Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Andrés Kol-beinsson fæddist á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu 7. sept- ember 1919. Hann lést á Vífilsstöðum 15. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kolbeinn Guð- mundsson, bóndi og járnsmiður á Þor- valdsstöðum og síð- an lengst í Stóra- Ási, f. 21.9. 1882, d. 9.5. 1958, og Helga Jónsdóttir hús- freyja, f. 26.2. 1885, d. 30.7. 1960. Systkini Andrésar eru Magnús bóndi, f. 14.7. 1921, d. 5.12. 2005, Þorgerður húsfreyja, f. 8.3. 1924, Helgi bifvélavirki, f. 22.5. 1927, og Steinunn húsfreyja, f. 20.11. 1928. Andrés kvæntist Beryl Joy Tre- vor (f. Tongue), f. 20. 9. 1927. Þau skildu. Börn þeirra: 1) Kolbeinn, f. 5.8. 1949. K 1. Marta Gunn- arsdóttir, f. 15. nóvember 1949. Þau skildu. Börn þeirra: a) Andr- és Páll f. 25.11. 1970. Sambýlis- kona var Þórunn le Sage de Fon- tenay. Börn þeirra eru: Gabríel Jóhann og Kristófer. Sambýlis- þeirra er Iðunn Nótt. Andrés kvæntist Hrafnhildi Pedersen, f. 28.7. 1940. Þau skildu. Dóttir þeirra: 3) Hildur Kolbrún f. 29.3. 1963. Andrés átti heima á Þorvalds- stöðum fyrstu fimm ár ævinnar eða þar til foreldrar hans fluttust að Stóra-Ási 1924, þar sem hann ólst upp. Hann gekk í Héraðsskól- ann í Reykholti 1937 til 1939. Stundaði rafvirkja- og tónlist- arnám í Reykjavík. Hann nam óbóleik við The Royal College of Music í Manchester 1944 til 1947. Stofnfélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem hann lék á óbó í nær þrjá áratugi. Síðan stundaði hann nótnaskriftir, bæði fyrir hljómsveitina og aðra og vann jafnframt við tónlistarkennslu. Meðfram þessu stundaði Andrés alla tíð ljósmyndun af ástríðu. Eft- ir hann liggur stórt safn ómet- anlegra ljósmynda. Andrés ánafnaði Ljósmyndasafni Reykja- víkur filmusafn sitt árið 2006 sem var alls 4.600 myndir og hélt safn- ið sýningu á verkum hans í júní það ár. Síðustu tvö og hálft ár æv- innar dvaldi hann á Vífilsstöðum þar sem hann naut góðs aðbún- aðar. Útför Andrésar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst kl. 13. Jarðsett verður í Stóra-Áss- kirkjugarði í Borgarfirði. kona Andrésar Páls er Auður Björk Ein- arsdóttir. b) Helga Björg, f. 14.3. 1972, gift Jóni Inga Ingi- mundarsyni. Börn þeirra eru Þórður Ingi og Trausti Freyr. K 2. Katrín Ósk- arsdóttir, f. 22.5. 1953. Þau skildu. Börn þeirra: c) Rík- harður Grétar, f. 15.11. 1980, Börn hans eru: Aþena Arna og Indíana Ósk. d) Ív- ar Örn, f. 26.12. 1982. Börn hans eru: Isis Helga og Eiður Örn. e) Rebekka, f. 8.1. 1988, í sambúð með Magnúsi Haraldssyni. K 3. Gerður Guðjónsdóttir, f. 6.11. 1970. Þau skildu. Börn þeirra: f) Amanda Ösp, f. 6.1. 1992, og g) Kolbrún Ósk, f. 11.1. 1995. K 4. Tehun Terfasa Dube, f. 25.7. 1979. Sonur þeirra: h) Tómas Andrés, f. 25.5. 2001. 2) Susan Helga, f. 22.9. 1951. M. Gordon Peter Kincla, f. 23.5. 1947. Börn þeirra eru a) Sara Joanne, f. 30.8. 1976, gift Sam Abbott. b) Dylan James Pet- er, f. 30.12. 