Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ✝ Guðmundur Þor-valdsson fæddist á Akranesi 31. jan- úar 1965. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 19. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Þórdís Björnsdóttir, f. 26.2. 1942, og Þorvaldur Guðmundsson, f. 24.6. 1939. Systkini Guðmundar eru Björn, f. 16.2. 1963, Stefán, f. 20.4. 1967, og Kristín Gróa, f. 21.9. 1981. Guðmundur kvæntist 21.7. 1990 Ásdísi Völu Óskarsdóttur, f. 17.2. 1969. Synir þeirra eru tveir, Þor- valdur Arnar, f. 20.7. 1995, og Þorgils Ari, f. 16.6. 2002. For- eldrar Ásdísar eru Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 4.3. 1931, og Óskar Þ. Stefánsson, f. 25.9. 1925, d. 12.4. 2008. Guðmundur ólst upp hjá for- eldrum sínum á Akranesi, utan fimm ára sem fjölskyldan var bú- sett í Argentínu. Hann lauk grunnskólaprófi frá Brekkubæj- arskóla og versl- unarprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Hann vann í mörg ár sem bankastarfsmaður, fyrst hjá Landsbank- anum, síðan hjá Al- þýðubankanum og loks hjá Íslands- banka. Hann rak síð- ar hannyrðaverslun á Akranesi eða allt til ársins 2000 þegar hann hóf störf hjá versluninni Völ- usteini. Síðustu ár starfaði Guð- mundur sem launafulltrúi hjá Akraneskaupstað. Guðmundur var félagi í Lionsklúbbi Akraness og starfaði áður í JC Akranes. Guðmundur stundaði nám við Myndlistarskóla Mosfellsbæjar síðastliðin tvö ár og hélt nokkrar sýningar á verkum sínum. Hann hafði einnig mikið yndi af alls kyns hannyrðum og liggja mörg falleg verk eftir hann. Útför Guðmundar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. Hann Gummi bróðir okkar er dá- inn eftir árslanga baráttu við ill- kynja sjúkdóm. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann háði slíka bar- áttu. Fyrri orrustan átti sér stað fyrir þrjátíu árum og þá hafði Gummi betur þó tæpt stæði. Þann sigur þurfti hann þó að greiða dýru verði og þegar óvinurinn sneri aftur löngu seinna í nýjum búningi þá varð fátt um varnir. Þó erfitt að sé að sjá réttlæti í slíkri atburðarás gat maður aldrei séð að Gummi væri reiður eða bitur. Fyrri orrustan kenndi honum æðruleysi, jafnaðar- geð og einbeittan vilja til að gera sem mest úr hverri stund. Við hin systkinin yfirgáfum Skagann til að stunda nám og vinnu en Gummi flutti aldrei burt. Hann vann sér sess í bænum með störfum sínum og virkni í félagslífi. Alls staðar kom hann sér vel með dugnaði, sam- viskusemi og léttri lund. Besta sönnun þess er sú hlýja og rausn sem vinnufélagar hans sýndu hon- um undir það síðasta. Gummi var ekki dæmigerður Skagamaður því ekki er vitað til þess að hann hafi sparkað í bolta ótilneyddur. Hann bætti það upp með handlagni og sköpunargleði. Hann var listakokk- ur og allt lék í höndunum á honum. Sem dæmi má nefna að þegar þau Ásdís eignuðust Þorvald Arnar, prjónaði Gummi á hann skírnarkjól og fékk verðlaun fyrir. Geri aðrir betur. Sumir urðu hissa á að hann fengist við þannig kvennastúss. Um það var honum alveg sama. Síðar fann sköpunarþörfin sér farveg í málaralist þar sem hann stundaði nám eins lengi og honum entust kraftar. Hann sýndi verk og seldi við góðan orðstír og hefði náð langt á þeirri braut ef honum hefði enst aldur til. Við eigum eftir að sakna Gumma sárt. Þó við þvældumst víða og stundum liði langur tími á milli þá var það ómissandi þáttur í tilverunni að sameinast á laugardögum á Vogabraut, borða góðan mat og spjalla um lífið og tilveruna. Þá fylgdi nýtt bæjarslúður því Gummi þekkti alla á Skaganum og allir þekktu hann. Ef þurfti að gera Skagamönnum grein fyrir sér dugði að segja: „Hann Gummi er bróðir minn.