Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Þór Sigurðsson | 26. janúar Er fólk virkilega hissa á því að erfiðlega skuli ganga að fá almenning til þess að nota strætó? Þegar hrært er í strætó- kerfinu jafn oft og raun ber vitni er ekkert skrýtið að fólk gefist upp á því að nota þennan ferðamáta. Það eitt að þessir apar skilgreini almenningsvagna sem „fyr- irtæki með hagnaðarsjónarmið“, veldur því að skrattinn er þegar laus. Þegar svo borgarstjórn leyfir þessu að viðgangast átölulaust er síðasti naglinn sleginn í kistuna. Persónulega get ég ekki beðið eftir því að það komi almennileg þíða svo ég geti tekið fram hjólið. Rekstraraðilar Strætisvagna Reykja- víkur og nágrennis hafa sýnt það og sannað síðustu 5 árin að þeir eru með öllu óhæfir til að stjórna og reka almenn- ingsþjónustu. Það eitt getur komið Strætó til bjarg- ar að fyrirtækið sé lagt niður í núverandi mynd, og það fært „heim í hérað“ eins og var fyrir 20 árum. Rekið þetta eins og hverja aðra almenningsþjónustu (bóka- söfn, skóla, o.s.frv.) sem ekki á að skila hagnaði, heldur veita þjónustu. Það á að vera langtímamarkmið að sparnaður ná- ist í viðhaldi gatnakerfis og loftgæðum með því að fleiri nýti sér almennings- samgöngur í stað einkabifreiðar. Sparn- aðurinn á ekki að koma fram í rekstri al- menningssamgangnanna sjálfra ! Meira: inami.blog.is Hjörtur J. Guðmundsson | 26. janúar Pólitísk ráðning Mar- grétar Frímannsdóttur . . . Þegar Margrét var ráð- in til að leysa Kristján af þurfti ekki að auglýsa starfið þar sem um afleys- ingu var að ræða. Hún er núna reynslunni ríkari ef svo má að orði komast. Níu sóttu um starfið þegar það var auglýst á dögunum. Skemmst er frá því að segja að Mar- grét var ráðin þrátt fyrir að hún verði seint talin hæfust til starfsins. Ekki var heldur krafizt sérstakrar menntunar né reynslu í auglýsingu á starfinu sem er vægast sagt furðulegt og rennir enn frek- ari stoðum undir það að um pólitíska ráð- ingu sé að ræða. Meira: sveiflan.blog.is AÐ UNDANFÖRNU hefur talsvert verið ritað um þátt stór- eignamanna í fjármögnun menn- ingarlífs Íslendinga undanfarin ár. Þar hefur margt verið rang- fært sem ástæða er til að fara yf- ir. Á þeim rúmu 10 árum sem ég hef verið listrænn stjórnandi hef ég stöðugt verið beðin um viðtöl um „sponsora“ og þátt þeirra í menningarlífinu. Mikill áhugi fjöl- miðlafólks á þessum „sponsorum“ , hefði átt að leiða til sæmilegrar þekkingar á málinu, en ber- lega hefur komið í ljós að undanförnu að mikils misskilnings gætir og ranghugmynda. Í fyrsta lagi hefur ekki verið um neinar stór- fúlgur að ræða þrátt fyrir mikinn vöxt fjár- málageirans undanfarin ár þótt auðvitað hafi mun- að um þetta. Ef litið er á þá samninga sem Reykjavík menningarborg gerði við svokallaða „máttarstólpa „ í aðdraganda menningarborg- arársins árið 2000, þegar bankarnir voru enn í eigu almennings og fjárhagsleg afkoma þeirra margfalt minni en hún síðan varð, þá voru þeir hlutfallslega miklu stærri en þeir samningar sem gerðir voru síðar, t.d. við Listahátíð eftir að bankarnir voru einkavæddir. Það er einnig rangt að halda því fram að þáttur stóreignamanna í listalífinu hafi stafað af sérstakri hjartagæsku eða stórlyndi, þetta var einfaldlega viðtekinn hluti viðskiptalífsins – að sterk fyrirtæki axli ábyrgð á samfélagsmálum og menningu með fjárframlögum og samstarfi og hefur þetta við- gengist um allan hinn vestræna heim. Við