1978, kvæntur Vegu Rós Guðmundsdóttur. Dóttir Mig langar að deila með ykkur nokkrum minningum um Andrés afa minn sem mér finnst svo lýsandi fyrir hversu lifandi og ótrúlega hress hann var. Afi var mikill te unnandi og fannst mér alltaf gaman að kíkja á hann með hinar ýmsu tegundir fyrir hann að prufa. Hitaði hann þá vatn- ið í teið í skaftpotti á eldavélinni og þegar ég fór að forvitnast yfir því af hverju hann gerði það, kom í ljós að hann átti ekki hraðsuðuketil. Svo ég ákvað að koma honum á óvart í einni heimsókninni og gaf honum lítinn hraðsuðuketil. Stökk þá afi til og skellti lítra af vatni í ketilinn og líka í skaftpottinn og þegar ég fór að velta fyrir mér af hverju hann væri að hita í báðum áhöldunum sagði hann að hann vildi bara sjá hvort væri fyrra til að sjóða lítrann. Við gátum svo hlegið yfir því að suðan kom svo upp á ná- kvæmlega sama tíma í katlinum og í pottinum. Eitt skiptið sem ég heimsótti hann í Austurbrúninni var hann nýbúinn að kaupa sér bíl. Þar sem hann vissi að þetta var nú langt frá því að vera glænýr bíll þá keypti hann sér líka bók um það hvernig ætti að gera við bílinn. Þetta fannst mér þvílík snilld að láta sér detta í hug. Hann var þarna ríflega sjötug- ur og lét það ekki vaxa sér í augum að fara bara í það sjálfur að laga bílinn með bókina að vopni. Þegar ég hugsa til afa þá sé ég hann fyrir mér umkringdan bókum, grúskandi í þeim og með vinalega brosið sitt. Ég minnist hans með hlýju og þakklæti og vona að hann hafi það gott þarna hinum megin. Helga Björg Kolbeinsdóttir. Andrés Kolbeinsson, móðurbróðir okkar, er látinn 89 ára að aldri. Hann var elstur systkinanna frá Stóra-Ási. Eftir lifa Þorgerður, móðir okkar, Helgi og Steinunn, en Magnús lést fyrir fáum árum. Addi frændi var ekki sterkbyggður mað- ur og lítt til erfiðisvinnu fallinn, enda hneigðist hugurinn snemma að tónlist og öðrum listgreinum. Skömmu eftir að hann fluttist til Reykjavíkur hóf hann tónlistarnám hjá Victori Urbancic sem hvatti hann til að læra á óbó. Stundaði Addi óbónám í Manchester í Eng- landi frá 1944 til 1947. Hann spilaði síðan með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands frá stofnun hennar árið 1950 fram til 1977. Samhliða vann hann við tónlistarkennslu og nótnaskrif, en hann þótti skrifa nótur listavel. Ljósmyndun vakti snemma áhuga hans en Addi var sjálfmenntaður í því fagi. Hann hafði afar gott auga fyrir myndbyggingu og einstakan hæfileika til að fanga þá stemningu sem myndefnið bauð upp á. Eftir hann liggur mikill fjöldi ljósmynda sem lýsa vexti Reykjavíkur úr bæ í borg og lífi íbúanna, ekki síst lista- mannanna, sem í borginni lifðu og störfuðu. Þessar einstöku myndir Adda eru nú varðveittar á Ljós- myndasafni Reykjavíkur og í gegn- um þær geta komandi kynslóðir kynnst Reykjavík þess tíma. Árið 2006 stóð Ljósmyndasafnið fyrir sýningu á myndum hans og vakti sú sýning mikla athygli. Í kjölfarið var Andrés tilnefndur til heiðursverð- launa Myndstefs 2006. Addi frændi hafði óþrjótandi áhuga á mönnum og málefnum allt fram til síðasta dags. Hann var haf- sjór fróðleiks um fjölbreyttustu málefni, hvort sem það var tónlist, saga, heimspeki eða tungumál. Ljósmyndaáhuganum hélt hann alla tíð, tók mikið af myndum og fylgd- ist grannt með tækninýjungum, átti stafrænar myndavélar og vann myndir sínar í tölvu. Hann naut þess að hafa bækurnar sínar og myndavélarnar við hlið sér síðustu árin á Vífilsstöðum, þar sem vel fór um hann og