Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. JANÚAR 2009 ÁSTRÁÐUR Haraldsson hrl. held- ur í dag fyrirlestur á Jafnréttis- torgi Háskólans á Akureyri og Jafnréttisstofu. Fyrirlesturinn, sem hefst kl. 12.00 í stofu L 201 á Sól- borg, ber yfirskriftina: Skiptir skó- stærð máli þegar ráðið er í stöður hjá ríkinu? Um skipun í opinber embætti og stöðu jafnréttislaga. Ástráður mun ræða um álitaefni sem tengjast deilum um það að hve miklu leyti stjórnvöld geti sjálf ákveðið hvaða sjónarmið liggja til grundvallar ákvörðunum um val á milli umsækjenda um opinberar stöður. Einnig verður sérstaklega vikið að hlutverki Jafnréttislaga og staða þeirra skoðuð. Skiptir skóstærð máli hjá ríkinu? FULLTRÚAR í Norðurlandaráði hittast í Reykjavík í dag og á morg- un. Á þessum fyrsta fundi ársins munu Íslendingar kynna for- mennskuáætlun sína í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Atvinnumálanefndin og borgara- og neytendanefndin fjalla um kreppuna og verða upplýstar um afleiðingar hennar fyrir atvinnulíf, íbúa og neytendur á Íslandi. Þá munu fulltrúar í velferð- arnefndinni heimsækja Barnahús sem er miðstöð þar sem börn sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi fá hjálp og meðferð. Barnahúsið hefur verið fyrirmynd sambærilegs starfs annars staðar á Norðurlöndum. Norðurlandaráð fundar á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson STJÓRN Samtaka verslunar og þjónustu skorar á stjórnvöld að flýta kosningum eins mikið og unnt er enda er það ljóst að þau aðkall- andi verkefni sem bíða í þjóðfélag- inu þola ekki þá kyrrstöðu sem allt- af fylgir kosningaundirbúningi. Stjórn SVÞ hvetja einnig for- ustumenn stjórnmálaflokkanna til að snúa bökum saman og vinna að brýnustu úrlausnarefnum sem geta ekki beðið fram yfir kosningar. Kosningar strax NEYÐARSTJÓRN kvenna skorar á forseta, ríkisstjórn og Alþingi að skipa utanþingsstjórn hið fyrsta. Ráðamenn verða að axla ábyrgð með því að setja stjórn landsins í hendurnar á færustu sérfræðingum sem völ er á fram að kosningum. Til að tryggja lýðræðislegt fyr- irkomulag er jafnframt nauðsyn- legt að utanþingsstjórn sé skipuð jafnmörgum konum og körlum. Vilja utanþingsstjórn KAÞÓLSKI bisk- upinn í Reykja- vík, Pétur Bürc- her, hefur skipað Sigríði Ingvars- dóttur formann stjórnar Caritas, hjálparsamtaka kaþólsku kirkj- unnar á Íslandi, til næstu fimm ára, en þetta er hennar fjórða formennskutímabil. Sigríður hefur annast styrktar- tónleika Caritas undanfarin ár og eru þeir orðnir þekktur viðburður í tónlistarlífi Reykjavíkur hvert haust. Með Sigríði í stjórn Caritas eru séra Patrick Breen, sóknarprestur í Kristkirkju, Gyða Magnúsdóttir, Jóhanna Long og Karl Smith. Nýr formaður sam- takanna Caritas Sigríður Ingvarsdóttir STUTT Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝÁRSFUNDUR trúnaðarráðs og trúnaðarmanna VR mun í kvöld kjósa um hvern fundarmenn styðja í emb- ætti formanns VR. Þrír hafa gefið kost á sér, þeir Gunn- ar Páll Pálsson, núverandi formaður VR, Kristinn Örn Jóhannesson og Lúðvík Lúðvíksson. Formannsefnið verður valið með einstaklingsbundinni kosningu, líkt og þrír stjórnarmenn og þrír varamenn í stjórn. Formaður og stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára. Halldór Grönvold, formaður kjörstjórnar VR, sagði nýársfundinn snúast um að stilla upp framboði trún- aðarmanna og trúnaðarráðs auk þess að velja formanns- efni fundarmanna þar eð þrír hafa boðið sig fram til starfans. Það er fáheyrt, ef ekki einsdæmi í sögu félags- ins, að kosið sé á milli formannsefna. „Þessir þrír munu kynna framboð sitt og síðan mun fundurinn velja einn þeirra sem sinn formannskandídat,“ sagði Halldór. Einnig verður kosið um tillögu uppstillingarnefndar að lista með fjórum stjórnarmönnum og 82 fulltrúum í trúnaðarráð VR. Kosið er um helming stjórnarmanna á hverju ári en 15 sitja í stjórn að formanni meðtöldum. Alls gáfu 23 einstaklingar kost á sér til stjórnarsetu í VR og 86 til setu í trúnaðarráði, samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn VR á heimasíðu félagsins. Framboðs- frestur til einstaklingsbundins kjörs var