt á þriðja tug í fjölda. Minningarnar úr sumarbú- staðnum eru líka sérstakar. Um leið og hliðið hafði verið opnað við lóð sumarbústaðarins var verkefn- um deilt niður á fjölskylduna, hvort sem það var að hlúa að skóginum, taka upp kartöflur og rabarbara eða slá gras og mála. Í lok dags var maður þó alltaf verðlaunaður með grillkjöti og arineldi í Bjarmalandi. Bústaðurinn var stolt afa og hann hlúði að plöntum og gróðri við bú- staðinn eins lengi og fætur hans gáfu honum mátt til. Í Kjósinni sá maður því afa alltaf í essinu sínu, á fullu að vinna og ávallt stoltur að kvöldi með vel unnið dagsverk. Ekki get ég minnst afa nema skrifa um tískuvitund hans sem var með afbrigðum góð. Afi fylgdist vel með breytingum á tískunni og það var oft sem ég fékk hrós eða at- hugasemdir á klæðaburð þegar ég heimsótti afa. Hann var sjálfur mikill smekkmaður í klæðaburði og sjaldan fór hann í bæjarferð nema með hatt á höfði og bindishnút um hálsinn. Hann leit oft með horn- auga á hælaskóna mína og spurði hvort ég væri ekki orðin alltof stór eða benti mér kurteislega á að pils- ið væri illa saumað og amma gæti lagað þetta fyrir mig. Hrósið frá honum var þó algengara, alltaf tók hann eftir nýlituðu hári, vel snyrt- um nöglum og mundi eftir að hæla fallegum klæðnaði. Meira að segja síðustu vikurnar á Sóltúni var títt rætt um útlit og ég er ekki í nokkr- um vafa um að ég hafi fengið mitt helsta áhugamál í arf frá afa. Mínar sterkustu og eflaust fyrstu minningar af afa eru þó án efa við eldhúsborðið heima hjá ömmu og afa. Þar maulaði ég ósjaldan ömmubakstur með bestu lyst og plataði afa til að ná í kók í bílskúr- inn. Þar geymdi hann miklar gos- birgðir sem við barnabörnin þurft- um ekki að suða mikið til að fá að njóta. Kókið hans afa bragðaðist heldur ekki eins og venjulegt gos, meðan ég skrifa þessi orð finn ég næstum votta fyrir bragði af volgu ölinu í munninum, sem þó vakti alltaf mikla kátínu á yngri árum. Eftir veitingarnar var stundum gripið í spil og kenndi afi mér þar eitt spil sem er enn í miklu uppá- haldi. Á mettíma tókst honum að kenna 5 ára barninu að gefa í rússa og ekki leið á löngu þar til eggið var farið að kenna hænunni, hvort sem það var af spilasnilli minni eða öðru. Elsku afi minn, minning þín mun ávallt lifa með mér. Elsku amma mín, Guð verði með þér og sendi þér styrk á þessum erfiðu tímum. Anna Kristín Pálsdóttir. Bjarni Björnsson hóf störf sem húsvörður við Réttarholtsskóla 1991 og gegndi því starfi í tvö ár. Hann var þá nokkuð við aldur eða 66 ára að mig minnir. Húsvarsla við stóran unglingaskóla er mikið og margbreytilegt starf og gerir kröf- ur um margs konar hæfni, ekki síst í samskiptum bæði við yngri sem eldri. Þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði gekk Bjarni til starfa af miklum krafti. Dró ekki að ganga í þau verk sem fyrir lágu og afar fundvís á að finna hvað þyrfti að lagfæra og endurnýja. Ekki síst átti hann auðvelt að umgangast yngri sem eldri, glaðvær og gam- ansamur en fastur fyrir þegar á þurfti að halda. Þrátt fyrir að samstarfið yrði ekki lengra er Bjarni okkur, sem unnum með honum í Réttarholts- skóla, minnisstæður sem frábær starfsmaður og ekki síður sem góð- ur og skemmtilegur félagi. Minnist ég sérstaklega ferðar starfsmanna skólans þar sem áð var í sumarbú- stað þeirra hjóna í Kjósinni. Þar var Bjarni á heimavelli. Fyrir hönd okkar sem vorum honum samtíða í Réttarholtsskóla sendi ég eiginkonu hans og fjöl- skyldu samúðarkveðjur og þakkir fyrir að fá að kynnast honum. Haraldur Finnsson, fyrrv. skólastjóri Réttarholtsskóla. Bjarni Björnsson ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, AÐALSTEINN P. MAACK húsasmíðameistari og fv. forstöðumaður byggingaeftirlits ríkisins, áður til heimilis að Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 24. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Aðalheiður Maack, Óðinn Geirsson, Pétur A. Maack, Kristjana Kristjánsdóttir, Þórhallur Maack, Gyða Bárðardóttir, Gísli Maack, Kara Margrét Svafarsdóttir, Sigríður Maack, Már Másson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓNSSON, Selvogsgötu 6, Hafnarfirði, er lést laugardaginn 17. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 28. janúar kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Nanna Hálfdánardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.