“ Það verður tómarúm í lífi foreldra okkar því samskipti þeirra og Gumma voru mikil og góð. Stærst verður þó skarðið á Hjarð- arholtinu. Ekki þarf þó að óttast um Þorvald og Þorgils. Ásdís mun halda áfram að veita þeim öruggt heimili og gott uppeldi. Hún veit líka að við erum tilbúin að aðstoða á allan hátt eins og allir sem að þeim standa. Það voru erfiðir síðustu dagarnir þegar kraftar Gumma þrutu hratt. Síðustu tvo dagana dvaldi hann á Sjúkrahúsinu á Akranesi og fékk þar góða umönnun, umvafinn ást- vinum sínum fram á hinstu stund. Hann var þar á herbergi með stórum suðurglugga. Þessa tvo daga skartaði vetrarhiminninn sínu feg- ursta og var engu líkara en það væri honum til heiðurs. Minna átti hann ekki skilið. Þegar síðasta skíma dags hvarf að loknu stórkostlegu sólarlagi þann 19. janúar skildi Gummi við okkur. Ekki vitum við hvar hann er núna en teljum okkur þó vita að það sé góður staður og að þar sé núna eldaður betri matur en áður. Við eigum eftir margar góðar minningar um góðan bróður. Björn, Stefán og Kristín Gróa. Mig langar til að skrifa fáein orð til minningar um hann Guðmund frænda minn, sem lést á Sjúkrahús- inu á Akranesi mánudaginn 19. jan- úar, langt um aldur fram frá eig- inkonu og tveim ungum sonum. Það er svo ótal margs að minnast og hvað varðar Gumma, þá eru minningarnar eingöngu góðar og fallegar vegna þess að hann var bara góður og fallegur drengur alla tíð. Ég var á ellefta ári þegar hann fæddist og hann, ásamt hinum systkinabörnum mínum, bættu mér það upp að eiga engin yngri systk- ini. Ég var barnapía, leikfélagi og vinur þeirra. Mér finnst eins og ein- hver sérstakur þráður hafi alltaf legið á milli okkar Gumma. Hann einhvern veginn bræddi strax hjarta mitt frá fyrstu tíð, svo ljúfur, kátur, jákvæður og opinn fyrir öllu og öll- um í kringum sig. Lét sig einhvern veginn allt varða í lífinu. Hann var áræðinn og framkvæmdi margt á sinni allt of stuttu ævi, sem aðrir láta sig einungis dreyma um. Gummi var sannur listamaður af Guðs náð. Prjón, útsaumur, matar- gerð, ljósmyndun og síðast en ekki síst listmálun, allt fór þetta honum vel úr hendi. Síðastliðið ár málaði hann margar myndir, sótti nám- skeið í málaralist vikulega í Mos- fellsbæ og hélt málverkasýningar, þrátt fyrir veikindin. Lífið hefur ekki alltaf leikið við Gumma, hann hefur gengið í gegnum erfið veik- indi, fyrst sem unglingur og svo kom reiðarslagið fyrir rúmu ári, þegar hann greindist með krabba- meinið sem dró hann að lokum til dauða. Hann tók á þessum veikindum sínum á svo ótrúlega jákvæðan og æðrulausan hátt og barðist hetju- lega til síðasta dags. Guð blessi góð- an dreng, ég veit að hann fær hlýjar móttökur hinum megin, handan móðunnar miklu. Söknuður okkar sem eftir sitjum er