honum var sinnt af al- úð. Addi fylgdist vel með því sem frændfólkið hans tók sér fyrir hend- ur og einkum hafði hann gaman af því að heyra ferðasögur af erlendri grundu. Þá rifjaði hann gjarnan upp minningar frá sínum eigin ferðalögum og ekki stóð á því að hann myndi nöfn og staðhætti á slóðum sem hann hafði heimsótt mörgum áratugum fyrr. Unga fólk- ið í fjölskyldunni laðaðist að honum því hann var einstaklega skemmti- legur viðmælandi og óþreytandi við að miðla af sínum fróðleik. Þrátt fyrir að aldurinn færðist yfir og lík- aminn væri ekki sterkbyggður, þá gafst hugurinn aldrei upp og ekki skorti hugmyndirnar um eitt og annað sem hann vildi taka sér fyrir hendur. Í sýningarskrá ljósmyndasýning- arinnar segir Addi að hann hafi vilj- að „… láta ljósgeisla strjúka flötinn þannig að áferðin kæmi fram“. Ljósgeisli Adda hefur nú strokið flötinn í hinsta sinn, en áferðin lifir áfram. Við þökkum honum sam- fylgdina, sem og fróðleikinn og feg- urðina sem hann færði okkur í formi tónlistar og ljósmynda. Systkinum Adda, börnum hans og barnabörnum færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Helga, Heiðveig, Kristján, Kolbeinn, Hallveig og fjölskyldur. Föðurbróðir minn og nafni Andr- és Kolbeinsson hefur kvatt, kominn vel á nítugasta aldursár. Kraftar hins veikburða líkama voru þá end- anlega þrotnir. Andlegt atgervi var hins vegar óbugað allt til hinstu stundar. Margar eftirminnilegustu stund- irnar frá uppvaxtarárunum heima í Stóra-Ási eru tengdar sumarheim- sóknum ættingja og vina. Þaðan eru fyrstu minningarnar um hann nafna minn. Mættur í hlað á sólbjörtum degi, akandi á franskri bifreið af Panhard-gerð, með myndavélina um hálsinn. Kominn í hina árvissu heimsókn til æskustöðvanna. Létt- stígur gekk hann um tún og móa, festandi á filmu hluti sem þá þóttu einskis virði, en eru nú fyrir okkur, sem eftir lifum, ómetanleg verð- mæti. Mér fannst þessi frændi minn sí- fellt forvitnilegri maður. Á kirkju- loftinu í Stóra-Ási lágu eftir hann haganlega gerðar orðabækur, frá því er hann sem unglingur stúd- eraði framandi tungumál. Sú ástríða náði tökum á honum ungum manni og fylgdi honum alla tíð. Rússneska, esperantó og ítalska voru meðal tungumála sem honum voru töm. Hann var sjálfmenntaður tungu- mála„expert“. Hann hélt til tónlistarnáms í miðju stríði og heim kominn þrem- ur árum seinna tók hann svo þátt í stofnun Sinfóníuhljómsveitarinnar. Þar blés hann síðan í óbóið sitt í nær þrjá áratugi. Hann nafni minn var bóhem af guðs náð og sótti kaffihús reglulega. Hann lifði dálítið fyrir líðandi stund og sökkti sér djúpt ofan í áhugamál sín. Bókasafn hans endurspeglaði þetta. Þar gat að líta bókmenntir allt frá Tolstoy til ritraða um bif- reiðar. Það var hins vegar fjarri honum að eltast við veraldleg gæði og því varð hann aldrei ríkur í við- tekinni merkingu þess orðs. Á meðan hljóðfæraleikur var at- vinna nafna míns lengst af, var ljós- myndunin ástríða hans. Hann hóf snemma að taka myndir. Það eru ekki síst myndirnar mörgu sem hann tók af æskuslóðum okkar um og eftir miðja síðustu öld sem munu halda nafni hans á lofti. Þær eru fyrir okkur sem eftir lifum ómet- anlegur fjársjóður. Það skal hér fúslega viðurkennt