Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Stjórnarslit FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is Ísland hefur undanfarna tvo áratugi búið við pólitískan stöðugleika. Síð- asta stjórnarkreppa á Íslandi var árið 1987, en þá var landið án rík- isstjórnar í rúma tvo mánuði. Henni lauk með því að þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks var mynduð undir forystu Þorsteins Pálssonar, þáver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins. Síðan þá hafa allar ríkisstjórnir verið myndaðar á fáeinum dögum og allar hafa þær setið út kjörtímabilið nema sú sem sprakk í gær. Stjórnarslit í beinni útsendingu Stjórn Þorsteins varð skammlíf og lauk samstarfi hennar á sögulegan hátt: Í beinni útsendingu á Stöð 2 haustið 1988 eftir að hafa setið í rúmt ár. „Líkindi með núverandi stjórn og þeirri sem sat veturinn 1987-1988 eru þau að hún hrökklast frá völdum eftir að hafa setið stutt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur. Hann segir þó aðstæður allt aðrar enda hafi hrun bankanna og fjármálakreppan sett mark sitt á starf stjórnarinnar sem féll í gær. Guðni segir að stjórnarslitin 1988 megi setja í sögulegt samhengi. „Þriggja flokka stjórnir eiga sér ekki glæsta sögu á Íslandi. Það segir sig eiginlega sjálft að það verður erfiðara að samræma sjónarmið þriggja flokka en tveggja. Sjálfstæðisflokk- urinn var auðvitað sá flokkur sem galt afhroð í kosningum 1987 og því var alls ekki sjálfsagt að hann yrði sá flokkur sem leiddi næstu ríkisstjórn, enda tók 74 daga að mynda stjórn,“ segir Guðni. Eftir að stjórnin var mynduð gekk Þorsteini Pálssyni illa að fá þá Steingrím Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson til liðs við sig í mikilvægum málaflokkum. Því lengur sem þessir erfiðleikar stóðu því meira freistandi varð að fara aðr- ar leiðir. Sem varð síðan til þess að Jón Baldvin og Steingrímur yfirgáfu Þorstein og mynduðu vinstristjórn með Alþýðubandalaginu, auk Stefáns Valgeirssonar, á einni viku. Guðni segir að það sem sé ólíkt nú- verandi stjórn og þáverandi sé hið góða samstarf Ingibjargar og Geirs. „Í þessari stjórn virðist hafa verið fullt traust milli formannanna og virðist hafa verið með ágætum alveg þangað til í dag [í gær].“ Óvenjuveikur flokkur Rætur stjórnarkeppunnar sem varð eftir kosningarnar 1987 lágu m.a. í því að Sjálfstæðisflokkurinn var óvenjulega veikur eftir að Albert Guðmundsson, sem hafði verið knú- inn til afsagnar sem iðnaðarráðherra skömmu fyrir kosningar vegna skattamála, stofnaði Borgaraflokkinn og hafði af Sjálfstæðisflokknum mikið fylgi og sex þingmenn. Stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags lenti í miklum erfiðleikum haustið 1989 og fékk í kjölfarið Borgaraflokkinn til liðs við sig. Hún sat síðan til ársins 1991 er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum en hana mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur. 22 ár frá stjórnarkreppu Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skammlíf Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson eftir ríkisstjórnarfund 1987.  Stjórn mynduð 1987 eftir rúmlega tveggja mánaða stjórnarkreppu en sprakk svo í beinni  „Þriggja flokka stjórnir eiga sér ekki glæsta sögu“  Margt ólíkt með aðstæðum, sérstaklega samband formanna „Það er ljóst að 1987-1988 ríkti ekki gott samband milli þessara þriggja forystumanna, Þor- steins Pálssonar, Steingríms Hermannssonar og Jóns Bald- vins Hannibaldssonar. Harðar deilur voru um efnahagsmál og áður en stjórnin sprakk höfðu verið þreifingar í gangi við Al- þýðubandalagið,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði. Hann segir að það sem sé ólíkt með stjórninni sem nú sitji og þeirri sem sprakk 1988 sé hið góða samband og traust sem virðist hafa ríkt milli Ingibjargar og Geirs. „Hins veg- ar liggur fyrir að fráfarandi stjórn var komin í mikil vand- ræði. Hún bjó við miklar óvin- sældir og talsverður þrýstingur var kominn á hana upp á síð- kastið í kjölfar mótmælanna.