sár en við erum samt öll ríkari eftir að hafa fengið að kynnast og njóta samvista við Gumma. Ég persónulega á þeim hjónum margt að þakka. Þau hafa oft rétt mér hjálparhönd og veitt stuðning þegar ég hef þurft á því að halda og það hefur verið svo gott að hafa þau í næsta nágrenni. Elsku Ásdís, Þorvaldur Arnar, Þorgils Ari og aðrir aðstandendur. Við Eyþór vottum ykkur öllum sam- úð okkar. Missir ykkar er mikill og sár. Guð blessi ykkur öll og styrki. Megi góðar minningar verða ykkur styrkur í sorginni. Guð geymi elsku Gumma minn, ég er innilega þakklát fyrir samfylgdina í gegnum árin. Sigríður Inga Björnsdóttir. Kæri vinur og frændi. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka þér allan vinskap gegnum tíðina og sam- starf á bæjarskrifstofunni. Þær voru ófáar stundirnar sem við ræddum saman hispurslaust um lífið og til- veruna og hvað tæki við eftir þetta líf okkar hérna megin. Og við vorum sammála um að það gæti ekki annað verið en við færðumst á annað til- verustig. Og fleira og fleira ræddum við og fékk ég hjá þér mörg góð ráð- in. Mikið sakna ég þessara stunda. Listamaður varstu, allt lék í hönd- um þér. Í seinni tíð varð myndlistin áhugamál sem þú fórst að sinna og ekki að ástæðulausu. Þú túlkaðir m.a. eitt samtal okkar í mynd sem ég er glöð að eiga til minningar um þig. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman við undirbúning jóla- gleði okkar í vinnunni, en sá und- irbúningur var eiginlega vakandi hjá okkur allt árið. Húmor þinn var óborganlegur. Við vorum stöðugt að útfæra einhverja fyndna punkta, að okkur fannst, sem við sáum í atvik- um á skrifstofunni. Færðum í leik- rænan búning og þú fórst á kostum í þessum hlutverkum. Í þeim liggja ógleymanlegar minningar. Ég get ekki skilið að þú skulir vera tekinn svo fljótt frá eiginkonu þinni og drengjunum tveimur, fjöl- skyldunni allri. Frá okkur öllum. Þú barðist eins og hetja, æðrulaus og hugsaðir um hag allra annarra fyrst og fremst. Ég færi Ásdísi og drengjunum, foreldrum og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ég kveð þig, kæri vinur og frændi, með þakklæti og orðunum sem ég heyrði frá þér síðast: Sjáumst seinna. Ragnheiður Þórðardóttir. Líf Guðmundar bróðursonar míns var enginn dans á rósum. Eftir áhyggjulaus æskuár á Akranesi og í Argentínu veiktist þessi fallegi og hrausti strákur alvarlega 14 ára að aldri. Veikindin tóku af honum mik- inn toll og þau 29 ár sem síðan eru liðin voru honum erfið heilsufars- lega. Hann sýndi ótrúlegan kraft og þolinmæði í veikindum sínum, stundaði grásleppuveiðar á sumrin með afa sínum og nafna, lauk skóla og dreif sig út á vinnumarkaðinn. Hann starfaði í Landsbankanum og Íslandsbanka, setti upp og rak glæsilega hannyrðaverslun árum saman, en hann var mikill hannyrða- maður og fékk t.d. verðlaun Prjóna- blaðsins Tinnu fyrir skírnarkjól sem hann prjónaði á son sinn. Síðan hóf hann störf hjá Akraneskaupstað og starfaði þar sem launafulltrúi í mörg ár og allt til dauðadags. Hann undi hag sínum afskaplega vel á bæjar- skrifstofunni og eignaðist þar góða vini sem hafa reynst honum sérstak- lega vel í veikindum hans. Hans stóra gæfa í lífinu var þegar hann hóf búskap