að ýmsum innan fjölskyldunnar fannst lítt um þessa ástríðu hans. Er ég ekki frá því að honum hafi sárnað það. Hæfileiki hans á þessu sviði var sannarlega ekki metinn að verðleikum fyrr en safn hans komst til Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Á þeim bæ gerðu menn sér strax grein fyrir að þar var mikill hæfileikamaður á ferð. Það sést best á þeim frábæru rit- dómum sem komu í blöðum í kjöl- farið á sýningu á verkum hans sem haldin var í safninu sumarið 2006. Nafni minn var því ekki endanlega uppgötvaður sem listamaður fyrr en hann var kominn vel á níræð- isaldur. Saddur lífdaga hefur hann nú fengið hvíldina. Addi frændi fær nú skýra ósk sína uppfyllta þegar hann verður lagður til hinstu hvílu í kirkjugarðinum heima í Stóra-Ási. Í suðvesturhorni garðsins skyldi leg- stæði hans verða, í návist foreldra og bróður, sem næst þeim stað þar sem hann sleit barnsskónum. Hann er því kominn aftur heim eftir langa ferð. Með þakklæti fyrir áralangan vinskap sem aldrei bar skugga á. Andrés Magnússon. Við Andrés Kolbeinsson vorum ekki mjög skyldir, ég held að faðir minn og hann hafi verið þremenn- ingar, en hins vegar taldi ég til frændskapar við hann umfram þau ættarbönd sem tengdu okkur. Það var einfaldlega vegna þess að mað- ur var stoltur af því að eiga Andrés að frænda. Við Andrés kynntumst þegar ég var ennþá á unglingsaldri, fyrst á Mokka og síðar á þeim stað sem kallaðist Stúdentakjallarinn. Andr- és hafði hlýtt og gamansamt við- mót, ætli megi ekki segja að hann hafi verið ungur í anda því ekki fann ég aldursmun á okkur. Ástæðan var ekki síst sú að Andrés var áhugamaður um ólíkleg- ustu hluti. Hann og faðir minn pældu stundum í því hvernig hefði farið ef þeir hefðu fæðst nokkrum kynslóðum fyrr og þeir hefðu orðið kotbændur í Borgarfirði. Báðir héldu því fram að þeir hefðu orðið lélegir búmenn. Ég dreg það ekki í efa. Andrés – sem fór suður til Reykjavíkur í stríðinu að læra hljóðfæraleik og síðan til Englands – hefði ábyggilega ekki verið með hugann við búskap. Hann var áhugamaður um ljósmyndun, tungumál, stjörnuspeki, tækni alls konar, bíla og fleiri hluti sem ég kann ekki að nefna, fyrir utan að vera tónlistarmaður og afburða góð- ur nótnaskrifari. Ég þakka honum fyrir frænd- skapinn. Egill Helgason. Það var árið 1999 að Andrés Kol- beinsson afhenti Ljósmyndasafni Reykjavíkur myndasafn sitt. Fljót- lega í ljós að þarna var ekkert venjulegt safn mynda á ferð. Andr- és var sérstaklega snjall og hæfi- leikaríkur ljósmyndari og hafði ekki aðeins afburða auga fyrir birtu, formum og myndbyggingu, heldur tókst honum að mynda það helsta sem var að gerast í kringum ís- lenska listamenn á sjötta og sjö- unda áratug síðustu aldar. Hvort sem það tengdist hönnun, leiklist, myndlist, arkitektúr eða listamönn- unum sjálfum. Þetta eru einstakar myndir sem hafa ótvírætt fagur- fræðilegt gildi, sem og sögulegt. Andrés Kolbeinsson var ákaflega hæverskur maður og lítið fyrir að flíka hæfileikum sínum. Hann var líka kallaður huldumaðurinn í ís- lenskri ljósmyndasögu þegar Ljós- myndasafn Reykjavíkur setti saman yfirlitsýningu á verkum hans sum- arið 2006. Og það var fyrst þá sem fólk áttaði sig almennilega á því