“ Slæmt samband FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is FORYSTUMENN Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambands Ís- lands segjast treysta því að fyrr en síðar verði komin starfhæf ríkis- stjórn sem geti tekið á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasi við. Bráðavandi heimila og fyrirtækja vegna hás vaxtastigs sé meðal þess sem strax þurfi að taka á. Halldór Grönvold, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að sam- bandið hafi einkum lagt áherslu á tvennt: Að það verði komið til móts við heimilin með ráðgjöf, einkum hvað varðar heimili sem eru í greiðsluvanda, og einnig verði und- inn bráður bugur að því að styðja líf- vænleg fyrirtæki til að halda sínum rekstri gangandi og byggja hann upp frá því sem nú er. „Við vitum að hvorki heimili né fyrirtæki rísa undir 25% vöxtum,“ sagði Halldór. Hann nefnir að hugsanlega þurfi að setja upp viðreisnarsjóð heimil- anna og ASÍ hafi bent á að til væru fjármunir til að aðstoða fólk í miklum og alvarlegum greiðsluvanda til að það þurfi ekki að fara í gjaldþrot. Halldór sagði að þessi hugmynd um viðreisnarsjóð hefði ekki verið út- færð, en ljóst væri að fjöldi heimila stæði ekki undir skuldbindingum. Spólað í sama farinu Halldór segist treysta því að stjórnmálamenn leysi úr þeirri stöðu sem nú er kominn upp og fyrr en síð- ar verði komin hér ríkisstjórn sem ASÍ geti átt samskipti við um þau mikilvægu og brýnu verkefni sem bíða úrlausnar. Halldór fagnar því að reiknað er með kosningum í vor. „Það var okkar niðurstaða í Al- þýðusambandinu í síðustu viku að við værum komin í ákveðna sjálf- heldu og værum að spóla í sama farinu og því þyrfti eitthvað að ger- ast á vettvangi stjórnmálanna.“ Halldór segist treysta því að stjórn- málamenn taki á sig sína ábyrgð og tryggi að hlutirnir gangi betur en undanfarnar vikur og mánuði. Fullkomin óvissa „Það er verulegt áhyggjuefni að landið skuli vera ríkisstjórnarlaust,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA. Atvinnulífið kalli eftir sterkri ríkisstjórn sem geti búið því starfsskilyrði sem hægt sé að vinna við. Brýnt sé að greiða úr þeim bráðavanda sem við sé að glíma og síðan að byggja upp til lengri tíma. „Þetta er allt í fullkominni óvissu meðan ekki er ríkisstjórn í landinu,“ sagði Vilhjálmur. Hann segir að brýnustu viðfangs- efnin felist í lækkun vaxta, afnámi gjaldeyrishafta, nauðsyn á starfhæf- um bönkum og ýmsum aðgerðum til að draga úr atvinnuleysi. „Það þarf að koma strax ný rík- isstjórn sem er með ákveðna og skynsamlega stefnu í þessum mál- um,“ segir Vilhjálmur. Fyrir helgi setti SA fram atvinnustefnu um hvernig samtökin telja að atvinnu- lífið muni þróast í bráð og lengd. Starfhæfa stjórn strax  ASÍ vill viðreisnarsjóð til styrktar heimilum í greiðsluvanda  Fullkomin óvissa meðan ekki er stjórn í landinu að mati SA Morgunblaðið/Kristinn Vörn í sókn SA efna til funda þessa dagana til að kynna nýja atvinnustefnu. Hún er innlegg í umræðu um hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í HNOTSKURN »Í núverandi ástandi verðurað bregðast rétt við þegar í stað, lágmarka skaðann og auðvelda nýja uppbyggingu, segir á heimasíðu SA. »Miðstjórn Alþýðu-sambandsins kallaði eftir stjórnarskiptum og kosn- ingum í síðustu viku. gær. Hann segist telja að það sama gildi um Seðlabankann og Fjármála- eftirlitið, en Jón hefur einnig hætt störfum í stjórn þess. Hann segir afsögn sína ekki tengj- ast stjórnarslitunum í gær. „Ég skrifaði þetta bréf um leið og ég skrifaði afsagnarbréf mitt í stjórn Fjármálaeftirlitsins þannig að þetta eru algerlega ótengdir hlutir.“ Varamaður Jóns í bankaráði Seðlabankans er Guðný Hrund Karlsdóttir. ben@mbl.is „Ég tel að það hafi aldrei verið jafnbrýnt að end- urvekja traust á þessum tveimur mikilvægu stofn- unum fjármála- kerfisins, Seðla- bankanum og Fjármálaeftirlit- inu,“ segir Jón Sigurðsson sem sagði af sér sem bankaráðsmaður í Seðlabankanum í Jón Sigurðsson Sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands „ÉG ER hér til að fagna eins og aðrir,“ sagði Björk Þorleifsdóttir sem var meðal þeirra sem slógu í takt fyrir utan Alþingishúsið eftir að ljóst var að ríkisstjórnin færi frá. „Mér finnst fólk vera að vakna og það er góð þróun,“ bætti hún við og í sama streng tók Friðgeir Einarsson. „Þetta virðist vera að þokast í rétta átt en björninn er ekki alveg unninn,“ sagði Friðgeir. „Ég held að flestir hljóti að krefjast nýrra og heiðarlegri tíma í stjórnmálum.“ Miðað við skiltið sem greina má á myndinni eru næstu verkefni: Nýtt lýð- veldi og flokksstjórnin lögð niður. halla@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarslitum fagnað í takt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.