Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. BJÖRN Bjarna- son dóms- og kirkjumálaráð- herra hefur skip- að Margréti Frí- mannsdóttur í embætti for- stöðumanns Fangelsisins á Litla-Hrauni frá og með 1. febr- úar nk. Margrét hefur gegnt embætti forstöðu- manns fangelsisins undanfarið ár í forföllum fyrrverandi forstöðu- manns. Níu umsóknir bárust um emb- ættið en umsóknarfrestur rann út 15. janúar síðastliðinn. Margrét forstöðumaður Margrét Frímannsdóttir „ÞINGFLOKKUR Vinstri grænna fordæmir harðlega hvers kyns of- beldi, sama hver í hlut á. Ofbeldi í garð lögreglunnar er aldrei og undir engum kringumstæðum réttlætanlegt.“ Þetta segir í yf- irlýsingu frá þingflokki VG, en tilefnið hennar eru ásakanir Björns Bjarnasonar dómsmála- ráðherra í garð tveggja þing- manna VG á vefsíðu sinni. „Friðsamleg mótmæli og andóf eru mikilvægir hlekkir virkrar þátttöku í lýðræðisríki og það er ekki að undra að fólk rísi nú upp gegn því órétti og ranglæti sem hefur fengið að viðgangast í sam- félaginu. Slík mótmæli beinast ekki gegn góðri löggæslu heldur gegn vanhæfum stjórnvöldum og þeim sem ábyrgðina bera.“ Í yfirlýsingunni segir að til- raunir Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra til að slá ryki í augu fólks með yfirlýsingum eins og þeirri að tilteknir þingmenn VG hafi „beinlínis veist að lög- reglunni“ séu „veruleikafirrtar og eigi sér enga stoð í sannleik- anum“. Morgunblaðið/Júlíus Fordæmir ofbeldi gegn lögreglu LANDSSAMBAND eldri borgara, LEB, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun stjórnenda Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar að flytja aldrað fólk nauðugt frá dvalarstað sínum á Seli yfir á Kristnesspítala eins og átti sér stað nýlega. „Hér er um að ræða aldrað og veikburða fólk sem ekki getur bor- ið hönd fyrir höfuð sér. Lýsa þessi vinnubrögð ótrúlega neikvæðu við- horfi af hálfu stjórnenda í heil- brigðisþjónustu gagnvart öldruðu og sjúku fólki.“ Mótmæla flutningi Í grein um tónlistarhátíð kvenna- kórsins Vox feminae í blaðinu í gær var rangt farið með nafn ljósmynd- ara. Hún heitir Sigríður Soffía Gunnarsdóttir. Þá var kórverkið Ave Maria sagt vera eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en það er eftir Gunnar Þórðarson. Þetta gerðist Rangt var farið með nafn Ragnhild- ar Guðbrandsdóttur í gær, í Þetta gerðist. Beðist er afsökunar á mis- tökunum. LEIÐRÉTT Nafn ljósmyndara AUGLÝST verður eftir tilboðum í nýtt hlutafé Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, á næstu dögum. Fyrirtækjaráðgjöf Nýja Glitnis ann- ast söluferlið, sem verður opið öllum fagfjárfestum. Gert er ráð fyrir því að bindandi tilboð berist fyrir 17. febrúar næstkomandi. Ferlið verður með þeim hætti að áhugasamir fjárfestar undirrita trúnaðaryfirlýsingu sem skila þarf inn ekki síðar en föstudaginn 30. jan- úar og er gert ráð fyrir að óskuld- bindandi tilboðum verði skilað inn 4. febrúar. Óumdeild niðurstaða Þeim sem leggja fram hæstu til- boðin verður boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu og fá þá drög að kaupsamningi sem og aðgang að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Þeim ber svo að skila inn skuldbindandi tilboðum í síðasta lagi þriðjudaginn 17. febrúar. „Það er mjög gott fyrir félagið og blaðið vegna þess að með þessum hætti verður niðurstaðan alveg óum- deild,“ segir Einar Sigurðsson, for- stjóri Árvakurs. „Um leið og ferlinu lýkur verður óvissunni um framtíð blaðsins eytt.“ Hann segir að undanfarið hafi ver- ið unnið að því að kynna félagið áhugasömum fjárfestum. „Þeim kafla er nú lokið og nú verður þetta sett í mjög vel skilgreint söluferli.“ Söluferlið verði gagnsætt og tryggt að faglega sé að því staðið. Nýlega var greint frá því að er- lendir fjárfestar hefðu áhuga á að kaupa félagið. Einar segir að ferlið muni tryggja það að allir áhuga- samir fjárfestar sitji við sama borð þegar kemur að sölu þess. Allir fá jafnan aðgang  Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sett í formlegt sölu- ferli og auglýst verður eftir tilboðum á allra næstu dögum Í HNOTSKURN »Tilkynnt var í byrjun des-ember sl. að hlutafé Ár- vakurs yrði fært niður í núll og félagið endurfjármagnað með nýju hlutafé. »Samtímis var tilkynnt aðÁrvakur og Nýi Glitnir myndu vinna sameiginlega að framtíðarlausn á fjármálum félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.