einka- væðingu opinberra fyrirtækja og banka hefur það þótt sjálfsagt að sá hagnaður sem slíkar breyt- ingar hafa fært þessum fyrirtækjum, færi að hluta til samfélagslegra verkefna og þannig axli þau áfram skyldur sínar við uppbyggingu samfélags- ins, þátttöku í menningarverkefnum, byggingu menningarhúsa og rekstur þeirra. Víða hafa verið gerðir skattarammar um þessa fjármögnun, þótt það hafi því miður ekki verið gert hér á landi. Þetta samstarf menningarlífsins við einkageirann og stóreignamenn, sem ég hef ekki kallað „styrki“ heldur „samstarf“ hefur oft verið ansi laust í reip- unum og skort hefur hefð og lágmarks regluverk til að halda utan um þessa þætti. Óneitanlega hafa margir verið of háðir þessu fjárframlagi og stund- um gengið of langt í þjónkun við fjármálamennina í ýmiss konar kynningu og markaðssetningu. Sem betur fer hefur Listahátíð öll þessi ár verið sjálfstæð, rekin af ríki og borg, og því verið í að- stöðu til að setja skýrar vinnureglur í samstarfi við einkafjármagn og fyrirtæki. Enda hafa stór- eignamenn ekki stýrt Listahátíð eða valið verkefni hennar. Það er full ástæða til að ítreka þetta nú þegar stóreignamenn þjóðarinnar liggja undir mikilli gagnrýni og skiljanleg reiði í samfélaginu er í hámarki. Það er því an- kannalegt þegar það er sagt að deyfð í listum á Íslandi undanfarin ár sé því að kenna að hér hafi allt vaðið í peningum stóreignamanna sem þar að auki hafi haft allt of mikil ítök í menningarstefnu og verkefnavali listastofnana. Hafi verið hér syfja og deyfð í menningunni er það okkur sjálfum að kenna og við getum ekki kennt öðrum um. Og um leið og ég held því fram að þátttaka þessara aðila í listastarfsemi hafi ekki verið nein sér- stök tíðindi né til marks um einhverja óbilandi gæsku þessara manna er líka fráleitt að gera þátt þeirra að öðru en hann var. Margir þessara aðila hafa sem betur fer haft vit á að gera þessa sjóði og stjórnsýslu þeirra sjálf- stæða, aðgreina fjárhag og reglur þeirra sínum eigin fjárhag og slíkir sjóðir munu sem betur fer lifa áfram, þrátt fyrir kreppu. Sumir hafa líka sett fagfólk til verka við þessa sjóði til að tryggja góða stjórnsýslu, gegnsæi og fagmennsku og til að ekki sé hægt að segja að eignamenn séu að véla með hluti sem þeir ekki hafa sérþekkingu á, jafnvel þótt um sé að ræða þeirra eigið fé. Eins og staðan er í dag, þegar fjármálalífið er hrunið er ástæða fremur en nokkru sinni fyrr til að ítreka mikilvægi góðrar stjórnsýslu og fag- mennsku í meðhöndlun fjár í menningargeiranum enda varla hægt lengur að tala um tvær tegundir af fjármagni, opinbert og einkafjármagn. En það er engin ástæða til að blanda öllu saman, Icesave-málið hefur t.d. ekkert með byggingu tón- listarhússins að gera, þótt Landsbankinn hafi upp- haflega ætlað að byggja tónlistarhúsið. Ástæða er til að halda þessu til haga nú þegar verið er að taka ákvarðanir um áframhald byggingar tónlistarhúss. Og nú þegar t.d. bankarnir eru aftur komnir í eigu almennings, er ástæða til að rifja upp nokkur atriði: Bankarnir eiga að sjálfsögðu áfram að taka þátt í samfélaginu með öflugum menningarsjóðum, rétt eins og þeir gerðu áður en þeir voru einkavæddir. Sama er að segja um þau stórfyrirtæki sem enn standa, hver sem eignaraðild þeirra er. Listamenn og talsmenn menningarstofnana hafa því miður oftast verið máttlitlir talsmenn í umræðunni um góða stjórnsýslu og sjaldan verið áríðandi þrýstihópur í