auglýstur til há- degis 22. desember 2008. Kjörstjórn samþykkti að fram- lengja framboðsfrest einstaklinga til formanns, stjórnar og trúnaðarráðs til hádegis þann 12. janúar síðastliðinn. Fresturinn var framlengdur vegna misskilnings sem gætti meðal vissra frambjóðenda um framboðsreglur. Einstaklingur, sem býður sig fram til embættis for- manns, stjórnar eða varastjórnar og nær ekki kjöri á ný- ársfundinum, hefur tveggja vikna frest til að óska eftir allsherjaratkvæðagreiðslu í félaginu um framboð sitt. Halldór sagði að gengi allt að óskum mundi kjörstjórn væntanlega auglýsa eftir fleiri listum til stjórnar og trúnaðarráðs á fimmtudaginn kemur. Það verður því ekki ljóst fyrr en 12. febrúar hvort fleiri framboðslistar berast en sá sem valinn verður í kvöld. Óski einhver frambjóðenda í einstaklingskjöri eftir allsherjaratkvæðagreiðslu, eða fleiri listar til trún- aðarráðs og listakjörinna stjórnarmanna berast, verður farið eftir reglugerð ASÍ um allsherjaratkvæða- greiðslur. Þar segir m.a. að kynna þurfi atkvæðagreiðsl- una í a.m.k. viku áður en hún hefst. Leynileg atkvæða- greiðsla, hvort sem haldin verður póstkosning eða rafræn, þarf að standa í minnst tvær vikur. Halldór sagði að niðurstaða kosninganna ætti því að liggja fyrir í kringum 11. mars. Kristinn Örn Jóhannesson Lúðvík LúðvíkssonGunnar Páll Pálsson Í HNOTSKURN »Á nýársfundi VR í kvöld verður kosið umhvern trúnaðarmenn og trúnaðarráð styðja til formennsku. Þrír hafa boðið sig fram og stefnir í fyrstu kosningu milli formannsefna í félaginu. » Í VR eru um 28.000 félagsmenn. Félagið varstofnað 1891 sem félag launþega og verslunar- eigenda en varð síðar launþegafélag 1955. HANN virðist agnarsmár, dreng- urinn sem skaut íbúatölu Kópavogs upp í 30 þúsund þann 10. janúar síð- astliðinn. Gunnar I. Birgisson bæj- arstjóri og Ómar Stefánsson for- maður bæjarráðs færðu unga herranum skjal þessu til staðfest- ingar auk tannfjár upp á eina krónu á hvern íbúa bæjarins. Það voru for- eldrar hans, Jóhannes Kr. Krist- insson og Brynja Gísladóttir sem tóku við gjöfinni fyrir hans hönd og lét sá stutti umstangið ekkert raska ró sinni á meðan. Fagnað Ómar Stefánsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Brynja Gísladóttir og Gunnar I. Birgisson heiðra hinn unga Kópavogsbúa meðan sá stutti sefur. Íbúi númer 30.000 Dagskrá 28. janúar kl. 15:00 til 17:30 Opinn fundur um tækniþróun og nýsköpun 15:00-16:00 Breyttar aðstæður, nýjar áskoranir - Þorsteinn Ingi Sigfússon, formaður tækninefndar - Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris - Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun, Listaháskóla Íslands - Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir á sviði upplýsingatækni 16:00-17:00 Pallborð og umræður - Fundarstjóri: Leifur Hauksson 4. mars kl. 15:00 til 17:00 Kynning og umræður um drög að nýrri stefnu Vísinda- og tækniráðs Fundarstaður er Nýi Kaupþing banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 515 5800 eða með tölvupósti á netfangið rannis@rannis.is í síðasta lagi á hádegi miðvikudaginn 28. janúar. Vísindanefnd og tækninefnd boða til opinna funda um mótun nýrrar vísinda- og tæknistefnu miðvikudaginn 28. janúar kl. 15:00-17:30. Kynningarfundur um drög að nýrri stefnu verður síðan haldinn miðvikudaginn 4. mars. 2009-2012 VÍSINDA- & TÆKNISTEFNA Formannsefni sem ekki eru valin geta óskað eftir alls- herjaratkvæðagreiðslu Trúnaðarmanna- fundur VR kýs í kvöld TÆPLEGA 22 ára karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbund- ið fangelsi fyrir að nefbrjóta annan mann. Hann veittist að honum fyrir utan heimavist Fjölbrautaskóla Suð- urlands á Selfossi. Árásarmaðurinn neitaði sök en fjölmörg vitni, þeirra á meðal tveir lögreglumenn sem kallaðir voru til, báru fyrir dómi að maðurinn hefði slegið fórnarlambið. Í dómsorði segir að ekkert liggi fyrir um að maðurinn sem fyrir árás- inni varð hafi áreitt ákærða með þeim hætti að leitt geti til mildunar refsingar. 30 daga fangelsi, skilorðs- bundið til tveggja ára, þótti því hæfi- leg refsing. Nefbraut og nú á skilorði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.