hversu mikill hæfileikamaður var þarna á ferðinni. Það var gaman að ræða við Andr- és og fá hann í heimsókn á Ljós- myndasafnið, hann var lítillátur en heillandi maður og mjög ánægjulegt að heyra frásagnir hans af uppvaxt- arárunum og umhverfinu á Stóra- Ási. Það var líka aðdáunarvert að sjá að hann lét heilsuleysið síðustu árin ekki trufla sig þegar kom að listsköpuninni. Hann fylgdist með því nýjasta, myndaði á stafræna myndavél, fór í stuttar ferðir með myndavélina og fangaði það nán- asta í umhverfi sínu. Andrés var listamaður fram í fingurgóma og markaði skýr spor í íslenska ljós- myndasögu. Allt líf hans var sköpun og hann lætur eftir sig fjársjóð sem ekki fyrnist. Við á Ljósmyndasafni Reykjavík- ur erum afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Andrési Kol- beinssyni og færum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. María Karen Sigurðardóttir, safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur. Andrés Kolbeinsson óbóleikari er fallinn frá eftir stranga glímu við Elli kerlingu. Hann tókst á við hana af því æðruleysi sem hans var hátt- ur að fást við ágjafir í lífsins ólgu- sjó. Hann var fæddur Borgfirðingur og vildi æ hag sveitar sinnar mikinn sem er háttur þeirra er meta upp- runa sinn mikils. Eflaust hefur þó snemma komið í ljós að Andrés yrði ekki ruðningsmaður nýræktar né bústólpi í sveit. Áhugasvið hans beindist í aðrar áttir. Eftir flutning á mölina hóf hann nám við Tónlist- arskólann í Reykjavík og eftir tveggja ára nám við þá stofnun lá leiðin, ásamt tveimur öðrum full- hugum, þeim Árna Björnssyni tón- skáldi og flautuleikara og Agli Jóns- syni klarinettleikara, til stríðshrjáðs sigurvegara seinni heimsstyrjaldar. Þar hófu þessir frumkvöðlar nám við Royal Manchester College of Music og var Andrés svo lánsamur að njóta handleiðslu eins merkasta óbóleikara seinni tíma, Evelyn Rot- hwell, seinna Lady Barbirolli. Eftir heimkomuna hófst svo lífsbaráttan hörð og ströng, leikur í hljómsveit sem var í rauninni ekki til en var þó fyrir þrautseigju fárra manna ódrepandi líkt og þjóðsagan. Við stofnun Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands var Andrés Kolbeinsson ráð- inn óbóleikari og var þar þá kominn fyrsti óbóleikari þeirrar stofnunar og um leið fyrsti Íslendingurinn sem hafði óbóleik að aðalstarfi. Því starfi gegndi hann allt til ársins 1977. Eftir það helgaði hann sig tónlistarkennslu og nótnaskrift, sem þykir óvenjulega listileg, að ógleymdum fjölmörgum áhugamál- um. Mætti með sanni segja að hann hafi verið margra manna maki er kom að þessum hugðarefnum. Ef- laust ber þar þó hæst frábæran ár- angur hans á sviði ljósmyndunar en um árabil þóttu fáir standast hon- um snúning er kom að þessari þá nýju listgrein. Var hann til dæmis lengi vel fenginn til að skrá í ljós- myndum leiksýningar Leikfélags Reykjavíkur og eru í því safni ótal gimsteinar fólgnir. Skemmst er að minnast mikillar yfirlitssýningar sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur gekkst fyrir honum til heiðurs. Með Andrési Kolbeinssyni er genginn heiðursmaður í þess orðs Andrés Kolbeinsson                                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.