Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 16
16 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009                                   ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallarinnar, OMXI6, hækkaði um 1,97% í við- skiptum gærdagsins og var lokagildi hennar 861,90 stig. Gengi bréfa Straums-Burðaráss hækkaði um 15,45% og Icelandair um 0,08%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa Össurs um 1,45% og Bakkavarar um 0,49%. Miklar hækkanir einkenndu helstu hlutabréfa- markaði í Evrópu í gær. Breska FTSE vísitalan hækkaði um 3,86% og þýska DAX um 3,54%. bjarni@mbl.is Hækkanir á mörkuðum ● NOREGUR mun ekki sleppa við áhrif heimskrepp- unnar frekar en önnur lönd. Samkvæmt frétt Verdens Gang sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að þrátt fyrir aðgerðir rík- isstjórnarinnar gerðu spár ráð fyrir því að atvinnuleysi yrði um 4% fyrir árslok. Meðal aðgerða, sem norska rík- isstjórnin ætlar að grípa til eru skatta- ívilnanir til fyrirtækja upp á 3,25 millj- arða norskra króna, eða tæpa 60 milljarða íslenskra króna. bjarni@mbl.is Spá harðæri í Noregi Jens Stoltenberg ● 2012 EHF, áður Framtíðarsýn, móð- urfélag Viðskiptablaðsins, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en úrskurður þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi. Skuldir 2012 þann 31. október 2008 voru samtals um 187 milljónir króna, en eignir 77 milljónir. Skuldir umfram eignir voru því um 110 milljónir króna. Í úrskurðinum kemur fram að eigandi fé- lagsins geti ekki lagt því til meira fé og rekstur þess hafi verið seldur. Því sam- þykkir héraðsdómur beiðni 2012 ehf. um að félagið verði tekið til gjald- þrotaskipta. bjarni@mbl.is Útgefandinn gjaldþrota FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is SAMHLJÓMUR var á milli þeirra ráðamanna innan Vinstri grænna (VG) og Samfylkingar sem rætt var við í gær um að ef flokkarnir mynd- uðu stjórn yrði hún fyrst og fremst um bráðaaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Auðmenn greiði fyrir afskriftir Líklegt er að stofnaður verði sér- stakur bjargráðasjóður heimilanna sem fjármagnaður verður í gegnum afskriftarreikninga ríkisbankanna. Semja þarf um útfærslur við vænt- anlegan samstarfsflokk en sam- kvæmt hugmyndum Samfylkingar- innar verður sjóðurinn þess eðlis að þau heimili sem eiga í greiðsluvanda geti sótt um meira svigrúm varðandi afborganir á lánum sínum. Í reynd verði um afskriftir lána að ræða. Til að fjármagna þessar aðgerðir hafa tvær hugmyndir verið lagðar fram. Annars vegar að tímabundið við- lagagjald verði lagt á þá sem hafi há- ar tekjur, og hins vegar verði kann- aðir möguleikar á því að þeir auðmenn, sem að mati Samfylking- arinnar bera ábyrgð á banka- hruninu, leggi fé í sjóðinn. Það fram- lag yrði þó að öllum líkindum bundið vilja þessara auðmanna þar að lút- andi. Þak á verðtryggð húsnæðislán Þá er líklegt að ný ríkisstjórn til- kynni að sett verði ný lög um greiðsluaðlögun heimila og fyrir- tækja. Í þeim lögum verður ákvæði sem tryggir niðurfærslu veðskulda að greiðslugetu óháð veðstöðu láns sem bæti réttarstöðu þeirra sem skulda við upphaf og lok gjaldþrota- skipta. Þannig gætu skuldarar lengt í lánasafni sínu og haft lengri tíma til að greiða upp lán sín. Í aðgerðaáætlun VG, sem Morg- unblaðið hefur undir höndum, kemur fram að innan flokksins sé vilji til þess að þak verði sett á hækkun höf- uðstóls verðtryggðra húsnæðislána næstu mánuði uns verðlags- og gengismál skýrast frekar. Þá vill flokkurinn hækka vaxtabætur og að ríkið yfirtaki húsaleigubætur og sameini þær vaxtabótum innan skattkerfisins. Fyrirtæki fá fyrirgreiðslu Bæði VG og Samfylking munu leggja mikið upp úr því að koma á samráðsvettvangi með Samtökum atvinnulífsins og ASÍ til að koma fyr- irtækjum landsins til hjálpar. Áhersla verður lögð á að minnka fjármagnskostnað fyrirtækja, fjölga störfum og að gerðar verði breyting- ar á lögum sem leyfi fyrirtækjum með neikvæðan höfuðstól að starfa áfram ef rekstur þeirra að öðru leyti gefur tilefni til þess. Þá verði einnig gripið til annarra markvissra að- gerða í bankakerfinu til að tryggja þjónustu við mjög skuldsett fyrir- tæki. Þetta verði gert meðal annars með skuldbreytingum og nauðsyn- legri rekstrarfjármögnun. Auk þess verði metnir allir mögulegir kostir til að endurfjármagna lífvænlegan at- vinnurekstur sem er að þrotum kom- in. Að endingu verður lögð áhersla á að endurreisnarsjóður fyrirtækj- anna, sem rætt hefur verið um frá því í haust, verði að veruleika. Hann á að verða fjárfestingasjóður sem yrði fyrst og fremst fjármagnaður af lífeyrissjóðunum en ríkisstjórnin þyrfti að koma að honum með ýms- um lagabreytingum. Víðtækar neyðaraðgerðir  Bráðaaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki í vanda helsta verkefni ríkisstjórnar  Bjargráðasjóður stofnaður með aðkomu auðmanna og með gjaldi á háar tekjur Morgunblaðið/G.Rúnar Fólkið í landinu Bráðaaðgerðir væntanlegrar stjórnar sem mun sitja fram að kosningum miðast við að bregðast við vanda heimila og fyrirtækja. Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VIÐSKIPTI með ríkistryggð skuldabréf voru lífleg hér á landi í gær í kjölfar uppákomunnar í stjórnmálunum. Fjárfestar beindu sjónum að þessum markaði og lækkaði ávöxtunarkrafan almennt töluvert, en mismunandi þó eftir skuldabréfaflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Bjarka Bentssyni, sérfræðingi hjá Nýja Glitni, hefur skuldabréfa- markaðurinn verið virkasti mark- aðurinn hér á landi að undanförnu. Hann sagði að markaðurinn hefði verið töluvert líflegur í gær eftir að ljóst varð hvert stefndi í sjórnmál- unum. „Kauphliðin var áberandi á skuldabréfamarkaðinum og ávöxt- unarkrafan lækkaði. Sveiflur voru hins vegar mismunandi miklar eftir skuldabréfaflokkum,“ sagði hann. Kemur ekki á óvart Áhugi fjárfesta á ríkistryggðum skuldabréfum kemur í sjálfu sér ekki svo mjög á óvart. Enda er ekki mikið í boði af traustum papp- írum fyrir fjárfesta um þessar mundir annað en ríkisbréf. Í útboði á ríkistryggðum skulda- bréfum, sem Seðlabankinn efndi til í síðustu viku, kom fram mikill áhugi meðal fjárfesta og lækkaði ávöxtunarkrafa skuldabréfanna al- mennt nokkuð frá því sem áður var. Líklegt er að óvissa um fram- haldið í þjóðmálunum ýti frekar undir það að fjárfestar leiti í ör- yggið, og þá liggur beinast við að fjárfesta í ríkistryggðum pappír- um. Óvenjulegar aðstæður Við venjulegar kringumstæður hefði uppákoman í stjórnmálunum í gær væntanlega haft áhrif á öllum mörkuðum, ekki einvörðungu á skuldabréfamarkaði, eins og reyndin varð, hvað sem verður er fram í sækir. En hér eru ekki venjulegar kringumstæður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hlutabréfamarkaður hefur skroppið gríðarlega mikið saman, líklega um allt að 90% frá því sem var fyrir bankahrunið. Sveiflur á hlutabréfamarkaði voru ekkert meiri í gær en verið hefur á um- liðnum vikum og mánuðum. Og það sama á við um gjaldeyr- ismarkað og hlutabréfamarkaðinn. Gengi krónunnar hreyfðist ekkert óvenjulega mikið í gær. Enda ein- kennist gjaldeyrismarkaðurinn af höftum sem koma í veg fyrir mögu- leika á miklum viðskiptum á þeim markaði. Framhaldið á mörkuðun- um ræðst eðlilega af því hvernig til mun takast með stjórn landsmála. Peningar fjárfesta leita í meira öryggi Enn á eftir að leggja niðurstöðu samninga ríkisstjórnar Íslands við Breta, Hollendinga og Þjóðverja vegna Icesave og Edge fyrir Al- þingi. Í ljósi þess að stjórnarand- staðan hefur véfengt það að Ís- lendingum sé skylt að greiða þessar skuldir má ætla að nið- urstaða þessa máls verði hluti af kosningabaráttu flokkanna í kom- andi kosningum, enda getur Al- þingi enn hafnað þeim lántökum sem málinu fylgja. Þann 5. desember var samþykkt þingsályktunartillaga um að rík- isstjórnin myndi leiða til lykta slíka samninga. Á þeim tíma var það skoðun fráfarandi ríkisstjórnar að ekki væru aðrir kostir í stöðunni en að semja um þessar greiðslur þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og öll nágrannalönd okkar höfðu sett það sem skilyrði fyrir öðrum lánum til Íslands. Þegar hefur náðst samkomulag um að heildarupphæð þeirra lána sem Ísland þarf að taka hjá lönd- unum þremur er um 700 milljarðar króna. Á móti koma þær eignir gömlu bankanna sem hægt er að selja. Í desember fundaði síðan sameiginleg sendinefnd landanna með íslenskum ráðamönnum um lykilefni lánasamninganna á borð við lengd lánstíma, vaxtakjör, greiðsluskilmála og endurskoð- unarákvæði. Heimildir Morg- unblaðsins herma að þær kröfur sem löndin þrjú settu fram í þeim efnum hafi verið þess eðlis að ís- lenska ríkið gat ekki sætt sig við þær. Annar fundur var boðaður í janúarmánuði en hann hefur enn ekki verið haldinn. Af honum verð- ur líklega ekki á næstunni vegna óvissu í stjórn landsins. Alls óvíst um greiðslur vegna Icesave og Edge Ekkert bendir til þess að stjórnmálaástandið hér á landi hafi áhrif stýrivexti Seðlabank- ans. Þeir fjármálasérfræðingar sem blaðamaður hafði sam- band við í gær sögðust spá því að bankinn myndi halda stýri- vöxtunum óbreyttum á fyrsta vaxtaákvörðunardegi bankans næstkomandi fimmtudag. Vextirnir eru 18,0%. Þetta eru mjög háir vextir, hvort sem litið er til sögulegs samhengis hér á landi eða til alþjóðlegs samanburðar. Óbreyttir vextir VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.