með henni Ásdísi sinni og drengirnir tveir sem þau eignuðust, Þorvaldur Arnar og Þor- gils Ari. Gummi, eins og við nefnd- um hann jafnan, var framúrskarandi fjölskyldufaðir og vildi allt fyrir sitt fólk gera. Litla fjölskyldan ferðaðist mikið innanlands og utan og naut þess að vera saman. Hann eignaðist einstaklega góða og trausta æsku- vini sem ræktuðu vináttuna þar til yfir lauk. Gummi hafði léttan og skemmtilegan húmor og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Listhneigð Gumma lá ekki bara í handavinnunni. Síðustu árin helgaði hann sig málaralistinni. Hann sótti nám í þeirri list og hélt nokkrar sýn- ingar, síðast á Dvalarheimilinu Höfða á Vökudögum í haust þar sem verk hans vöktu mikla athygli og seldust vel. Nú er Gummi fallinn frá langt um aldur fram. Eftir sitja minningar um góðan dreng sem stóð sig eins og hetja í lífinu og lét veikindi aldrei slá sig út af laginu. Við Guðný sendum Ásdísi, sonum, foreldrum, systkin- um og ástvinum öllum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Guðmundar Þorvaldssonar. Guðjón Guðmundsson. Það er oft erfitt að átta sig á rétt- lætinu í heiminum og ekki síst þegar fólk þarf að yfirgefa þennan heim allt of snemma. Þannig líður mér núna, sorgmædd og reið yfir órétt- læti heimsins. Hann Gummi mágur minn er lát- inn og skilur eftir sig hana litlu syst- ur mína, drengina þeirra tvo og hóp af ástvinum. Hann var góður dreng- ur sem ræktaði garðinn sinn vel og hafði mikið að gefa. Við í minni fjölskyldu kynntumst honum fyrir meira en 20 árum þeg- ar þau kynntust, hann og Ásdís systir mín, og honum var vel fagnað. Þau hafa alla tíð verið samhent, lífið hjá þeim ekki alltaf verið dans á rós- um en þau leyst úr hverju máli á farsælan hátt. Gummi fór ekki alltaf hefðbundn- ar leiðir í lífinu. Hann lærði korn- ungur að prjóna hjá gamalli konu í Argentínu, þar sem hann bjó um tíma með foreldrum sínum, og það kveikti áhuga hans á handavinnu. Hann var snillingur í höndunum, prjónaði, saumaði og skar út og núna síðustu árin málaði hann og náði að halda nokkrar sýningar á verkum sínum. Hann rak um tíma handavinnubúð á Akranesi. Árið 2005 vann hann til verðlauna sem kölluð voru „gullprjónarnir“ fyrir skírnarkjól sem hann prjónaði á ungan son sinn. Matreiðsla var annað stórt áhuga- mál sem Gummi hafði. Það var alltaf spennandi að vera boðinn í mat hjá þeim, maður gat verið viss um að á borðum væri eitthvað óhefðbundið og spennandi. Matreiðsluþættir frá fjarlægum slóðum voru uppáhalds- sjónvarpsefnið hans. Ferðalög, ljósmyndun o.fl. sem bauð upp á nýjar og óvenjulegar upplifanir voru honum að skapi, ekki síst í góðra vina hópi. Fyrir rúmu ári dundi svo ógæfan yfir, illkynja sjúkdómur. Ég gat dáðst að honum mági mín- um í veikindum hans. Jafnvel þó hann væri að heyja þessa baráttu í annað sinn á lífsleiðinni mætti hann í slaginn með bæði augun opin en já- kvæðar hugsanir ofar öðru. Ég vona að hann hafi skilið mig þegar ég sagði honum hvað þessi afstaða hans hefði gert okkur sem nálægt honum voru auðveldara fyrir. Og jafnvel þegar ljóst var að ekki væri völ á lækningu hélt hann ótrauður áfram og lifði lífinu til fulls alveg fram á síðustu stund. Nú