Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 Minnihlutastjórn Stjórn sem skipuð er þingmönnum eðafulltrúum flokks eða flokka sem ekki hafa meirihluta á þjóðþingi kallast minnihlutastjórn. Aðeins þrjár slíkar stjórnir hafa setið hérlendis og hafa flestar þeirra verið bráðabirgðastjórnir. Sú fyrsta 1949-50, sú næsta 1958-59 og sú þriðja 1979-80. Minnihlutastjórnir eru algengt stjórnarform bæði í Danmörku og Noregi, en hafa ekki notið hylli hér þar sem ríkisstjórnir hafa viljað starfa í skjóli mikils meirihluta. Starfsstjórn Er ríkisstjórn sem starfar til bráðabirgða eft-ir að hún hefur beðist lausnar og meðan verið er að mynda nýja. Hérlendis er venjan sú að forsetinn feli ríkisstjórn, sem sagt hefur af sér, að sitja áfram þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð til að tryggja að landið sér ekki stjórnlaust á meðan. Starfsstjórn er ekki skil- greind stjórnskipulega heldur aðeins pólitískt. Það þýðir að minnihlutastjórn getur í reynd verið starfsstjórn ætli hún aðeins að sitja stutt. Þjóðstjórn Er ríkisstjórn með fulltrúum allra eða flestrastjórnmálaafla sem sæti eiga á Alþingi. Að mati stjórnmálafræðinga er ekki nauðsynlegt að allir flokkar á þingi eigi sæti í umræddri ríkis- stjórn svo lengi sem þeir styðja umrædda stjórn. Þjóðstjórnir verða oftast til þegar svo al- varlegt ástand í samfélaginu myndast að grunn- gildi þess eru í hættu og stjórnmálaflokkar leggja allan ágreining til hliðar og einbeita sér að því að standa vörð um grundvallargildin. Utanþingsstjórn Sé ríkisstjórn skipuð af forseta Íslands án atbeinastjórnmálaflokka kallast það utanþingsstjórn. Fullreynt þarf að vera að flokkum takist að mynda starfhæfa stjórn á þingi áður en forsetinn getur skip- að utanþingsstjórn, því þingið getur fellt hana með því að samþykkja á hana vantraust. Ljóst er einnig að utanþingsstjórn getur í reynd ekki setið nema með samþykki og vilja þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi, því þingið getur fellt utanþings- stjórn með því að samþykkja á hana vantraust. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttursilja@mb ÞÓTT ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sé fallin er ljóst að einhvers konar ríkisstjórn þarf að starfa fram að næstu kosningum, sem fyrirhugaðar eru í vor, svo landið verði ekki stjórnlaust á með- an. En hvers konar stjórn verður það? Sumir kalla eftir minni- hlutastjórn, aðrir eftir þjóðstjórn, meðan margir kjósa helst að fá ut- anþingsstjórn og einhverjir nefna starfsstjórn. En hver er munurinn á þessum fjórum tegundum stjórna? Undir öllum venjulegum kring- umstæðum, þegar forsvarsmenn samstarfsflokka í ríkisstjórn komast að þeirri niðurstöðu að þeir geti ekki starfað áfram saman, er venjan sú að forseti Íslands feli fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn eða bráðabirgðastjórn þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, t.d. eftir kosningar, til að tryggja að landið sé ekki stjórn- laust. Slíkri starfsstjórn er í reynd ekki ætlað að hafa neitt nýtt póli- tískt frumkvæði fram að komandi kosningum. Flestar þær stjórnir sem hafa sprungið hérlendis hafa orðið við ósk forsetans og setið fram að kosn- ingum. Þó eru dæmi þess að stjórnarsamstarf hafi sprungið með slíkum hvelli að forsvarsmenn flokk- anna hafi ekki talið sig geta orðið við þeirri ósk að starfa áfram í bráðabirgðastjórn og hefur þá stundum verið gripið til þess ráðs að mynda minnihlutastjórn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, hafa aðeins verið myndaðar þrjár minni- hlutastjórnir hérlendis. 1949-50 leiddi Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, 1958-59 leiddi Emil Jónsson minnihlutastjórn Alþýðuflokks studda Sjálfstæðisflokknum og 1979-80 tók Alþýðuflokkurinn við stjórnartaumum landsins, með Benedikt Gröndal sem forsætisráð- herra, eftir að vinstristjórn Fram- sóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks sprakk. Þjóðstjórnir snúast um lægsta sameiginlega samnefnarann Að sögn Gunnars eiga allar minnihlutastjórnir hérlendis það sameiginlegt hingað til að hafa verið bráðabirgðastjórnir sem aðeins var ætlað að sitja í skamman tíma fram að næstu kosningum. Bendir hann á að minnihlutastjórnir geti hins veg- ar auðveldlega verið óskaniðurstaða flokka eftir kosningar og setið heilt kjörtímabil. Þannig hafa minni- hlutastjórnir verið algengar bæði í Noregi og Danmörku þótt slíkt fyrirkomulag hafi ekki náð vinsæld- um hérlendis, enda hefð fyrir því hérlendis að mynda ríkisstjórnir með sterkan þingmeirihluta. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, bendir á að forsvarsmenn flokka sem styðja minnihlutastjórn geti séð ákveðna kosti þess að sitja utan stjórnar og styðja ákveðin mál en þurfa ekki að bera ábyrgð á öllum málum ríkis- stjórnarinnar. Geir H. Haarde, fráfarandi for- sætisráðherra, sagði í gær að Sjálf- stæðisflokkurinn byðist til þess að leiða þjóðstjórn, en slík stjórn er ríkisstjórn með fulltrúum allra eða flestra stjórnmálaafla sem sæti eiga á Alþingi og starfar með stuðningi allra flokka. „Þjóðstjórnir verða að- eins til í tengslum við svo djúpar kreppur eða alvarlegt ástand þar sem grundvallargildi samfélagsins eru í hættu, eins og á stríðstímum, að stjórnmálaflokkar telja sig verða að leggja allan ágreining til hliðar og einbeita sér að þessum grunn- gildum,“ segir Gunnar Helgi. Tekur hann fram að þar sem þjóðstjórn kalli á þátttöku allra stjórnmála- flokka geti það haft hamlandi áhrif á það hvaða mál fáist samþykkt. Þannig snúist þjóðstjórn í reynd um lægsta sameiginlega samnefnara flokka. Sé litið til sögunnar hefur aðeins einu sinni í sögu Íslands verið starf- andi þjóðstjórn og það var á árunum 1939-42 þegar Hermann Jónasson leiddi samsteypustjórn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks með stuðningi Bænda- flokksins. Raunar eru stjórnmála- fræðingarnir ekki sammála um hvort rétt sé að skilgreina þá stjórn sem þjóðstjórn þótt hún sé í sögu- bókunum kölluð það, því Sósíal- istaflokkurinn átti ekki aðild að henni þrátt fyrir að eiga kjörna full- trúa á þingi. Utanþingsstjórn veikburða Spurður um afdrif fyrstu þjóð- stjórnarinnar segir Gunnar hana hafa sprungið endanlega vorið 1942 eftir mikla samstarfserfiðleika mán- uðina á undan. Í framhaldinu voru haldnar tvennar kosningar það árið, þrátt fyrir blikurnar sem voru á lofti í alþjóðamálum, þ.e. á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Aðeins einu sinni hefur starfað utanþingsstjórn hérlendis, en það var á árunum 1942-44. Sú stjórn var mynduð að ráði Sveins Björnssonar, ríkisstjóra Íslands, þegar stjórn- málaflokkunum hafði ekki tekist að mynda starfshæfa ríkisstjórn eftir nokkurra mánaða stjórnarkreppu og þref. Sú stjórn var skipuð mönn- um sem ekki voru alþingismenn og forsætisráðherra hennar var Björn Þórðarson. Gunnar bendir á að vandinn við hugmyndina um utanþingsstjórn sé hversu veikburða hún er og fram- kvæmdavaldið veikburða. Þannig getur utanþingsstjórn í reynd ekki setið nema með samþykki og vilja þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þingi, því þingið getur hve- nær sem er fellt utanþingsstjórn með því að samþykkja á hana van- traust. Lítil reynsla hér af minni- hlutastjórnum Morgunblaðið/Golli Fundur Fremur fámennt var á boðuðum fagnaðarfundi á Austurvelli í gær. Þjóðstjórnir oftast myndaðar þegar kreppur eru svo alvarlegar að þær teljast ógna grunngildum þjóðar Stjórnarslit Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir tapaði fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní árið 1994. Er úrslit lágu fyrir hélt Jóhanna ræðu þar sem hún sagðist ganga ósár frá þessum leik þótt hún hefði tapað einni orrustu við Jón Baldvin. „Ósig- ur er ekki endalok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst en í ósigri rætur velgengni. Minn tími mun koma,“ voru eftirminnileg lokaorð hennar í ræðu á flokksþinginu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, gerði í gær tillögu um að Jó- hanna Sigurðardóttir tæki við sem forsætisráð- herra. Ingibjörg sagði að Jóhanna væri í raun tákngervingur fyrir það sem gera þyrfti. Aftur að átökunum í Alþýðuflokknum sum- arið og haustið 1994. Jóhanna Sigurðardóttir lagði fram lausnarbeiðni sína sem félagsmála- ráðherra 21. júní 1994 og í kjölfarið sagði hún sig úr Alþýðuflokknum um miðjan september. Þjóðvaki með fjóra þingmenn Í Morgunblaðinu frá þessum tíma segir: „Á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní sagði Jó- hanna í ræðu að hún myndi ekki kljúfa flokkinn með úrsögn vegna ósigurs í formannskosn- ingum, en hún tapaði þeim kosningum fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni.“ „Ég sagði einnig mjög skýrt í minni ræðu á flokksþinginu að ekki væri hægt að ætlast til þess í lýðræðislegum stjórnmálaflokki að ég gæfi loforð um að vera í flokknum ef mér væri gert að standa gegn minni sannfæringu,“ sagði Jóhanna við Morgunblaðið. „Ég reyndi að þrauka, en strax eftir flokks- þingið varð mér ljóst, að það átti ekki að skapa okkur, sem höfðum aðrar skoðanir en flokksfor- ustan, rúm til að starfa nema við sætum og stæðum eins og þeir sem vildu ráða ferð. For- ustan taldi sig hafa stöðu til að herða tökin eftir niðurstöðuna á flokksþinginu,“ er haft eftir Jó- hönnu.“ Ný stjórnmálahreyfing, Þjóðvaki, var form- lega stofnuð 28. janúar 1995 undir forystu Jó- hönnu Sigurðardóttur. Hreyfingin var byggð á hugsjónum jafnaðarstefnunnar og nútíma- legum frjálslyndum viðhorfum, eins og sagði í kynningu. Í kosningum 1995 fékk Þjóðvaki fjóra alþingismenn. Aftur í ráðuneytið 2007 Vorið 2007 sneri Jóhanna Sigurðardóttir aft- ur í félagsmálaráðuneytið í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, rúmum áratug eftir að hún hvarf það- an. Er hún fór úr ráðuneytinu á sínum tíma lét hún þau orð falla við starfsfólk að hún myndi snúa aftur. Minn tími mun koma, sagði Jóhanna 1994 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný verkefni Tillaga er um að Jóhanna Sig- urðardóttir taki við sem forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.