samfélaginu, a.m.k. á seinni árum. Nú þegar þáttur fjármálamanna í samfélag- inu mun minnka verulega er mikilvægt að fag- mennska á öllum sviðum aukist. Í menningarlífinu er áríðandi að sjálfstæði verði skerpt, en þessar breytingar verði ekki til að auka í staðinn þátt stjórnmálamanna í þessum geira. Og erfitt fjár- hagsástand í samfélaginu má heldur ekki nota sem ástæðu niðurskurðar í menningargeiranum. Hér mega menn minnast þess hverju miklu fátækari þjóðir en við hafa áorkað og jafnvel á miklum sam- dráttartímum á Íslandi hafa menn byggt hér okk- ar stærstu menningarhús, t.d. Þjóðleikhús. Nú þurfa allir að taka höndum saman um að ydda mikilvægi menningarinnar við að byggja upp að nýju okkar eigin sjálfsmynd, bæði inn á við og út á við. Ekkert er líklegra til að endurvekja þá já- kvæðu ímynd sem Íslendingar höfðu á alþjóðavett- vangi en sterkt og öflugt menningarlíf. Ennþá frekar er ekkert líklegra til að gefa lífi okkar á ný innihald, von og erindi en öflugt menningarlíf, sem færir þá fyllingu og stolt í líf okkar sem það nú hef- ur verið rænt að nokkru leyti með veraldlegu hruni. Þess vegna verðum við að gæta þess að grauta ekki öllu saman, við munum reisa tónlistarhús sem verður lífæð í endurreisn stolts okkar og bjartsýni sem þjóðar. Ekki með yfirborðsmennsku eða flottræfilshætti, heldur með fullvissu um mik- ilvægi íslenskrar menningar sem hornsteins í lífi þjóðarinnar. Aldrei skal það gerast að tónlistarhúsið verði látið grotna niður með stolt okkar og von undir sér ofan í svarta rústina vegna þess að það tengist með óbeinum hætti hruni íslenska bankakerfisins. Nú er okkar að taka höndum saman og láta húsið verða tákn um upprisu og von og endurvekja þá reisn sem við þurfum mest af öllu á að halda. Þau hundruð starfa sem felast í húsinu, bæði nú í bygg- ingu þess og við rekstur þess, eru gríðarlega mik- ilvæg. Grasrótin í sköpunarstörfunum þarf einnig að fá öflugan stuðning, ungt fólk þarf að finna hvatningu samfara kröftugri uppbyggingu. Nýtt Ísland verður ekki til án þess að íslensk menning verði aflgjafinn bæði inn á við og út á við. Hér eigum við að taka Barack Obama okkur til fyrirmyndar, en Obama er fyrsti forseti Banda- ríkjanna sem var kominn með skýra menning- arstefnu löngu áður en hann tók við embætti. Þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í opinberum fram- lögum ætlar hann að bæta framlög til listmennt- unar og auka verulega framlög til NEA, National Endowmendt of the Arts, hins opinbera listasjóðs. Þau markmið hans eru ekki nein tilviljun eða hentistefna, heldur byggjast þau á sannfæringu hans um listina sem aflgjafa samfélagsins, sem við þurfum að taka okkur til fyrirmyndar. Eftir Þórunni Sigurðardóttur » Aldrei skal það gerast að tón- listarhúsið verði látið grotna niður með stolt okkar og von undir sér ofan í svarta rústina vegna þess að það tengist með óbeinum hætti hruni íslenska bankakerfisins. Þórunn Sigurðardóttir Höfundur er fyrrv. stjórnandi Reykjavíkur menning- arborgar Evrópu árið 2000 og Listahátíðar í Reykja- vík, núverandi stjórnarmaður í Auroru velgerðar- sjóði og formaður stjórnar Kraums, tónlistarsjóðs. Vonin er fólgin í menningunni BLOG.IS Dæsandi Þau hafa bæði staðið í ströngu undanfarin misseri, Þorgerður Katrín og Geir. En sú mæða að sitja í svona stjórn, gæti Geir verið að hugsa. Klukkustund síðar var stjórnin fallin. RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.