er komið að leiðarlokum, kæri mágur. Mig langar að þakka allar stundirnar sem við áttum saman í gamni og alvöru, ekki síst síðasta gamlárskvöld þegar þið hjónin héld- uð ykkar árlega boð fyrir fjölskyld- una með stæl þrátt fyrir hve veikur þú varst, það lýsir þér vel. Við hér lofum að standa við bakið á Ásdísi, Þorvaldi og Þorgilsi. Megi góður guð og englarnir gæta þín þangað til við hittumst næst. Hvíldu í friði. Ingibjörg Óskarsdóttir. Guðmundur Þorvaldsson, kær vinnufélagi á bæjarskrifstofum Akraneskaupstaðar, lést sl. mánu- dag, 19. janúar. Guðmundur var allra hugljúfi, næmur, tilfinningarík- ur listamaður. Síðastliðið ár barðist hann hetjulega við þann sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Þrátt fyrir að við félagar hans hefðum séð að hverju dró áttum við von til hinstu stundar. Guðmundur starfaði hjá Akraneskaupstað frá mars 2001 við launaútreikninga og tengd mál og var afar farsæll starfs- maður. Engin uppákoma var hjá okkur starfsmönnum öðruvísi en að Guðmundur tæki þátt í henni og var hann hugmyndasmiður að mörgu gamanatriði sem menn muna alla tíð. Síðasta skipti sem við vorum öll saman var föstudaginn 9. janúar þegar við kvöddum starfsfélaga við starfslok. Undirritaður kom á heimili Guð- mundar og Ásdísar 14. janúar sl. Þar mætti ég sömu alúðinni og hlýj- unni og áður, þar kvöddumst við Guðmundur í síðasta sinn. Hugur okkar er nú hjá fjölskyldu hans, Ás- dísi og drengjunum, foreldrum og systkinum, tengdamóður og öðru venslafólki. Hans er sárt saknað en minningin lifir. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda. F.h. Akraneskaupstaðar, Gísli S. Einarsson bæjarstjóri. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast Gumma sem vinnufélaga og góðs vinar. Gummi var nánasti sam- starfsmaður minn í rúm 7 ár á bæj- arskrifstofunum á Akranesi. Við átt- um mörg sameiginleg áhugamál, t.d. prjónaskap, bútasaum og allt sem snýr að ýmiss konar hannyrðum og föndri. Við áttum margar spjall- stundirnar um áhugamálin okkar og oft var hægt að fá góð ráð hjá Gumma. Ég dáist að því hversu æðrulaus hann var meðan hann gekk í gegnum sín erfiðu veikindi. Ég kveð Gumma með miklum sökn- uði og votta allri fjölskyldu hans mína innilegustu samúð. Ásdís S. Gunnarsdóttir. Í gegnum lífið erum við stundum létt í spori, sem táknar þá gjarnan að okkur líði vel, að allt gangi í hag- inn. En svo skyndilega getur gang- an orðið þyngri, þegar hugur okkar er dapur. Þannig hefur okkur liðið síðan okkur barst sú fregn að Gummi væri fallinn frá. Við vorum samstarfsfélagar hans í Íslands- banka til margra ára og margt var brallað á þeim tíma. Við munum Gumma brosandi, já- kvæðan og einstaklega skemmtileg- an vinnufélaga. Hann var mikill húmoristi og gerði óspart grín og þá Guðmundur Þorvaldsson ✝ Ástkær eiginkona mín og vinur, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir og systir, GUÐRÚN BJÖRK RÚNARSDÓTTIR FREDERICK, Hátúni 37, Keflavík, varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Kenneth W. Frederick, Gunnar Már Vilbertsson, Sara Margrét Frederick, Viktoria Lynn Frederick, Fríða Felixdóttir, Rúnar Lúðvíksson og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.